Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 36
30
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
bakka Nílar, og' þau rúm 40 ár, sem hún hefir
verið undir enskum yfirráðum, frá 1882—1924,
hafa sett einkenni sín á hana. Borginni er skift
í tvo hluta, evropiskan og arabiskan, enda þótt
margir Arabar búi í Evrópu-hlutanum. Sá hlut-
inn er með breiðum strætum, rafmagns-spor-
vögnum, nýtísku hótelum, bönkum, baðhöllum,
raflýsingu og ýmsum evropiskum þægindum og
menn verða alls ekki varir við, að þeir séu í
Austurlöndum. En arabiski hlutinn er öðruvísi:
þröngar og hlykkjóttar götur, þar sem úir og
grúir af negrum, Núbíu-mönnum, Sýrlendingum,
Aröbum o. fl., úlfaldalestir og hljóðandi og hróp-
andi essrekar. Þar eru einnig sölutorgin og ó-
tölulegur grúi af sölubúðum, þar sem handiðna-
mennirnir sitja fyrir utan á g'ötunum. Hver
handiðn hefir sína götu. Mörg af hinum fjöl-
mörgu bænahúsum eru skoðuð sem helgidómur
hjá Múhameðstrúarmönnum. í Kairo er einnig
frægur múhameðiskur háskóli með guðfræði-
deild, og hafa stúdentar þaðan ávalt verið svarn-
ir fjandmenn Englendinga. Franskir og enskir
skólar eru þar einnig, alþjóðlegur dómstóll og
listasafn fyrir egiptska forngripi, sem hefir dá-
samlegar gersemar að geyma og er það undir
frönsku eftirliti. Sporvagnabraut liggur út að
pyramidunum og að hinni stóru sfinx við Gizeh.
Allstaðar í Kairo verða menn varir við hinar
miklu framfarir, sem ofðið hafa í Egiptalandi
síðan Suez-skurðurinn var opnaður og' fast
skipulag komst á áveitugerðina. — Kairo er
grundvölluð af hinum arabiska herforingja
Djanhar og varð svo aðsetursstaður kalífanna,
komst síðar undir Tyrki og var unnin 1798 af
Napolen Bonaparte, en var eftir uppreisn Arabi
Pasha 1882 alsett af Englendingum, sem ennþá
hafa mikinn hluta af versluninni og' iðnaðinum
í sínum höndum.
Tvær kínverskar smásögur.
2. Nirfillinn.
i fylkinu Fo-Kin bjó einu sinni maður,
sem var orðlagður fyrir nísku. Hann gaf
aldrei ölmusur og fátæklingarnir vissu,
að það var óþarfa fyrirhöfn að klappq á
dyr hjá honum. Aldrei bauð hann kunn-
ingjum sínum svo mikið sem til hins ein-
faldasta miðdegisverðar eða gaf þeim þá
allra minstu gjöf. Hans einasta skemtun
var að sitja lon og don og telja peninga
þá, er hann hafði safnað saman. — í
tuttugu ár hafði hann einlægt verið
klæddur sömu lörfunum, rifnum, skitn-
um og karbættum, og það var tæplega,
að hann tímdi að éta. Hann var svo
magur, óhreinn og illa til fara, að synir
hans sár-skömmuðust sín fyrir hann.
Einhverju sinni bar svo við, að leikara-
flokkur kom til bæjarins, þar sem hann
bjó, og fór að sýna listir sínar. Karl
hugsaði sér nú til hreyfings og vildi kom-
ast í leikhúsið án þess að þurfa að leysa
frá pyngjunni. Hann laumaðist inn, sett-
ist í eitt af bestu sætunum og'hugsaði með
sér:
— Hér getur farið gróflega vel um mig
— og sú skemtun, sem ekkert kostar, er
sú eina skemtun, sem hagsýnn maður
getur kostað til!
En til allrar óhamingju var sjónleikur-
inn um nirfil, og varð áhorfendunum oft