Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 48
42 NÝJAR KVÖLDVÖKUR kemur þetta mál ekkert við, — þar er mjer einum að mæta«. Þá hvesti í sýslumanni. »Þjer ráðið engu um það, Sigvaldi, og jeg tek yður fastan sem afbrotamann gagnvart lögum og landsrjetti, ef þjer ætlið að viðhafa nokkurn mótþróa gagn- vart mjer«. »Nú þykir mjer týra! En það er rjett- ast að jeg bendi yður á það strax, sýslu- maður, að mig takið þjer aldrei fastan; fyrst og fremst munuð þjer komast að raun um, að það er hreinn og beinn ó- þarfi, en ef þjer ætlið samt að gera það, þá verð jeg yður ofjarl. Hvað hafið þið svo sem að gera í hendurnar á mjer? Ekki sýnist mjer hann Einar t. d. vera burð- ugur liðsmaður til slíkra áhlaupaverka; og þjer, sýslumaður, sýnist mjer svona í fljótu bragði ekki vera neinn sjerlegur kappi. Guðmundur hreppstjóri hefir aldrei neinn áflogamaður verið og fer vai'la að mæða sig á því á gamalsaldri. En það væri hann Jóhannes; hann var skarp- ur hjer á árunum og við vorum stundum að tuskast, þegar við vorum strákar. Jeg hefði gaman af að reyna, hvað hann er mikill fyrir sjer, drengurinn,« — og áður en Jóhannes vissi, hvaðan á sig stóð veðr- ið, hafði Sigvaldi tekið utan um hann, opnað hurðina og undið honum út fyrir dyrastafinn; svo skelti hann í lás, sneri lyklinum í skránni og stakk honum á sig. »Og svo er hin hurðin----------« Aðrar dyr lágu inn í borðstofu sýslu- manns; gekk hurðin inn í skrifstofuna og var lykillaus. Sigvaldi tók allþungan skáp, sem var þar við þilið og dró hann fyrir hurðina. Sýslumaður stóð sem steini lostinn á meðan á þessu stóð. Honum datt ekki annað í hug en að Sigvaldi væri sturlað- ur á geði, og hann var sama marki brend- ur og allur almenningur, að honum stóð stuggur af geðveiku fólki. Hann laut að Guðmundi og sagði í hálfum hljóðum: »Við verðum að ná í lækninn og ein- hverja fleiri karlmenn«. »Hvað ætti læknirinn svo sem að gera hingað?« spurði Sigvaldi; »við erum hjer fjórir saman, og það er hæfilegt; fleiri vitni eru alveg óþörf og hjer erum við í friði fyrir öllum, jeg hefi sjeð fyrir því. — í gærkvöldi kom jeg til yðar, eins og þjer munið, og þjer færðust undan að lið- sinna mjer; þjer hafið þá afsökun, að jeg skýrði yður ekki frá öllum málavöxtum, svo að jeg erfi það ekki við yður. Nú ætla jeg að segja yður töluvert merkilega sögu, sem gerðist hjer við fjörðinn fyrir nokkrum árum, og það er ágætt að hafa þá Einar og Guðmund við hendina til þess að staðfesta frásögnina og bæta inn í, ef mig skyldi bresta minni«. Sýslumaður tvístje á miðju gólfi, hafði beig af Sigvalda og var í standandi vand- ræðum með, hvernig hann ætti að ná í mannhjálp, án þess að meira uppistand yrði. »Verið þjer nú rólegur, Sigvaldi«, sagði . hann eins vingjarnlega og hann gat; »við þurfum ekki að fara í neinn ofsa, heldur tala um þetta í bróðerni. Svo skuluð þjer fá mjer lykilinn, því að þjer hafið ekkert með hann að gera«. »Þjer haldið að jeg sje ekki með öllum mjalla«, svaraði Sigvaldi og hló; »en jeg get fullvissað yður um, að heilinn í mjer er í ákjósanlegasta lagi, og jeg skal sýna yður fram á það áður en lýkur, að jeg er ekki truflaðri á geði en þið hinir. Þjer skuluð vera alveg óhræddur, því að jeg geri yður ekkert að fyrra bragði á meðan þjer lofið mjer að fara minna ferða. Jeg gekk sómasamlega frá Einari í gærkvöldi, svo að ekki þarf þar um að kvarta, og ekki fer jeg að leggja hönd á hreppstjór- ann, enda mun hann varla gefa tilefni til þess. En jeg vjek honum Jóhannesi út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.