Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 41
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 35 og hafi dóttirin tekið nokkuð að erfðum frá honum, þá er það ættardrambið, enda þykist hún fremur vera vangefin en hitt, konan. — Annars hefi jeg sagt þjer svona undan og ofan af í brjefunum síðustu árin«. Þeir frændur töluðu altaf í hálfum hljóðum, þótt ekki bæri á að neinn lifandi fflaður væri í nánd, nema Margrjet, sem við og við var að skjótast inn í stofuna með matardiska og leggja á borðið. Mat- urinn var bráðlega tilbúinn og þeir sett- ust að borðhaldi; ekki bar á öðru en að Sigvaldi hefði dágóða matarlyst, þótt af samtali frændanna mætti ráða að hann setlaði að leggja út í eitthvert stórræði þetta sama kvöld. Þeir borðuðu vel, drukku kaffi á eftir og kveiktu sjer svo í pípum. Þeir hjeldu áfram talinu í hálfum hljóðum, alvarlegir í bragði; það var eins og þeim væri stöðugt jafnmikið niðri fyr- ir og í fyrstu, og eftir því sem lengra leið, urðu þeir ákveðnari á svip og kinkuðu tíðara kolli hvor til annars. — úti var komið stafalogn, farið að þykna í lofti og dimm regnský hjengu þungbúin yfir fjöllum og daldrögum. Sigvaldi leit á Wukkuna. »Klukkan er orðin átta«, sagði hann og stóð upp; »ekki er til setunnar boðið. Nú ei' rjettast að jeg taki mjer göngu hjer UPP fyrir, jeg hefi gaman af að líta svo- lítið í kringum mig, því að ekki er víst jeg hafi tíma til þess í fyrramálið. Klukkan níu kem jeg að Efra-Vogi til syslumannsins; jeg dvel þar varla meira en hálftíma og klukkan tíu fer jeg til Einars«. Páll jánkaði þessu og Sigvaldi tók húfu sína og staf og gekk út. Páll »vert« var maður, sem allir þektu þar um slóðir. Hann var einn af þeim ^uönnum, sem orð ljek á um að alt gæti. Hann hafði byrjað á því að læra báta- smíði, svo hafði hann stundað sjó og orð- ið formaður á bát og eftir það stýrimað- ur á skútu. En svo leiddist honum sjó- menskan og fór að gefa sig meira að smíðum. Um eitt skeið bjó hann góðu búi og var þá um leið verkstjóri við vega- lagningar haust og vor. Þau hjón höfðu engin börn eignast og af því að þau þreyttust fljótt á búskapnum, fluttu þau inn í Voginn og fóru að stunda greiða- sölu, jafnframt því sem Páll gutlaði á sjó í litlum vjelbát, þegar hann nenti því og eitthvað var úr sjó að fá. Svo þegar póst- stöð var sett í Voginum, þótti svo sem sjálfsagt að Páll tæki að sjer afgreiðsluna og þegar sími var lagður þangað, var hann gerður að símastjóra í viðbót. —- Alt gat Páll. -—- Þótt hann væri orðinn fimtugur, var hann enn þá betur en manns maki og kvikur á fæti, svo að eng- inn tróð hann um tær viljandi. Sjaldan sást Páll alklæddur heima við, gekk vana- lega snöggklæddur eða þá í blárri prjóna- peisu og langoftast var hann berhöfðað- ur. Margrjet kona hans var mesta mynd- arkona. Sigvaldi var systursonur Páls. Klukkan tíu um kvöldið kom Sigvaldi aftur heim til Páls. »Þú hefir verið lengi hjá sýslumanni«. »ójá, mjer dvaldist í lengra lagi, af því að hann var svo lengi að glíma við kvöld- matinn«. »Og hvað sagði hann svo?« »Hann sagði eins og jeg bjóst við, að í þessu máli væri ekki hægt að gera neitt, því að öll gögn vantaði og svo væri málið útkljáð fyrir löngu og alt undirritað af löglegum aðiljum. Annars fanst mjer hann vera töluvert hissa á þessari mála- leitun og ekki laust við að honum dytti í hug að jeg væri ekki með öllum mjalla. 5*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.