Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Síða 28
14
ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON, RITHOFUNDUR
N. Kv.
að flest var honum vel gefið, það er honum
mátti sjálfrátt vera. Fjórða barn þeirra Ytri-
Másstaðahjóna var Þorsteinn „smiður“.
Hann lauk ungur smíðanámi hjá Ólafi
Briem á Grund í Eyjafirði. Kvæntist Jór-
unni Bjarnadóttur Thorarensen, systur séra
Jóns Bjarnasonar Thorarensen prests á
Tjörn í Svarfaðardal. Þau Þorsteinn og Jór-
unn bjuggu lengst á Ufsum á Ufsaströnd,
eða frá 1854—1870. Því er það, að Þor-
steinn „smiður“ hefur stundum verið nefnd-
ur „Þorsteinn frá Ufsum“. Meðal barna
þeirra var Freyja kona Antons bónda á
Hamri Árnasonar læknis og bónda s. st.
Árnasonar. Var Freyja á blómaskeiði æv-
innar og langt á aldur fram ein með glæsi-
legustu konum í Svarfaðardal. Orð fór af
því, að heldur félli stirt með þeim Þor-
steini „smið“ og Jórunni og ekki yrðu þau
samþykk að hverju ráði. Er mér með öllu
ókunnugt um, hvað valdið hefur, og er það
hald mitt, að skilin væru þau að samvistum,
þegar Þorsteinn átti Þorstein Þ. Þorsteins-
son við Aldísi Eiríksdóttur.
Þorsteinn „smiður“ vann oft og löngum
að trésmíðum í Svarfaðardal og víðar og
þótti vandvirkur og vel að sér í þeirri iðn-
grein. Mun hafa snemma verið kenndur við
iðn sína og ætíð verið nefndur Þorsteinn
„smiður“ eða Þorsteinn frá Ufsum.
Þá var og Þorsteinn bókgefinn greindar-
maður, og talsverðan alþýðlegan fróðleik
eftir hann mun að finna í Landsbókasafn-
inu í Reykjavík og ef til vill víðar.
Að öllu samanlögðu mun Þorsteinn hafa
verið hæfileika og atgervismaður meira en
í meðallagi og bæði til munns og handa.
Hann hvarf aldraður héðan af landi á brott
vestur um haf til Ameríku og dvaldi þar til
æviloka.
Eg hefi hér að framan gert nokkra grein
fyrir foreldrum Þorsteins Þ. Þorsteinsson-
ar. Nefnt nokkra ættmenn hans og frændur,
dvalarstaði og ævistörf. Vikið á stölcu stað
að skapgerð þeirra og hneigðum, og ef at-
hygli er beitt aðeins lítilsháttar, keinur í
Ijós, að með þeim býr mörgum rannsóknar-
eðli og listakennd. Flestir þeirra eru bænd-
ur og húsfreyjur í einhverri sveit og mjög
svo háðir öðrum verkefnum en þeim, er
gjarnast lyfta mannsandanum á bak róman-
lískri gandreið, er flughröð svífur ofai'
jarðlægri tilveru álþýðumannsins. Þó hafa
sumir þeirra megnað að yrkja vel kveðnar
vísur og Ijóð, er enn geymast í bókum og á
vörum manna. Aðrir skrifa sagnir og um
viðburði frá liðnum árum og öldurn. Og
enn aðrir telgja viðu og reisa hús, smíða úr
járni og kopar þarflega og snoturlega muni.
Nokkrir þeirra frænda hverfa vestur um haf
í leit að þekkingu og fjármunum um víð-
erni Vínlands hins góða, en þeir gleymdu
ekki æskudalnum og árstíð nóttleysunnar í
norðrinu. Og þegar um hægðist og baráttu-
kjarkurinn hafði fært þá til sigurs, minnt^
ust þeir hinna fornu kynna, heimsóttu land-
ið sitt, ættingja og vini. Fjáðari en íyrrum
og með þroskaðri menningarvilja komu
þeir færandi hendi heim í sína ættarsveit.
Lögðu grundvöllinn meðal annars að nýrri
öld, nýjum skjólsælum gróðri, þar sem
menningin mundi síðar glæðast og leita sér
staðar í „lundum nýrra skóga“.
Forfeður og frændur Þorsteins Þ. Þor-
steinssonar hafa í ættir aftur og til beggja
lianda sýnt, að þeir voru og eru drenglund-
aðir menn og ræktarsamir og heiman og
heirna góðir íslendingar.
FÓSTURSONURINN.
Þá var Þorsteinn Þ. Þorsteinsson á öðru
aldursári, er faðii hans, Þorsteinn „smið-
ur“, kom hinum unga syni sínum í fóstur til
hjónanna á Syðra-Hvarfi, Jóns Kristjáns-