Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Qupperneq 35
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
29
hafnarbæir eru notaðir Fiumicino og Chivita-
vecchia.
Sagt er að Rómaborg hafi fyrst verið reist
ca. 800 árum f. Kr. Ekki er það þó sannað.
Sögnin um Rómúlus er aðeins þjóðsaga. Trúleg-
■ast er, að hin fyrsta Rómaborg, »Roma quadra-
ta«, hafi verið á Kapitolium-hæðinni. Þegar veg-
ur Rómaborgar var sem mestur, ca. 100 árum
eftir Krist, hefir hún áreiðanlega haft 2 milj.
íbúa. Er vestur-rómverska ríkið leið undir lok
476, hafði borgin mist mikið af ljóma sínum.
Undir yfirráðum páfanna, sem hjeldust til 1870,
komu ýms gullaldartímabil, einkum þó á endur-
reisnartímabilinu. 1 september 1870 tóku kon-
unglegar hersveitir yfirráðin í Rómaborg og þar
með var ítalía sameinuð í eitt ríki. Páfinn dró
sig í hlje og settist að í Vatikaníinu, sem síðan
þá, ásamt Pjeturskirkjunni, skrautgörðunum og
næsta umhverfi, skoðast sem hans sjerstaka
borg.
20. Bryssel.
Sá hluti þjóðarinnar, sem talar frönsku, kall-
ar hana Bruxelles, en þeir, sem tala flæmsku,
Brussel. Hún er höfuðborg Belgíu og hafði við
síðasta manntal með hinum 13 útborgum ca.
664.000 íbúa. Borginni ei' skift í tvent: hærri og
lsegri hluta. í þeim fyrnefnda er konungshöllin,
hin skrautlega dómshöll og talsvert af skraut-
byggingum. Ekki að ástæðulausu hafa menn
kallað Bryssel »Litlu París«. Bryssel er ein með
fegurstu borgum í Evrópu. 1 lægri hlutanum eru
margar mjög fagi-ar gamlar byggingar, sjer-
staklega ráðhúsið og hinir gömlu gildaskálar,
sem standa kringum það. Til minja um frelsis-
stríðið við Siiánverja og Hollendinga eru reist
mörg minnismerki og nú einnig' nokkur til minja
um heimsstyrjöldina, þegar borgin var rúm fjög-
ur ár alsett Þjóðverjum og átti við miklar hörm-
ungar að stríða. Einn borgarstjóri, 5 ráðmenn
og 29 bæj arfulltrúar stjórna málefnum borgar-
innar. íbúarnir tala sumpart frönsku og sum-
part flæmsku, hvorttvegja málin eru jafn rjett-
há og öll götunöfn og opinberar tilkynningar eru
á báðum málunum. Við Villebrock-síkið er Brys-
sel í sambandi við ána Schelden. í Bryssel er há-
skóli og mörg listasöfn. Verslun og iðnaður er
þar mikill (kniplingar, ábreiður, húsgögn), og
talsvert hefir það að segja, að margir, sem lifa
á eftirlaunum, setjast að í Bryssel, því að ávalt
hefir vei'ið ódýrt að búa þar. — Hægt er að
rekja sögu Bryssel aftur á 7. öld. — Eftir stjórn-
arbyltinguna 1830, er Belgía og Holland skildu,
varð Bryssel höfuðborg í hinu nýja konungsríki.
21. Dresden.
Hún er höfuðborg í lýðveldinu, áður konungs-
ríkinu Sachsen. Borgin hefir ca. 600.000 íbúa.
Stendur hún báðum megin við Sax-elfu (Elben)
og er umhverfið sjerlega fagurt með vínbrekk-
um, sjónarhæðum og skemtistöðum. Frægur er
Briihls-hjallinn fyrir hið ágæta útsýni sitt yfir
fljótið. 1 Dresden eru margar hallir mjög fagi'-
ar og skrautlegar og eitt málverkasafn: »Dres-
den-málverkasafnið«, sem er eitthvert hið dýi -
mætasta í heimi. Nokkuð er um iðnað og verslun
í Dresden og hefir hið síðartalda sjerstaklega
mikla þýðingu. — Borginni er stjórnað af yfir-
borgarstjóra, tveim borgarstjórum, 38 ráðmönn-
um og 78 borgarfulltrúum. Stjórn lýðveldisins
og' helstu embættismenn búa í borginni. Meðal
minnismerkja borgarinnar er sjerstaklega ridd-
ara-likneski af Ágúst konungi hinum sterka,
mótstöðumanni Karls XII. •—- Borgin hefir mjög
verið bygð að nýju síðasta mannsaldur. — Nafn-
ið Dresden er dregið af gamla slafneska orðinu
Drezza, esm þýðir mýrarskógur, því að snemma
á miðöldum bjó þar fólk af serbneskum kyn-
fiokki.
22. Kairo.
Höfuðborgin í hinu nýja Egiptalandi heitir
Kairo og er stærsta borgin í Afríku, því að hún
hafði eftir manntali 1922 yfir 600.000 íbúa. Inn-
fæddir kalla hana Masr, en sjálft nafnið Kairo
er komið af arabiska orðinu Kabirah, sem þýð-
ir »Sigurvegarinn«. Borgin stendur á eystrL