Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Qupperneq 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Qupperneq 43
N.Kv. ÆGIR OG BREZKI TOGARINN YORK CITY 29 vestur af Blakksnesi og séð þá varðskipið um 2 sjómílur norð-vestur af Blakksnesi. Virtist honum þá varðskipið gefa ljósmerki, sem beint væri til sín. Lagði hann þá fyrir loftskeytamanninn að kalla upp varðskip- ið og biðja um samtal við skipherrann eða 1. stýrimann, en fékk það svar, að hvorki skipherrann eða stýrimaður væru viðlátnir. Eftir þetta sigldi togarinn í norð-austur og setli út dufl, en kl. 8 um morguninn hafið hann sett út annað dufl, ekki alllangt þar frá, en sunnar. Hann togaði nú í kring- um síðasta duflið fram að hádegi. Síðan sigldi hann að syðra duflinu og var staddur þar, er varðskipið kom að honum. Von bráðar kom léttbátur frá varðskipinu með þau skilaboð, að varðskipsforinginn æskti þess, að skipstjórinn kæmi á sinn fund yfir í varðskipið. Skipstjórinn kvaðst þá hafa innt fyrirliða bátsins eftir, hvaða erindi skipherrann ætti við sig, en það kvaðst hann ekki vita. Hann ákvað þó að fara yfir í varðskipið og tók loftskeytamanninn með sér. Þegar yfir í varðskipið kom, var hon- um fylgt á fund skipherrans í horðsal varð- skipsins. Spurði skipherrann hann þá, hvað hann heíði viljað sér um morguninn, en hann gaf það svar, að sér hefði virzt varð- skipið vera að gefa sér ljósmerki. Er hon- um var ljóst, að skipherrann vildi aðeins grennslast eftir, hvaða erindi hann hefði átt við sig um morguninn, óskaði hann eftir að verða sem fyrst fluttur aftur í skip sitt. Er skipstjórinn hafði verið fluttur aftur yfir í togarann, sigldi varðskipið upp að landi og virtist láta reka þar. Hvarf það aldrei sjón- um skipstjórans þá um daginn. Jafnsnemma og varðskipið sigldi til lands, kvaðst skipstjórinn hafa kastað stjórnborðsvörpunni og byrjað að toga, fyrst í norðvestlæga stefnu, en beygt síðan upp að dufli því, er hann lét síðar út, og togað þaðan í suðlæga stefnu. Gerði hann þá staðarákvörðun með ratsjártæki togar- ans og komst að þeirri niðurstöðu, að hann yæri 4 4/5 sjómílu frá Blakksnesi. Hann sá þá varðskipið og gizkaði á, að það væri 2 sjómílur landmegin við togarann. Frá þessum stað kvaðst hann svo hafa ætlað að toga til duflsins, er hann setti út fyrst um morguninn, en á leiðinni þangað stöðvaði varðskipið hann. Áður en skipstjórinn stöðvaði togarann, kvaðst hann hafa heyrt skotið þrem skotum frá varðskipinu, en ekki gert sér grein fyrir, að þau vörðuðu sig eða togarann, fyrr en hann sá kúlu falla í sjóinn mjög nálægt bóg togarans.Þá kvaðst hann liafa stöðvað vélina og snúið stýrinu hratt í stjórnborða. Því næst fór hann að talstöðinni og kallaði yfir íil varðskipsins og bað um, að hætt yrði að skjóta, svo að enginn særðist og ekki hlytist tjón á skip- inu. Eftir að þetta gerðist, heldur skipstjór- inn fram, að skötið hafi verið fjórum skot- um frá varðskipinu. Þaðan var nú skotið út léttbát, er köm'yfir að togaranum. Fyrir- liði hátsins spurði skipstjórann strax, hvar hinn særði maður væri, en er í Ijós kom, að enginn var særður, skipaði fyrirliðinn honum að draga inn vörpuna. Skipstjórinn kveðst ekki hafa sinnt þessari skipun, en haldið af stað í átt til loftskeytaklefans. Fyrirliðinn hefði þá stöðvað sig og dregið upp skammbyssu, sem hann beindi að sér, jafnframt því, sem hann endurtók skipun sína um að draga upp vörpuna. Því neitaði skipstjórinn á þeim forsendum, að engar mælingar hefðu farið fram, sem sýndu, að togarinn væri innan landhelgi. Hann kvaðst nú hafa dregið upp alþjóðamerki, er þýddu, að hann vildi fá að nota loftskeytatækin, og var honum þá veitt það. Síðan náði hann sambandi við brezka eftirlitsskipið og var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.