Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 45
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
39
»Jeg held að þú sjert orðinn hringlandi
vitlaus!«
»Nei, það er engin hætta á því, — og
Ttú skulum við halda okkur við efnið. Jeg
fer fyrst og fremst fram á, að þú greið-
ir fyrir uppeldi drengsins; mjer finst
ekki of mikið að setja upp 200 krónur á
ári, og þá eru það 2000 kr. fyrir öll árin,
en þá kvitta jeg þig um leið fyrir með-
gjöf framvegis og það kalla jeg vel slopp-
ið fyrir þig. — Svo komum við að hinu
atriðinu og það er margbrotnara«.
Sigvaldi tók blað upp úr vasa sínum.
»Þú veist það sjálfsagt, að vorið 1914
gerðu þeir Kristján á Hamri og Jón í
Skógaseli upp búið í Nesi, rjett áður en
þú tókst við ráðsmenskunni þar. Nú eru
þeir báðir dánir, en jeg aflaði mjer vitn-
eskju um þetta hjá Jóni, áður en hann
dó, og svo vel bar í veiði, að hann átti
nokkurnveginn nákvæmt afrit af öllum
plöggunum. Jeg hefi komist yfir þetta
afrit og eftir því voru eignir búsins í
Nesi með jörð, húsum, skepnum og bát-
um 36 þús. og 900 kr.; skuldir voru alls
18 þús. og 600 kr., svo að skuldlausar
eignir töldust að vera 18 þús. 300 kr. Þú
tókst við þessum eignum um vorið og átt
að standa skil á þeim aftur, því að enginn
lieilvita maður trúir því, að á þeim tveim-
ur árum hafir þú stjórnað búinu svo, að
eignirnar hafi rýrnað ofan í 2 þús. og 400
kr., eins og þú gafst reikninga fyrir.
Efnahagur þinn eftir það bar þess skýr-
astan vottinn, að þú hefir hreint og beint
stolið þessu fje, — náttúrlega með þeirri
lipurð og fyrirhyggju, sem nauðsynleg er
til þess að gamall og hálf-elliær sýslu-
niaður sjái ekki misfellurnar. — Ef jeg
kseti svo við þessum 2 þús. kr., sem þú
skuldar fyrir uppeldi drengsins, en dreg
frá þeer 2 þús. og 400 kr., sem þú slettir
í okkur systkinin, þegar þú flæmdir okk-
nr að heiman, þá eru eftir 17 þús. 900 kr.,
sem þú átt að greiða mjer í kvöld. Jeg
ætla mjer hvorki að fara fram á það, að
þú greiðir uppbót fyrir verðhækkun eign-
anna nje rentur af þýfinu, nje heldur
verðfall á íslenskri krónu, sem orðið hef-
ir síðan þú stalst fjenu, og þá getur þú
varla talið mig ósanngjarnan. — Farðu
svo að telja fram peningana, því að ann-
ars tek jeg þá sjálfur úr skápnum«.
Einar seildist ósjálfrátt í skáphurðina
og skelti henni í lás; hann gat varla orði
upp komið fyrir reiði, reis upp úr sætinu
skjálfandi á beinunum og sagði:
»Jeg sje að þú ert orðinn vitlaus, — jeg
kalla á piltana mína til þess að leiða þig
heim«.
»Jeg held að það verði nú ekkert af
því«, svaraði Sigvaldi og spratt upp; »við
getum tveir einir gert út um þetta. Þú
stalst undan vitnalaust og það er ekki
nema rjett að þú skilir aftur vitnalaust«,
og hann stóð teinrjettur mitt á milli harð-
ar og skrifborðs.
Þá stóðst Einar ekki mátið lengur.
»Þorir þú að banna mjer að ganga um
mín eigin hús? Jeg fer samt minna
ferða«; hann reiddi upp hnefann og
stefndi högginu á vinstri vanga Sigvalda,
en á sama augnabliki hafði Sigvaldi bor-
ið af sjer höggið með vinstri hendi og um
leið seilst með hægri hnefa upp að kjálka-
barði Einars. Það heyrðist dálítill smell-
ur, Einar riðaði við og hefði hnigið nið-
ur, ef Sigvaldi hefði ekki gripið utan um
hann í fallinu og sett hann niður í stól-
inn, þannig að höfuðið hvíldist fram á
borðið. Eftir nokkur andartök kom Einar
til sjálfs sín aftur; hann varpaði öndinni
mæðilega nokkrum sinnum og leit upp
fölur og hálfringlaður. Sigvaldi gaf hon-
um góðan tíma til að átta sig.
»Slóstu mig, Sigvaldi?«
»Jeg kom svolítið við kjálkabarðið á
þjer til þess að ítreka það betur, sem jeg
sagði við þig áðan, að jeg rjeði þjer frá
því að fara í handalögmál við mig«.