Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 19
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 13 þangað, því það eru njósnarar meðal sjálfrar lögreglunnar. Sá sem veit . »Guð sje oss næstur! Trúir þú þessu?« »Innan klukkustundar veit jeg það«. í raun og veru var Norvin efablandinn um hvort þetta væri satt, en hann hafði altaf oafvitandi búist við frjettum frá þessum leyndardómsfulla bandamanni og nú er hann hafði fengið þær, var honum ljett i skapi og vongóður. »Fari svo, að Gino Cressi reynist sami dier.gurinn og jeg sá á götuhorninu morð- kvö'dið, getum við loksins komið snörunni urn hálsinn á föður hans og föðurbróður. Þeir hafa bersýnilega sjeð, að hann mun.di meðganga ef hann næðist, annars hefðu þeir ekki falið hann svo gaumgæfi- lega«. Hann stóð á fætur og spurði um leið og hann leit á Dreux: »Viltu koma með mjer?« Bernie varð alt í einu afskaplega æst- ur. I-Iann fölnaði, drap titlinga og neri á sjer hendurnar. »Já, en — fer þú -— og aleinn?« Norvin kinkaði kolli. »Sjeu njósnarar meðal manna vorra, getur hin minsta ó- gætni spilt öllu fyrir okkur. Við megum engan tíma missa; það væri. mesta heimska að fara þangað eftir að dirnt er orðið. Ætlar þú að koma með mjer?« »Því máttu treysta«, stamaði hr. Dreux. Nokkra stund reyndi hann að ná jafn- væginu og svo spurði hann og rang- hvolfdi í sjer augunum: »Heyrðu, Nor- vin, heldur þú að við þurfum að beita valdi — heldur þú, að hætta sje á ferð- um ?« Blake var það sjálfum löngu Ijóst að svo gæti farið. »Það er ekki gott að segja«. mælti hann. »Ef til vil verðum við neyddir til að taka drenginn með valdi«. Hann fann, að hann titraði allur einsog ætíð áður en einhverja hættu bar að höndum. »Máske viltu heldur vera kyr heima. Jeg skil þig«. Litli maðurinn þaut upp. »Fjandinn hafi það. Jeg vil berjast. Skilurðu það »Nei!« »Jeg hefi aldrei lent í neinu slíku. Jeg hefi aldrei unnið nein hreýstiverk eins og þú. Mig langar til þess. Jeg leita eftir því hvert hvöld«. »Svo!« Blake horfði undrandi á hann. »Það er alveg satt! í gærkvöld móðgaði jeg mjög friðsaman mann, bara til þess að komast i illindi. Jeg hafði aldrei sjeð hann fyr og jeg er annars ekki vanur að ávarpa ókunnuga á götunni, en mjer fanst að jeg mundi verða vitlaus, ef jeg fengi ekki að lúberja einhvern. Jeg fór því til hans og sagði honum, að hálsbind- ið hans væri óttalega Ijótt og smekk- laust«. »Hvað sagði hann?« »Hann bauðst til að fara heim og setja annað upp. Jeg varð svo hissa að jeg fór að bölva og skammast«. »Bernie!« Dreux kinkaði kolli mjög ánægðui'. »Jeg hefði getað öskrað. Jeg kallaði hann skriðdýr, asna og þorsk, en hann sagði, að hann væri fjölskyldufaðir og hefði ekki í huga að láta velklæddan götustrák drepa sig. »Jeg geri ráð fyrir, að það hafi verið blóð forfeðra þinna, sem talaði«. »Sama held jeg. Við skulum fara og sækja þennan negra. Jeg er í ógurlegum styrjaldar ham og skyldi La Mafia mæta okkur, skyldi jeg taka alla hundana og kyrkja þá í greip minni. Hann dró upp garnlan skammbyssuhólk og handljek hann svo ógætilega, að Blake flýtti sjer að komast af stað. Svo lögðu þeir af stað til St. Philips- Street. Blake, sem af öllum var talinn hugrekkið sjálft, gekk hikandi og hrædd- ur, en Dreux, þessi úrkynjaði menning-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.