Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 47
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
41
»Svo þarftu fatla. Hefurðu ekki treí'il
eða stóran klút við hendina?«
»í. . forstofunni...« andvarpaði Einar.
Sigvaldi fann trefil á snaga, sem til var
vísað, og hengdi handlegginn í fatla. Ein-
ar jafnaði sig nokkuð og settist upp í
bekknum.
»Nú er mínu erindi lokið og okkar við-
skiftareikningur jafnaður, svo að báðir
mega vel við una, eða finst þjer það
ekki?«
Einar skaut logandi heiftaraugum til
Sigvalda.
»Þar lammði jeg þjer hvolpinn flekk-
ótta! Góða nótt.«
»Farðu — til-------helvítis!«
Sigvaldi Ijet hurðina hægt aftur á eftir
sjer.
III.
Klukkan 7 morguninn eftir var drepið
á dyr hjá Páli »vert«; hann fór sjálfur til
dyra. Þar var kominn Guðmundur hrepp-
stjóri á Sandi og Jóhannes sonur lians og
spurðu þeir eftir, hvort Sigvalda Helga-
son væri þar að hitta; kváðust þeir eiga
brýnt erindi við hann. Sigvaldi k^m að
vönnu spori fram til þeirra og hi ilsaði
þeim. kunnuglega, því að báða þekH hann
frá fyrri tíð. Guðmundur kvaðst vera með
þau skilaboð frá sýslumanni til hans og
Páls, að þeir skyldu koma tafarlaust upp
að Efra-Vogi.
»Jeg skal verða fljótur að tygja mig
til«, svaraði Sigvaldi, »en fyrst þarf jeg
að raka mig og drekka morgunkaffið; jeg
skal verða tilbúinn eftir 15 mínútur, ef
ekki stendur á kaffinu, — og þið drekkið
aáttúrlega með mjer. Aftur á móti er jeg
því algerlega mótfallinn að Páll sje að
fara upp eftir, því að hann á ekkert er-
lndi þangað, en ef sýslumaður á erindi við
hann, þá er hann ekkert ofgóður til að
koma sjálfur hingað ofan eftir«.
N. Kv. XXII. ár, 3.-6. h.
Hreppstjóri Ijet sjer þetta vel líka,
drakk kaffið með bestu lyst og svo hjeldu
þeir af stað þrír saman, en Páll stóð eftir
í dyrunum og glotti.
Það hafði rignt mikið um nóttina, en
stytt upp með morgninum og komin land-
átt með þurkgolu. Sigvaldi var hinn
skrafhreifnasti, spurði margs um heyskap
og sjávarafla, en mintist ekki einu orði á
erindið til sýslumannsins. Það var svo
sem stundarfjórðungs gangur upp að
Efra-Vogi, en þeir gengu í hægðum sín-
um og var klukkan að nálgast átta, er
þeir komu þangað; drap Sigvaldi hvat-
lega á skrifstofuhurðina og opnaði hana,
áður en komið var til dyra. Sýslumaður
gekk um gólf og var auðsjáanlega mikið
niðri fyrir, en á stól við gluggann sat
Einar Haraldsson, þungbúinn á svip og
ærið rauðeygður, með vinstri handlegg í
fatla.
»Góðan daginn, sýslumaður. Komdu
sæll, Einar, — hvernig líður þjer í hand-
leggnum?«
Einar leit ekki upp og ljet sem hann
heyrði ekki kveðjuna. Sýslumaður hrað-
aði göngunni um gólfið og neri saman
höndunum í ákafa.
»Þjer gerðuð mjer boð að finna yður«.
»Já, og því kemur Páll ekki?«
»Hvaða erindi á hann hingað? Jeg sagði
honum að það væri alveg nóg að jeg færi,
og jeg skal standa fyrir hans máli, ef það
er nokkuð«.
Blóðið hljóp framm í kinnar sýslu-
manni.
»Þjer hafið ekkert vald til þess að aftra
því að menn sjeu kallaðir fyrir rjett, —
takið þjer eftir því! Hjer er staddur mað-
ur, sem kærir yður fyrir misþyrmingar
og rán, og þjer verðið að sætta yður við
það að jeg hagi mínum aðgerðum í því
máli eins og mjer best líkar«.
»Það megið þjer fyrir mjer, en Páli
6