Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 16
10 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Einn lögregluþjónanna hljóp til dyra og náði að loka áður en menn komu. Larubio hnipraði sig í rökkrinu í rúminu. Hann gekk upp og niður af mæði. »Hvað er ykkur á höndum« mælti hann. Blake svaraði honum á ítölsku. »Þú myrtir lögreglustjórann«. »Nei. Jeg átti engan þátt í því«. »Ljúgðu ekki«. »Guð er vitni mitt! Jeg er saklaus! Jeg heyrði skot; jeg leit, út um gluggann og sá að nokkrir menn hlupu til og frá. Jeg varð hræddur og fór að hátta. Það er alt og sumt«. Norvin hvesti á hann augum. »Þú verður hengdur fyrir þetta Laru- bio«, mælti hann, Larubio leit á hann án þess að láta sjer bregða. »Þú skaust eins og hinir, því jeg sá þig. En þú gerðir það nauðugur. Ekki rjett?« Larubio leit þrjóskulega á hann. »Þjer var skipað að myrða og þú þorð- ir ekki að óhlýðnast skipuninni. Hver er Belisario Cardi«? Gamli maðurinn hrökk við. f augum hans brá fyrir hræðsluleiftri, en það hvai’f undireins. »Jeg veit ekki hvað þið talið um«, svaraði hann. »Svo! Maðurinn í gummíkápunni er bú- inn að meðganga«. Larubio .leit örvæntingaraugum í kring um sig, en hann hristi höfuðið og tautaði: »Guð mun vernda hiria saklausu. Jeg veit ekkert yðar hágöfgi«. Þrátt fyrir mótmæli hans drógu þeir hann út úr búðarholunni. En Norvin hafði sjeð nógu mikið. Augnatillit skó- smiðsins fult af ótta og efa hafði fært honum heim sanninn um að nafnið Belis- ario Cardi væri raunvei-ulegt og óttalegt í augum manna. Þegar þeir komu á lögreglustöðina, sagði O’Neil honum, að þeir hefðu einnig handtekið mág Larubios, Gaspardo Cressi. »Hafið þið fundið drenginn?« »Nei, hann er horfinn«. »Flýtið ykkur þá að finna hann, áður en þeii' geta skotið honum undan. Menn- irnir segja ekkert, en við getum ef til vill veitt eitthvað upp úr drengnum. Hann er snöggasti bletturinn á þeim, svo þjer verðið að finna hann«. Morgunblöðin voru komin út, þegar Norvin gekk heim. New Orleans logaði af reiði yfir skönun þeirri, er nafn borgar- inriar hafði orðið fyrir. Menn hópuðu sig á götuhornum og konur töluðu saman milli húsa. Æsing og eftirvænting lágu í loftinu. Það var eins og óvinurinn væri kominn að borgarhliðunum. Andúðin gegn útlendingunum, sem smátt og smátt hafði vaxið, braust nú út í glóandi, tak- markalausu hatri. Þessi almenna reiði minti Norvin eft- irminnilega á morðið á Savigno. Sá var þó munurinn, að þá hafði hann haldið, að hin opinbera reiði almennings væri ómót- stæðilegt afl, þegar hún væri vakin, en nú var sú trú lítil, þar eð hann hafði séð hve lítils hún mátti sín. Lögreglan í New Orleans mundi sennilega geta gert lítið meira en ítölsku hermennirnir. Enda þótt búið væri að handtaka yfir 100 manna, var vafasamt, hvort nokkur þeirra reynd- ist sekur nema Larubio og Cressi. Hann hugsaði málið seint og snemma, talaði við O’Neil og yfirheyrði vini sína. Einn daginn var hann kosinn formaður í velferðarnefnd, er í voru 50 menn af á- litsmestu kaupsýslumönnum bæjarins. Dagblöðin birtu áskoranir til ítalanna um að hjálpa yfirvöldunum og mikluni verðlaunum var heitið. Árangurinn varð sá einn, að skrifuð var stærðar syrpa af brjefum, sem flest voru rituð undir dul- nefni, full af upplýsingum og ótrúlegum ásökunum og kærum. En óðar og farið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.