Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Síða 57

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Síða 57
N. Kv. BROWN ÞRAUTSEIGI 43 utanþjóðkirkjumaður; sögðu stallbræður hans, að hann væri matjurtasali, sem hefði mjög mikil verzlunarviðskipti. I stóru búð- inni lians í Lewisham var heil tylft af- greiðslumanna, en auk bennar rak hann tvær aðrar ])úðir, í Woolwich og Deptford, og efnamenn í hefðarhúsunum í Blackheath fengu alltaf lostæti frá honum, svo sem asp- arges og jarðarber. Hann rak jafnvel nokkra heildsölu og fyrir löngu hafði hann fært sig svo upp á skaftið, að hann fluttist af sölu- búðarloftinu í einbýlishús við Greenwicb Park og bjó það beztu húsgögnum, sem tíðkuðust um 1880. Þar bjó hann með þremur sonum sínum og dóttur, sem var elzt, og hún stjórnaði húshaldinu með þeim dugnaði og glæsileik, sem tímanum hæfði. Kona hans var dáin og var sárt saknað, en fyrir dugnað Agöthu hélzt efnahagurinn á réttum kili. Við morgunverðinn þenna dag hafði iAgatha ekki orðið vör neins fyrirboða þess, að sá dagur yrði furðulegastur allra á ævi „hennar. Hún Jiafði farið á fætur klukkan hálfsjö eins og hún var vön og hafði hjálp- að annarri vinnukonunni við eldamennsk- una, á meðan hin var að kveikja upp í eld- stónum. Hún hafði hellt í tebollana þeirra Wills og Harrys og setið við borðið á með- an þeir borðuðu í skyndi, lokað augunum og spennl greipar guðræknislega, meðan pabbi liennar flutti bæn, en hinir tveir höfðu „staðið og beðið þess með óþreyju að kom- ast til starfa sinna í sölubúðunum í Wool- wich og Deptford. Þá mataðist pabbi henn- ar, og í þeim svifum fór Agatha að fá eitt- hvert hugboð um, að bún ætti eitthvað í vændum. Hann las auðvitað dagblaðið sitt, og af því að hann var með allan liugann við það, gætti hann lítt almennra boðsiða. Hann laut höfðinu eftir gafflinum, þegar hann færði bann að munninum, smjattaði og tróð stundum bita upp í sig áður en hann liafði kingt þeim næsta á undan, og Agatha kunni því miður vel. Hann sötraði teið í gegnum yfirskeggið, svo að heyrðist langar leiðir, og þó að Agatha hefði verið vitni að slíku árum saman, þá sárnaði henni það sérstak- lega í þetta skipti. Hún fann til löngunar til að gera sér dagamun, en þó að hún á- kvæði þegar í stað að taka sér orlof í fimm daga og heimsækja virktavinkonu sína í Ealing, þá var eins og hana grunaði, að sú Lilbreyting mundi varla nægja sér. Henni datt fyrst í hug að taka inn duglegau skarnmt af sanna-blöðum undir kvöldið, því að það meðal taldi hún allra meina bót, en jafnskjótt féll hún frá því aftur, þótt undar- legt væri. Þó að Agatha væri ekki vön að grannskoða hugarástand sitt, var bún samt hálfhissa á þessum skapbrigðum sínum. Þegar faðir hennar var farinn, tók Agatlia sér á herðar það vandaverk að búa allt í húsinu undir fimm daga fjarveru sína. Hún gekk um og greiddi verzlunarreikn- inga, sagði eldastúlkunni nákvæmlega fyrir um matseðlana, fyrirskipaði stofustúlkunni það nauðsynjaverk að ræsta til í viðhafnar- stofunni á þriðjudag og borðstofunni á mið- vikudag, en í herbergjum herra Browns og Harry á íimmtudag og Wills á föstudag. Hún gerð morgunverkin sín; hún borðaði léttan hádegisverð eins og hún var vön og upp úr því fór hún að búast til brottfarar. Hún lagði af stað klukkan fjögur með litla handtösku í hendi. Henni var létt í skapi og hún kveið engu; henni fannst notalegt, þeg- ar marraði í hreinum og stroknum nærföt- unum innanklæða; hún var laus við hús- verkin og allt amstur í fimm daga, en samt sem áður langaði hana svo sem ekkert til að eyða þessum finnn dögurn heima hjá Adeline Burton í Ealing. Gamall vinskapur þeirra Agöthu og Adeline hafði auðvitáð

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.