Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 20
14 NÝJAR KVÖLDVÖKUR arsýkti maður, gekk fullur gleði og styrj- aldarlöngunar. XIV. KAFLI. Netið þrengist. Húsið nr. 93 í St. Philip Street var kofagarmur og hafði þar gömul kona ein kolaútsölu. Blake Ijet Bernie standa vörð utan við dyrnar en gekk sjálfur beint inn í búðina og inn í herbergi á bak við, án þess að skeyta um mótmæli kerlingarinn- ar. í einu horni herbergisins var lítill, grannvaxinn, dökkeygður drengur og þekti hann að þar var kominn snáðinn, er hann hafði sjeð kvöldið sem Doneliy var myrtur. »Þú ert Gino Cressi«, sagði hann rólega. Drengurinn hristi höfuðið. »Jú, og þú verður að koma strax með mjer, Gino«. Litli snáðinn dró sig í hnút út í eitt hornið. »Þjer eruð kominn til að drepa mig «, mælti hann snöktandi. »Nei, nei, litli vinur. Hvers vegna ætti jeg að gera það?« »Jeg er Sikileyingur. Þjer hatið mig«. »Það er ósatt. Við hötum aðeins þá Sikileyinga, sem eru vondir menn, en þú ert góður drengur«. »Jeg var ekki við, þegar lögreglustjór- inn ,var myrtur«. »Nei, nei. Þú vissir einu sinni ekki að hinir mundu drepa hann. Þjer var sagt það eitt að bíða á horninu, þar til þú sæ- ir hann koma. Var ekki svo?« »Jeg veit ekkert um þetta«, tautaði Guio. En það var auðsætt að hræðsla hans dvínaði við þessa óvæntu vinsemd. Rödd Blakes gerði jafnvel skynlausar skepnur rólegar og öruggar og bros hans vann honum traust allra barna. Loksins kom Sikileyingurinn litli til hans og rjetti honum hendina. »Þeir sögðu mjer, að Ameríkumennirn- ir mundu drepa mig, Madonna mia! Jeg er ekki í La Mafia! —- Mig — mig langar svo mikið heim til pabba«. »Nú skal jeg fara með þig heim«. »Þjer ætlið ekki að meiða mig. Er það?« »Nei, þjer er alveg óhætt að trúa mjer«. En drengurinn hikaði enn og stamaði: »Jeg er hræddur, Signore. Jeg veit alls ekkert. Ef til vill er- betra að jeg bíði hjer«. »En þú kemur nú samt sem áður — fyrir mig — er það ekki? Og þegar þú sjerð, að lögregluþjónarnir gera þjer ekkert ilt, þá segir þú okkur alt sem þú veist. Er ekki svo Carmio?« Hann leiddi litla bandingjann skjálf- andi út úr kofanum, sem kerlingin hafði yfirgefið, til þess að láta vita hvað gerst hafði, lyfti honum upp í vagn, sem beið utan við dyrnar, en Dreux var mjög reið- ur ýfir að æfintýrið skyldi leiðast til lykta á svo friðsaman hátt, eftir allar vonirn- ar, sem hann hafði gert sjer. »Við — við skulum doka ögn við« stam- aði hann. »Nú fer að verða gaman«. »Flýttu þjer asninn þinn«. Blake dró hann inn í vagninn og skipaði ökumann- inum að slá í hestana. »Gamla kerlingar- nornin hefir æpt þetta út í allri götunni, svo bráðum erum við umkringdir af öllu hyskinu«. »Ágætt!« mælti Dreux; dramb hans var á móti öllu því, sem honum fanst huglaust undanhald. »Jeg skil þig alls ekki«, mælti Noi-vin, sem hjelt honum inni í vagninum, »en jeg veit, að okkur er best að vera varkárir í dag, því jeg ætla mjer ekki að láta litla vininn vorn, Gino, ganga mjer úr greip-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.