Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Síða 55
N. Kv.
41
C. S. Forester:
Brown liiim þrautseig'i
I. kapítuli.
Albert Brown sjóliði lá í andarslitrunum
á Resolution. Hann lá í hnipri í skoru í mó-
gráu hrauninu, sem er aðalefni þessarar
eyðieyjar, sneri baki niður og kreppti hnén
til hálfs í hitaóráði. Oðru hvoru tautaði
hann nokkur óskiljanleg orð og mjakaði
sér á hliðina, en féll svo jafnskjótt aftur í
sömu skorður. Klæðnaður hans hafði eitt
sinn verið hvítur, svo sem tíðkast meðal
sjóliða. í hitabeltinu, en nú var hann svo ó-
hreinn og útataður, slitinn og trosnaður, að
hann var algerlega óþekkjanlegur og ekki
annað eftir af honum en þunnir og skítugir
tötrar, sem naumast héngu saman. Andlit
hans var þrútið og afmyndað, og eins var
um hendurnar, sem voru stokknar viðbjóðs-
legum þrymlum eftir eiturstungur ótal
flugna; urmull þeirra þyrlaðist yfir hon-
um, þar sem hann lá á sólsviðnu grjótinu,
svo að varla sást í hann. Fætur hans voru
hræðilega þrútnir og skrámaðir, og héngu
þó enn á þeim nokkur gauðrifin skóræksni.
Þeir voru líkari vatnssósa flikkjum af hráu
hrossakjöti en mannlegum fótum, og
grimmasta mannvera jarðarinnar mundi
ekki hafa getað litið þá án þess að komast
við.
Samt var það svo, að þótt lauslega væri
litið á Albert Brown, þá leyndi það sér
ekki, að það var ekki vegna flugnastungn-
anna eða fótmeinanna, sem hann var að
dauða kominn. Fatarytjurnar á hægri öxl
Jians voru ataðar einkennilegu, brúnu
klístri, og þegar liann mjakaði sér á hlið-
ina, kom í ljós, að á bakinu var hann atað-
ur á sama hátt; hægra megin á brjóstinu,
rétt fyrir ofan þriðja rif, vætlaði dökkt blóð
út úr skotsári.
Brown lá á rima á miðri eyðieynni. Fyrir
ofan hann gnæfðu háir hraundrangar og
ruglingsleg þyrping af oddhvössum kletta-
strýtum — eggjagrjót, sem gerði fullnaðar-
grein fyrir fótabragði hans. Fyrir neðan
hann voru brekkurnar grónar kaktus,
skuggalegri, ljótri jurt, sem helzt minnir á
nátttröll og þykknaði og þéttist, eftir því
sem neðar dró; er hún alsett hvössum
broddum, svo að ekki var að undra, þótt
föt Browns væru rifin og tætt. í skugga
kaktusanna lágu víða sísyfjaðir og sinnu-
lausir legúanar, sem eru dröfnótt skriðdýr
með kamb á baki. Yfir höfði hans svifu
sjófuglar, og við og við flögraði einhver
háðfuglinn úr neðri brekkunum upp til
Browns, hoppaði í kringum hann og horfði
á hann eins og hann fyndi til með honum.
Niðri í sjávarmálinu, þar sem öldur Kyrra-
hafsins gnauðuðu á hraungrýtinu, var ara-
grúi ígúana að naga þarann, sem þeir lifa
af, en í kringum þá flæktust rauðir krabb-
ar og ýmis önnur láðs- og lagardýr, sem
naumast eru til nema á Galapagos-eyjum.