Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 9 Þegar hann var farinn, mælti Blake við borgarstjórann: »Þetta er í annað skifti, sem jeg hefi horft á þessa djöfla drepa vini mína«. Jeg vildi að jeg gæti eitthvað gert«. »Við þurfum á hjálp yðar að halda, ef þetta er La Mafia«. »Á því er enginn vafi. Donelly var að- varaður«. »Við verðum að vera búnir að hand- taka þá alla á næstu dögum«. »Og hvað svo? Þeir hafa auðvitað sjeð fyrir fjarveruskírteinum sínum fyrir löngu. Það eru fleiri en mennirmr sem skutu, við verðum að ná í foringjana«. »Auðvitað. Það veit 0’Neil«. »En hann mun lúta í lægra haldi fyrir þeim eins og Dönelly«. »Hvað viljið þjer, að við gerum?« Blake talaði í æsingi. Hann gaf tilfinn- ingum sínum lausan tauminn. »Hvað jeg vildi láta gera. Jeg mundi vekja almenning. Allan bæinn! Forsmá dómstólana og láta ljósastaurana og reip- in vera æðstu lög. Við verðum að gera alla þessa útlendinga hrædda, verðum að hreinsa bæinn með eldi, ef við ekki vilj- um að flokkur þrælmenna geri gys að lög- um vorum og ráði bænum. Vígið á Dan Donelly var meira en alment morð — það var árás á menningu vora«. »Þjer látið tilfinningar yðar leiða yður í gönur«. »Það held jeg ekki. En ef málið á að ganga vanalega leið, hvað skeður þá? Þjer vitið hve örðugt það er að sanna sök á þessa þrjóta. Við verðum að láta hart mæta hörðu«. »Persónulega er jeg yður sammála; op- inberlega get jeg auðvitað ekki verið það«. O’Neil kom í þessari andránni inn með 2 skrítna hluti. »Sjáið, hvað við fundum í Basin-göt- unni«. Hann sýndi þeim byssu eina. Var hlaupið sagað sundur og búið þannig út, að leggja mátti byssuna saman og leyna henni innan klæða. Blake skoðaði vopnið. Þegar hann sá hinn sundurtætta líkama lögreglustjórans, hafði hann hugsað um það hvaða skotvopn morðinginn hefði notað. Nú vissi hann það og hugsaði með sjer, að ef til vill mundi hann verða myrt- ur með samskonar vopni. »Hafið þjer handtekið Larubio?« spurði hann. »Lögregluþjónarnir'eru að fara«. »Jeg fer með þeim«. Þegar Norvin og lögregluþjónarnir komu í Sarod götuna, sá hann þó að rjett væri komin dögun, að nokkrir forvitnir menn höfðu safnast saman og töluðu um morðið og bentu á holurnar eftir kúlurn- ar í múrum húsanna. Það var myrkur á verkstæði Larubios. Lögregluþjónarnir tóku hægt í hand- fang útidyrahurðarinnar og köstuðu sjer svo eftir merki frá Blake á hurðina. Hrökk hún upp og komu þeir þá inn í daunilla kytru. Var þar bekkur, brotnir stólar, skógarmar, leður og skósmíðaverk- færi. Búðin var mannlaus, en Blake sá aðra hurð inn af, sem hrökk opin, er hann ýtti á hana. Það var hepni fyrir hann að lögreglu- þjónarnir komu á hæla honum því þegar þeir komu var hann kominn í blóðugan bardaga við geysistóran Sikileying, sem barðist eins og óargadýr. Herbergið var óhreint og ömurlegt. Rúmflet eitt sýndi, að Sikileyingurinn hafði sofið svefni hinna rjettlátu, er þá bar að garði. Nú barðist hann eins og óð- ur maður. Borð eitt hlaðið glervöi’u valt um koll með ógnarhávaða. Ofninn datt niður og stóll einn mölbrotnaði, en loks komu þeir honum niður. »Lokið götudyrunum fljótt!« stundi Norvin. »Gætið þess að fólk komi eigi nærri«. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.