Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Side 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Side 18
4 HUGLEIÐINGAR ÓLAFS Á HAMRABORGUM N. Kv. hverfið á tilfinningar og persónuleik með öllum áhrifum sínum og breytileik. Nú víkur sögunni að sérstöku atviki, of- urlitlu ævintýri, sem breytti nokkuð við- horf.i mínu til flestra hluta, lýsti fortíð og framtíð dálítið og færði mig að ýmsu leyti nær ráðningu þeirrar gátu, sem ég þá í nokkur undanfarin ár hafði verið að glíma við, að nokkru leyti vitandi vits, en þó ef til vill meir óafvitandi. Hvað var þetta í raun og sannleika, sem menn kölluðu list, hvað var raungildi ljóðsins? Var ekki ein- hver verulegur, sjálfstæður hulduheimur til? Einhver þýður, ljúfur, bjartur veru- leiki, dularfullur andlegur heimur, sem listamaðurinn, skáldið, hafði kannað að einhverju leyti, en aldrei sagt frá nema í hálfkveðinni vísu. Laugardagskvöldið fyrir páska veturinu 1917 komst ég í snertingu við dularfulla tilveru, lífgjöful öfl, sem ei höfðu verið mér raunveruleiki áður. Laugardagurinn fyrir páska 1917 hefur verið mér minnisstæður. Kona frá Brennási á Fljótsheiði í Bárðdæla- hreppi, heimilisvinur okkar, var stödd á heimili mínu, Arndísarstöðum í Bárðardal, þennan dag. Hún vildi ná heim til sín fyrir kvöldið, og féll það í minn hlut að fylgja henni að Brennási. Vegalengdin milli þess- ara bæja er urn 10 km. Við lögðum af stað kl. 5 eftir hádegi. Konunni var léður hest- ur, en ég gekk. Veður var stillt og bjart. Snjólög voru nokkur. Hlákubloti var nýaf- staðinn. Fönnin hafði sigið og þétzt. Nokk- uð var autt um sveitir, en lítt á heiðinni. Færi var sæmilegt. Segir nú ekki af ferðum okkar, fyrr en við komum að vallargarðin- um í Brennási. Var þá farið að hvessa og snjókoma nokkur. Þar sem við sáum Brenn- ásbæinn greinilega frá garðinum, veðurút- litið orðið ískyggilegt og ég vildi snúa fljótt heimleiðis, kvöddumst við þar við garðinn. Konan gekk Jieim að bænum, en ég sneri við, sté á bak hestinum og hélt leiðar minnar gegn veðrinu. Áður en varði, rauk bylurinxj á. Sótsvart kafald með frosthörku. Hélt ég nú ferðinni áfram. Hafði veðrið að mestu í fangið, en þó lítið eitt á vinstri hönd. Réttar áttir hafði ég lengi vel og vissi nokkurn- veginn alltaf, hvar ég var staddur,þar til um það bil % hlutar leiðarinnar voru að baki mér. En þá vandaðist málið. Svro hagar til á þessum slóðum, sem ég þá var staddur á, að djúpt og mikið gil klýfur heiðina vestan- megin frá dalnum, þar sem Arndísarstaðir standa, og endar uppi á heiðinni, þar sem mýrarflákar og ásahryggir taka við. Við þennan gilsbotn, þar sem flatneskja heið- arinnar byrjar, er veðurstaðan aldrei áttviss í norðan- eða norðvestan byljum. Þetta vissi ég ekki þá, en kynntist því seinna. Á þess- um slóðum fannst mér veðurstaðan breyt- ast snögglega, og missti ég þar með áttirn- ar. Dagur var þá að kveldi kominn, veður- hæðin geysileg, fannkoman mikil, svo að varia sást handaskil. Eigi þótti mér hlutur minn góður. Eg var að vísu ýmsu vanur, en aldrei hafði ég verið svo grátt leikinn af ögrandi norðlenzkri stórhríð. Datt mér þá í hug að treysta á hestinn, sem var roskinn og reyndur — freista þess að láta hann ráða ferðinni um stund. Eg hafði búið mig ó- hyggilega að heiman og var að verða kalt. Sté ég þó á bak hestinum og lagði tauminn fram á makkann og bað Blesa að ráða ferð- inni. En eigi hafði Blesi lengi ráðið ferð- inni, er mér fannst veðurstaðan enn breyt- ast. Héldum við, áður en lagt um leið, ískyggilega mikið undan veðrinu. Þá fór mig að gruna, að veðurharkan hefði sigrað eðlisávísun og dugnað hestsins. Var þá jafntefli með okkur. Skuggalegar hugsanir sóttu nú að mér, og vísubrot Einars varð helzt til áleitið: „Það er fátt, sem dansar

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.