Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 24
18
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Blake rak upp undrunaróp. Þetta voru
alt merkir menn. »Larubio og fjelagar
hans voru einungis verkfæri þessai-a
manna. Þeir borðuðu miðdegisverð hjá
Fahrbacker hinn 15. október og fóru það-
an í leikhúsið, þar sem þeir ljetu mjög á
sjer bera. Þaðan fóru þeir niður í bæ og
Ijetu handtaka sig þar — viljandi — á
sama tíma og morðið var framið til þess
áð geta sannað fjarveru sína. Samt sem
áður voru það þessir menn sem lögðu á
ráðin með morðið og þeir eru jafn sekir
níðingum þeim, er framkvæmdu verkið.
Þegar þjer hafið handtekið þessa menn,
hafið þjer náð öllum, sem sekir eru í
morðmáli þessu, nema einum manni, Um
hann get eg ekkert sagt yður. Jeg er
hræddur um að jeg geti aldrei fundið
hann því enginn þorir að ákæra hann«.
Þetta voru fréttir, sem höfðu hina
mestu þýðingu. Ákæra á hendur di Mar-
co, Garcia, Bolla og Cardoni mundi vekja
hina mestu æsingu í borginni. O’Neil var
lostinn skelfi'ngu yfir kærunni. Borgar-
stjórinn var vantrúaður, velferðarnefnd-
in hikandi og úrræðalaus. En Blake á-
byrgðist persónulega sannleiksgildi bréfs-
ins og benti á, að brjefritarinn hefði sfetíð
í fyrri skrifum sínum gefið rjettar upp-
lýsingar; fjekk hann hina á sitt mál og
ítalirnir fjórir voru handteknir.
ítölsku blöðin í bænum urðu óð og upp-
væg. Fangarnir bálvondir og' Norvin fann
að hann var að missa traust það er hann
hafði notið. Samt sem áður vann hann
með óþreytandi elju, og hinn leyndar-
dómsfulli bandamaður hans tók að vefa
nýtt net af sönnunum utan um þessa nýju
bandingja; gerði hann ekkert annað en
framkvæma skipanir er honum voru
skrifaðar.
Þá skeði loks það, sem hann hafði
lengi óttast — aðvörunarbrjef eins og
þau, er tilkynt höfðu Donelly dauða hans
og nú fór hann að liggja andvaka nótt eft-
ir nótt. Dagarnir liðu í eilífum ótta og í
stöðugum bardaga við að halda hræðsl-
unni í skefjum. Hann fór að sitja þannig,
að hann sneri til dyra, hann gekk fyrir
götuhorn í stórum boga og forðaðist hlið-
argötur. Hann óttaðist eigi framar að
hann rjeði eigi við hræðslu sína, en hann
kveið fyrir því að hann fjelli saman fyrir
taugaveiklun og yrði ef til vill brjálaður.
Líf vort er oft háð jafnvel lítilf jörleg-
ustu smámunum. Augnablikskenjar, dutl-
ungar, eða svikin loforð geta leitt fætur
vora inn á leiðir, sem okkur hefði aldrei
dreymt um.
Þannig vildi það til, að Myra Nell War-
ren ljet undan augnabliks dutlung að fara
í heimsókn kl. 10 f. h. Ungfrú Warren
skeytti ekkert um almennar venjur þegar
því var að skifta og þess vegna fór hún
þegar af stað í heimsókn til gamallrar
franskrar konu, er bjó í franska hluta
borgai'innar, án þess að skeyta um tím-
ann.
Frú La Branche var skyld Bernie langt
frammi í ættum, svo langt, að engum datt
í hug að rekja þá frændsemi, nema henni
sjálfri, en hún hafði í þjónustu sinni elda-
busku, sem var fræg fyrir matreiðslu.
Nú hafði Myra Nell óþrjótancþ matar-
lyst, og þegar henni alt f einu fanst, að
lífshamingja hennar væri undir því kom-
in, að hún þennan morgun fengi sjerstak-
an mat, er eldabuska frú La Branche var
sjerfræðingur í að búa til, þá var hún
ekki lengi að velta málinu fyrir sjer. Hún
setti upp hárið, setti upp fallegan hatt og
hoppaði af stað til Esplanade strætis.
Um nónbil sama daginn kom svartur
drenghnokki með brjef til Norvin Blake.
Hafði hann átt örðugt með að komast inn
á innri skrifstofuna, en þó tekist.
Norvin þekti skriftina og reif upp
brjefið í skyndi og var tilbúinn að hlægja
að einhverju nýju strákapari er Myra