Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 18
12 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Norvin, heldur þú að rautt blek. sje kökum skaðlegt?« »Myra Nell«, sagði hann myndugur, »þvoðir þú þjer ekki um hendurnar, áður en þú hrærðir kökudeigið?« »Auðvitað«. »Okkar á milli sagt, efast jeg um að svo hafi verið. Verður þú heima í kvöld?« »Það er undir þjer komið. Ef jeg heimta hærra lausnargjald — ef til vill blóm«. »Marechal Niel?« »Ó, þú ert — bíddu!« í annað skifti sleit ungfrú Warren sam- talinu, en nú heyrði Norvin aðdáunaróp. Hann hlustaði langan tíma, uns hann fjekk krampa í handlegginn. Svo hringdi hann að nýju. »Ó, jeg var alveg búin að gleyma þjer, Norvin«, sagði hún. »Vittoria er nýkomin, svo jeg get ekki talað meira við þig. Get- ur þú ekki komið og heilsað upp á hana. Jeg veit að hana langar til að kynnast þjer. — Nei, hún vill það annars ekki. Nú jæja, þá getum við sjálfar borðað kökuna. Vertu sæll!« »Vertu sæl, hefnari«, mælti hann hlægj- andi. Hann sneri sjer brosandi við og sá þá, að Bernie Dreux hafði hlassað sjer mak- indalega á hægindastól og horfði á hann með föðurlegu velvildarbrosi. »Hallo, Bernie? Jeg hefi alls ekki heyrt þig koma«. »Var þetta Myra Nell?« spurði litli maðurinn, »þú kallaðir hana »hefnara,«. Hvað hefir hún nú gert?« Blake sýndi honum brjefið og honum til undrunar hrópaði Bernie reiður: »Hvernig getur hún gert þetta?« »Hvað?« »Verið svo ókvenleg — beðið karlmann um gjafir. Jeg skal svei mjer láta hana biðja um fyrirgefningu«. »Jeg lem þig, ef þú gerir það. Hún get- ur aldrei verið öðruvísi en kvenleg«. »Mjer er illa við þetta...« »Bull!« »Já, en brjefið...!« Bernie stundi. Svona fer hún að við mig, ef hana langar í eitthvað. Hana er farið að gruna margt og jeg þori ekki að segja henni að jeg sje leynilögreglumaður. Hjerna um daginn Ijet hún Remuo garðyrkjumann elta mig og hann var á hælum mjer hvert sem jeg fór. Felicité heldur líka, að eitthvað sje um að vera og njósnar um mig«. »Það er hart fyrir leynilögreglumann að láta garðyrkjumann sinn og unnustu njósna um sig«, mælti Norvin í samúðar- skyni. Hann fór að lesa póstinn, en gest- ur hans hj.elt áfram að tala og hljóp stöð- ugt úr einu í annað. »Ef satt skal segja, þá er jeg dálítið reiður yfir því, að ekki var leitað til mín eftir lát lögreglustjórans«, mælti Bernie stuttu síðar. »Þú vissir hvernig lögreglu- stjórinn treysti mjer?« »Já«. »Nú, jeg er fullur af ítölskum leyndar- málum. Það sem jeg uppgötva ekki sjálf- ur, hefir Vittoria Fabrizi sagt mjer. T. d. veit jeg hvað orðið hefir af drengnum, Gino Cressi.« »Svo?« Blake leit forvitnislega upp frá brjefi, sem hann var nýbúinn að lesa. »Hann er í Mobile«. »Ertu viss um það?« »Já«. »Jeg held þjer skjátlist«. »Hversvegna?« »Lestu þetta. Jeg fæ mörg nafnlaus brjef«. Hann rjetti honum brjefið. Hr. Dreux las. »Norvin Blake! Drengurinn Gino Cressi er falinn í St. Philips-Street 93. Farðu sjálfur leynilega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.