Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 57

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 57
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 51 »Maður guðs og lifandi«, svaraði Páll með mesta sakleysissvip, »þegar vopnað- ur ójafnaðarmaður veitist að öðrum eins nieinleysingja og mjer, þá er ekki von að jeg standi mig betur en sjálfur sýslumað- urinn og hreppstjórinn, — o. sei, sei, nei!« Sýslumaður tottaði vindilinn. »Hvert fóruð þjer með Sigvalda?« »Haldið þjer að honum Sigvalda hafi láðst það að kúga mig til að vinna sálu- hjálpareið upp á það að halda mjer sam- an? En yður að segja, þá er mörg víkin hjer við flóann og margt skipið á sveimi hjer fyrir utan«. Sýslumaður tottaði vindilinn enn á- kafar og þrammaði þegjandi upp bryggj- una. Mánuði síðar fjekk Páll »vert« svo- hljóðandi brjef: Reykjavík 1. okt. 1926. Kæri frændi! Fyrst og fremst þakka jeg fyrir síðast °S jeg þakka þjer líka fyrir alt, sem þú hefir gert fyrir mig frá því fyrsta, mest þó fyrir hjálpina síðustu, því að án henn- ar er jeg viss um, að jeg væri ekki hing- að kominn heilu og höldnu með góð málalok. Þú ert altaf að ásaka sjálfan þig fyrir að hafa ekki skorist í leikinn, þegar Nesbúið var selt og okkur Rannveigu þvælt þaðan, en hvernig áttir þú að geta þ&ð þá, þegar þú varst á skútu fyrir sunnan land og vissir ekkert um það fyr en alt var um garð gengið? Hafir þú van- uækt nokkuð þá, þá hefir þú gert meira en skyldu þína nú. Svo að jeg segi þjer eitthvað í frjettum af ferðalagi mínu hingað suður, þá hefir það gengið alveg eftir áætlun. Hestarnir voru í girðingunni, þegar jeg kom þang- að, jeg steig á bak og reið upp á heiðar. Til Akureyrar kom jeg á tilteknum degi og dvaldi þar í viku; og þegar ekkert skeyti barst frá þjer innan þessa tiltekna dags, þá hjelt jeg enn af stað vestur eft- ir. Jeg gisti hvergi á leiðinni suður nema á Akureyri og leið mætavel í svefnpokan- um, þegar jeg tók mjer næturhvíld. Hest- ana skildi jeg eftir hjá gömlum kunn- ingja í Grímsnesinu og fór svo í bíl það- an til Reykjavíkur í gær. Rannveigu syst- ur líður vel og er ánægð með aðgerðir mínar, en við erum á eitt sátt um það. að þessir peningar, sem jeg sótti í skápinn hans Einars, skuli ekki vera lengi í okk- ar vörslum, heldur ætlum við að koma þeim fyrir, þar sem gagn getur orðið að þeim, og engan skal renna grun í, hvaðan þeir eru komnir. Þú munt spyrja, hvernig mjer líði eftir þessar aðfarir. Satt að segja líður mjer vel; eiðurinn lá á mjer eins og farg og síðan honum Ijetti af mjer, finst mjer jeg ekki hafa verið með sjálfum mjer öll þessi ár síðan nóttina góðu í Hólma- kirkjugarði. — Jeg get að gamni mínu sagt þjer eitt dæmi af veru minni í ósló, stuttu eftir að jeg gekk þar í hnefaleika- klúbbinn. Jeg átti eitt kvöld leik við einn af duglegustu íþróttamönnum klúbbsins, Arnvid Bustad; jeg sótti á af kappi, en honum var auðvitað auðvelt að verja sig. Á eftir kallaði hann á mig út í horn og sagði alvarlega: »Þú ætlar þjer að drepa einhvern mann!« Jeg sagði honum satt til um ástæður mínar og áform og þeim manni á jeg það að þakka, að jeg fram- kvæmdi hefnd mína með fullri stillingu og hættulaust mjer og öðrum. Hann kendi mjer flest þau brögð, sem jeg kann og hann kendi mjer sjerstaklega að ná valdi á taugakerfi mínu, svo að mjer fataðist síður vegna geðofsa, og hann tók það lof- orð af mjer að nota aldrei kunnáttu mína nema jeg væri neyddur til. Þjer og hon- 7*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.