Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Qupperneq 52

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Qupperneq 52
38 SKÁKÞÁTTUR N. Kv. og blindskákir, en hann hafði um tíma heimsmet í blindskák. Alekhine tefldi tvisvar um heimsmeist- aratitilinn við landa sinn E. D. Bogoljubow og sigraði auðveldlega í bæði skiptin. En árið 1935 var stofnað til einvígis milli hans og hollenzka stórmeistarans dr. Max Euwe. Hann hafði teflt ágætlega undanfar- in ár, en var þó engan veginn talinn jafnoki Alekhines. Talið er, að Alekhine hafi bú- izt við auðveldum sigri, en það fór á aðra leið, því að Euwe sigraði með 15V2 vinn- ingi gegn 141/2- Euwe hélt þó heimsmeist- aratigninni aðeins í 2 ár, því að hann sýndi þá háttvísi, að gefa Alekhine kost á öðru einvígi árið 1937. Þetta einvígi var mjög vel teflt, og Alekhine sýndi nú, hvers hann var megnugur og sigraði með 15% vinn- ingi gegn 9%. Dr. Euwe kom til Reykja- víkur árið 1947 og tefldi þar í skákmóti og varð efstur sem vænta mátti. Alekhine var nú aftur orðinn heims- meistari og hélt þeirri tign til dauðadags árið 1946. Þegar hér var komið, var Al- þjóðaskáksambandið farið að hafa afskipti af þessum málum. Árið 1937 ákvað það, að Alekhine skyldi tefla við Salo Flohr, þó að flestir teldu, að Capablanca ætti þar réttinn öðrum fremur. Af þessu varð þó ekki, en árið 1946 var ákveðið, að Alek- iiine tefldi við Botvinnik núverandi heims- r meistara. Aður en það gæti orðið dó Alek- hine og kom þá til kasta Alþjóðaskáksam- bandsins að ákveða, hvernig farið skyldi með heimsmeistaratignina. Það ákvað, að 6 stórmeistarar skyldu tefla saman á skák- móti og sigurvegarinn teldist heimsmeist- ari. Þessir menn voru M. Euwe, Eistlend- ingurinn Paul Keres, Rússarnir Botvinnik og Smyslov og Bandaríkjamennirnir S. Resewsky og R. Fine. Fine dró sig þó í hlé, svo að þeir urðu aðeins 5. Skákmót þetta fór fram árið 1948, fyrri hlutinn í Hol- landi og seinni hlutinn í Moskvu. Botvinnik sigraði eins og flestir bjuggust við. Hann hefir verið heimsmeistari síðan og er af flestum talinn sterkasti skákmaður, sem nú er uppi. Hann hefir háð 2 einvígi við landa sína D. Bronstein og Smyslov, og hafa keppendur skilið jafnir í bæði skiptin. Þriðja einvígið stendur nú fyrir dyrum, en það fer fram eins og áður er sagt í þess- um mánuði. Engu skal spáð um úrslit þess, en margir telja Smyslov nú standa jafnfæt- is Botvinnik. Hann er auk þess 10 árum yngri og kann það að ráða nokkru um úr- slitin. Hér er svo ein skák tefld af J. R. Capa- blanca í Havanna 1912. Capablanca hefir hvítt. DROTTNINGARBRAGÐ. 1. d4 d5 2. e,3 eó. Betri leiðir fyrir svart eru: 2. . . c5, 2. . . Bf5 eða 2. .. Rf6 og svo g6. 3. Bd3 c6 4. Rf3 Bd6 5. Rbd2 f5. Þessi leikur er í samræmi við byrjun svarts. Þetta er svo kölluð Stonewall uppbygging. Ókostir hennar eru þeir, að svörtu reitirnir verða veikir og drotlningarbiskupinn lok- ast inni. Hins vegar verður skákin lokuð og erfitt fyrir hvítan að komast áleiðis. 6. c4 Df6 7. b3 Rh6 8. Bb2 0-0 9. Dc2 Rd7 10. h3! Capablanca áformar að hróka langt og hótar nú g4. Svartur gerir strax við þeirri hótun, en við það skapar hann veilu á öðr- um stað, sem hvítur færir sér þegar í nyt. 10. .. g6 11. 0-0-0 e5 12. dxe Rxe 13. cxd cxd. Síðasti leikur hvíts sýnist ekki góður vegna þess, að svartur hótar nú árás með Be6 og Hc8. En nú kemur fyrsti leik- urinn í fallegri leikfléttu. 14. Rc4H dxc4. Hugmyndin með riddarafórninni er að opna línur til árásar: skálínurnar tvær á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.