Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 43
NÝJAR KVÖLDV ÖKUR 37 »Já, einmitt, hún er heima í Felli núna; en svo er vinnukonan mín rjett nýfarin eitthvað út....« »Já, hún situr við kaffidrykkju hjá Láli frænda mínum«. »Jæja, svo hún er þar. — Jeg má þó bjóða þjer glas af víni«. »Þakka þjer fyrir, jeg bragða aldrei vín«. »Svo þú ert bindindismaður, — en vindil má jeg bjóða«, og hann rjetti op- inn kassann að Sigvalda. »Þakka þjer fyrir, jeg reyki aldrei vindla, en með þínu leyfi ætla jeg að fá mjer í pípu«, og Sigvaldi tók upp pípu og tóbakspung, tróð hægt í pípuna og kveikti í þegjandi. Einar gaf gaum að hverri hreyfingu hans, en vissi auðsjáan- lega ekki hvað hann átti að halda um orð Jians og athafnir. »Hvaðan ber þig að?« »Jeg kem að sunnan«. »Og ætlar langt?« »Ekki lengra en hingað«. »Þú kemur náttúrlega til að sjá æsku- stöðvarnar«. »Jeg kem gagngert til þess að hitta gamlan kunningja«; Sigvaldi horfði beint framan í Einai-, og Einari fanst augna- ráðið svo biturlegt, að hann gat ekki var- ist því að líta undan. Hann var á báðum ■áttum, hvorf hann ætti að firtast eða taka þessu í gamni, en hann rjeði af að láta sem ekkert væri og bíða átekta. »Hefir þjer liðið vel þessi ár, síðan við vorum samtíða í Nesi?« »Það rná heifa svo; heilsan hefir verið góð og jeg hefi víða verið; alt af hefi jeg 'haft í mig og á og maður má vera þakk- látur fyrir það á þessum ófriðar- og dýr- tíðar -árum«. »Hvaða atvinnu hefir þú stundað?« »Jeg er prentari«. Þeir þögðu um stund. Einari fór sýni- lega að verða órótt. »Þú spyrð ekkert um, hvernig Rann- veigu systur minni líði og honum syni ykkar«. Einari hnykti við. »Jeg hefi hjerna myndir af drengnum, ef þig kynni að langa til að sjá, hverjum hann líkist«. Sigvaldi rjetti honum tvær ljósmyndir af svo sem tíu ára gömlum dreng. »Jeg ljet taka aðra á hlið og hina beint framan frá, til þess að svipurinn leyndi sjer síður. Kannast þú ekki við þetta andlitsfall, Einar?« Einar tók ekki við myndunum, en horfði á þær í höndum Sigvalda; hann setti dreyrrauðan og brúnirnar hnykluðust og sigu. »Ef þú ert hingað kominn til þess að troða illsakir við mig«, sagði hann reiðu- lega, »þá vil jeg ráða þjer til þess að hypja þig hjeðan, áður en jeg læt þig sjálfur út fyrir stafinn«. »Við skulum nú vera rólegir og athuga hlutina«, svaraði Sigvaldi eins og ekkert hefði í skorist. »Mjer er alvara«, svaraði Einar enn þá ákafari, »að reka þig út úr mínum hús- um eins og hund, ef þú átt ekki annað er- indi hingað en að óvirða mig og mína«. »Við skulum sleppa öllu tali um hunda og útrekstur, því að jeg er ekki nema rjett byrjaður á erindinu. — Jeg mintist áðan á hana Rannveigu systur mína; nú er hún gift góðum manni, sem aldrei hef- ir blekt hana, aldrei verið ruddalegur við hana og aldrei hótað henni neinu illu, svo að henni líður vel. Jeg veit að þetta gleð- ur þig, því að þú ljest þjer svo ant um að koma henni hjeðan úr firðinum hjerna á árunum og varst svo viss um að henni mundi líða betur allstaðar annarstaðar«. Sigvaldi sagði þetta rólega og blátt á- fram, rjett eins og hann væri að tala urn daginn og veginn. Bræðin sauð í Einari, en hann hjelt sjer í skefjum, þótt bágt ætti hann með það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.