Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 26
20 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Nokkrir hlógu og Blake fór að gruna, að hann hefði verið gabbaður. »Hvað er það, sem þið hlægið að?« spurði hann, »þetta hefir næstum gengið að mjer dauðum«. »Húsið er í sóttkví«. »Mjer hafði aldrei dottið í hug, að þið munduð allir koma«, sagði ungfrú War- ren astúðlega. »Það var mjög drengilega gert og jeg skal aldrei gleyma því — aldrei«. »Hún segir að fegurð sín sje eyðilögð«, stundi Márigny, sem enn var ruglaður eftir kapphlaupið og ekkert heyrði, nema suðu blóðs síns fyrir eyrunum. »Það getur þú best sjálfur sjeð«, Cline studdi hann og sýndi honum andlit ungu stúlkunnar milli rósanna. »Þið eruð allir ágætir og mjer þykir vænt um ykkur alla, en reynið um fram alt að koma mjer hjeðan«. Norvin sá nú þrekvaxinn ruddalegan mann sitja á tröppunum við innganginn. Þegar Blake gekk til hans, sagði hann að- varandi: »Þjer fáið ekki að fara inn. Það er bóluveikt fólk í húsinu«. »Bóluveikt fólk?« »Farið frá dyrunum!« æpti Myra Nell, en maðurinn aðeins gaut til hennar aug- unum. »Jeg vil ógjarnan móðga stúlk- una«, sagði hann við Norvin, »en jeg má ekki sleppa henni út«. Ungfrú Warren endurtók bálvond: »Farið burtu segi eg. Þetta eru alt vin- ir mínir. Ef þjer væruð heiðursmaður, munduð þjer skilja, að nærvera yðar hjer er óvelkomin. Norvin, fáið manninn til að fara burtu«. Blake hristi höfuðið. »Þú varst nærri búin að hræða úr okkur líftóruna. Sjertu í sóttkví, get jeg ekki sjeð, að við getum gert nokkuð fyrir þig«. »Hvaða bull! Þið getið þó að minsta kosti komið inn«. »Ef þið farið inn, getið þið ekki slopp- ið út aftur«, mælti varðmaðurinn vonsku- lega. »Það eru fyrirskipanir mínar«. »Ó! Níðingurinn yðar!« hrópaði fangi hans. »Hún segir sjálf, að hún hafi fengið bóluna«, sagði maðurinn. »Það hefi jeg aldrei sagt!« Myi'a Nell neri á sjer hendurnar. Ætlið þið að standa þarna og hoi'fa á mig sálast? Neit- ið þið að frelsa mig?« »Hvar er frú La Branche?« spurði Nor- vin. »Hún sefur. Og Montegut frændi er að tefla í bóluherberginu«. »Hver er það þá, sem hefir bóluna«. »Eldabuskan! Þeir fóru með hana grenjandi á sóttvarnarhúsið, klukkustund eftir að jeg kom. Jeg verð áreiðanlega næsta offur; jeg finn það. Það á að loka okkur inni vikutíma eða lengur. Hugsið ykkur! Hjer er ekkert að gera, enginn sem hægt er að tala við, ekkert til að horfa á. Okkur vantar fjórða mann í Whist: Jeg — jeg hjelt að einhver ykkar mundi kannske bjóðast til að koma«. »Jeg vildi mjög gjarnan gera það«, hrópaði Rillean, »en jeg mundi ekki lifa fyrstu vikuna. Hjartað í mjer er bilað og auk þess — spila jeg ekki Whist«. Hr. Cline benti fjelögum sínum á tvo menn langt í burtu og fór að syngja: »Og dýrin komu tvö og tvö«. »Hr. Fíll og hr. Kengúra«. »Hjer koma marsvínið og antilópinn. Nú erum við allir komnir«. Hinir nýkbmnu voru Bernie Dreux og August Kulu, feitur kaupmaður af þýsk- um ættum, sem hafði verslun niður við fljótið. Hr. Kulu hafði bersýnilega hlaup- ið alla leið, því hann gapti af mæði og gat varla á fótunum staðið. Hann rang- hvolfdi augunum og svitinn streymdi nið- ur um hann. Ungfrú Warren hrópaði gremjulega:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.