Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 32
26 NÝJAR KVÖLDVÖKUR flestum þann veg farið, að þeir kjósi frekar fágran og vandaðan frágang bóka en ljótan og lélegan. 10. Gwnncvr M. Magnúss: »Fiðrildi«. Áður en eg ias þessa bók, hafði eg að- eins séð eina sögu eftir Gunnar M. Magn- úss. Heitir hún »Sníkjur« og birtist í Ið- unni. Sú saga þótti mér veigalítil, og veigalitlar eru þær allar, sögurnar í þess- ari bók. Víða grípur höfundur á sæmi- legum söguefnum, en tök hans eru sann- arleg vetlingatök. Honum tekst hvergi að sýna lesendunum nokkurn kjarna í mönn- um þeim, er hann lýsir — og hvergi eru af list raktir eftirtektarverðir örlagaþætr- ir. En málið er gott og stíllinn sléttur. Nokkrar meinlokur mætti benda á, en eigi er rúm til að tína þær til hér. Verður ekki spáð neinu góðu um framtíð höfundarins eftir lestur þessarar bókar, því að í hana vantar einmitt það, sem mestu varðar, en það eru skáldleg tilþrif í mannlýsing- um og efnismeðferð. Framh. Höfuðborgir. 16. Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn, höfuðborg' Danmerkur, er merkilegri en aðrar höfuðborgir heimsins að því leyti sem hún í hlutfalli við stærð landsins og íbúafjölda er öðrum borgum langtum stærri. Eftir manntali 1921 voru í Kaupmannahöfn einni saman 561,344 íbúar, en éf Frederiksbergs- og Gentofte-bæjarfélög eru talin með, verður talan 700,610. Er þetta meira en einn fimti hluti af öllum íbúum landsins, og finnast hvergi slík hlutföll nema í Reykjavík. Aukningin hefir vei-ið hraðfara: 1801 voru rúmlega 100,000 íbúar, 1860 rúml. 155,000, en 1895 næstum 334,000. í Kaupmannahöfn eru nær því 1000 götur, stræti og vegir og yfir 20,000 hús. Á síðasta mannsaldri hafa stór svæði verið sameinuð borg- inni og bygð, og stöðugir flutningar hafa verið frá einum borgarhlutanum til annars, en hús- næðisvandræðin, sem verið hafa nú hin síðustu árin, hafa að miklu leyti tekið fyrir slíka flutn- inga. Fyrir utan það, að Kaupmannahöfn er höfuð- staður landsins og aðsetursstaður konungs og ríkisstjórnar, er hún á öllum öðrum sviðum einnig mesta borg ríkisins. Þar er háskólinn — sá eini í landinu* — listaskólinn, flestar hinar æðstu mentastofnanii' landsins og öll mestu söfn, fiesta setulið, sem er í einum bæ, eina flotastöð- in, sem til er, og' stærsta höfn, enda er þar mið- stöð allrar verzlunai' og' iðhaðar. Það hefir vei'ið sagt um Kaupmannahöfn, að hún sje eins og af- ar stórt höfuð á mjög litlum búk — líkingin er að vísu ekki fögur, en sönn. Enda þótt Kaupmannahöfn sje mjög gömul borg', er ekki hægt að sjá það á útliti hennar. Frá miðöldunum eru þar mjög litlar menjar sýnilegar. Aðeins hin gamla kapella við Heil- agsanda-kirkjuna hefir verið vernduð sem sýn- ishorn af steinhúsum miðaldanna. Hinir miklu eldsvoðar, sem geysuðu í borginni árir, 1728 og 1795, og' stórskotahríð Eng'lendinga á borgina árið 1807 hafa gersamlega eyðilagt hina gömlu * Sl. haust var háskóli settur á stofn í Árósi (Aarhus), sem eivönnur stærst borg í Danm. og höfuðstaðiu' Jótlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.