Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Side 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Side 44
30 ÆGIR OG BREZKI TOGARINN YORK CITY N. Kv. ráðlagt að bíða aðgerðalaus, þar til skipið kæmi á vettvang. Víkur nú sögunni um borð í brezka eftir- litsskipið Mariner, er statt var út af Önund- arfirði, og fer hér á etfir ágrip af skýrslu skipherrans. Laust eftir kl. 15 þann 16. júlí var hon- um tilkynnt, að skipstjórinn á togaranum York City vildi fá að tala við hann. Sagði togaraskipstjórinn, að íslenzka varðskipið Ægir hefði komið til sín og skotið að sér kúluskotum. Skipstjórinn sagðist ekki vita gerla, hvers vegna ætti að taka sig fastan, því að hann teldi sig vera 6—-7 mílur út af Blakksnesi. Skipherrann sagði togaraskip- stjóranum, að hann skyldi hlýðnast varð- skipinu og kasta akkerum þegar í stað. Ekki kveðst hann hafa áttað sig fullkomlega á, hvar togarinn var staddur, þar sem Blakks- nes var ekki merkt á sjókort það, sem hann hafði. Brátt gat hann þó staðsett togarann, er reyndist vera 30 sjómílum sunnar en eftirlitsskipið, og var þá tafarlaust haldið áleiðis til togai’ans með fullu vélarafli skipsins. Skipherrann kveðst nú hafa látið kalla upp varðskipið Ægi og talað við skipherra þess. Sagðist hann vera á leið til skipanna og bað um frekari upplýsingar jafnframt því, sem hann óskaði eftir, að varðskipið biði með togarann eftir komu þeirra. Það samþykkti skipherrann á Ægi samstundis og gat þess, að hann hefði sett út dufl í kjöl- far togarans, er mældist 1,1 sjómílu innan landhelgislínunnar. Skipherrann kvaðst þá hafa spurt varðskipsforingjann, í hvaða stefnu togarinn hefði togað og hve nærri landi hann hefði farið. Hann fékk þau svör, að skipið hefði togað frá landi og verið öjómílu nær landi en duflið segði til. Lengra varð samtalið ekki, en brezki for- inginn tjáði varðskipsforingjanum, að hann mundi koma á vettvang eftir 2þb klukku- stund. Brezka eftirlitsskipið hélt nú á fullri ferð í átt til skipanna, og í þann mund er þau voru að koma í augsýn, bað togara- skipstjórinn um samtal við eftirlitsskipið. Skipherrann tjáði honum þá, að hann mundi koma að togaranum, líta á staðarmælingar hans og hlýða á, hvað hann hefði að segja. Jafnframt lét hann skipherrann á Ægi vita um þessar ákvarðanir sínar og grennslast eftir, hvort hann hefði nokkuð við þær að athuga. Síðan kvaðst liann mundu koma yfir í varðskipið og ræða málið. Eftirlitsskipið sigldi nú fyrst að dufli því, sem varðskipið hafði látið út, og mældi stað þess með sextant. Reyndist það vera 1 mílu innan við landhelgislínu. Síðar kom í ljós, að sjókortum skipherranna bar ekki alveg saman, þar sem þau voru ekki af sömu gerð, og olli þetta örlitlu misræmi í slaðarákvörðun. Skipherrann fór síðan yfir í togarann og gerði þar sextantmæling- ar miðað við ströndina. Kom þá útsetning togarans á kortinu alveg ofan í landhelgis- línuna, en þó taldi skipherrann sig geta séð, að hann væri aðeins utan hennar. Eftir rat- sjártæki togarans mældist hann 4þ4 sjó- mílu frá Blakksnesi. Að þessu loknu fór skipherrann yfir í varðskipið Ægi. Þar báru skipherrarnir saman mælingar sínar, og reyndist togarinn, þar sem hann lá fyrir ankeri, eftir mælingu skipherrans á Ægi, viðlíka langt innan landhelgislínunnar og eftirlitsskipinu virtist liann utan hennar. Brezki skipherrann treysti sér ekki til að véfengja staðsetningu duflsins, sem varð- skipsmenn settu út í kjölfar togarans. Þegar skipherrarnir böfðu lokið athug- unum sínum, tilkynnti skipherrann á Ægi togaraskipstjóranum, sem einnig var stadd- ur um borð í varðskipinu, að hann ætti að fylgja sér til Reykjavíkur, þar sem mál hans

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.