Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Side 58
44
BROWN ÞRAUTSEIGI
N. Kv.
kólnað nokkuð með fullorðinsaldrinum og
þegar Burton-fjölskyldan fluttist til Ealing;
þegar öllu var á botninn hvolft, voru líka
heimilin nanðalík hvort öðru. Samt sem
áður var Agatha í bezta skapi og raulaði
lag á leiðinni til brautarstöðvarinnar. Þar
lenti hún í sama klefa og Samille-Samarez
sjóforingjaefni.
Henni leizt þegar vel á hann og sá um
leið hvaða maður hann var — daufgerður,
brezkur sjóforingi af beztu tegund. Henni
féll vel í geð, hve vel hann var klæddur og
sléttur á kinn og hvernig hann roðnaði,
þegar hún tók eftir því að hann horfði á
hana. Hún vissi, að hann mundi brátt á-
varpa hana og að hún mundi taka undir við
hann.
Bros Agöthu rak smiðshöggið á ófram-
færni Samarez, Hann hossaðist til í sætinu
og þreifaði ósjálfrátt ofan í vasa sína.
„Er yður sama, þó að ég reyki?“ spurði
hann hálfhás.
„Já, alveg,“ sagði Agatha. „Mér fellur
það vel.“
Hún hefði auðvitað ekki átt að segja
svona mörg orð. Samarez tók fumandi hendi
upp vindlaveski sitt úr silfri og eldspýtu-
stokk, kveikti í vindlingi og saug að sér
reykinn í djúpum dráttum til þess að geta
jafnað sig.
Agatha brosti enn við honum — saklausu
brosi nunnu eða móður. Samarez varð að
halda samtalinu áfram, og hið óhagganlega
umræðuefni Englendingsins brauzt út af
vörum hans eins og innblástur.
„Viðbjóðslegt veður,“ mælti hann og
kinkaði kolli að glugganum, þar sem febrú-
ar-sólin háði vonlausa baráttu við febrúar-
dimmuna.
„Mér fellur það samt dável,“ svaraði
Agatha; þá sem stóð hefði hún kunnað vel
hvaða veðri sem var. „Auðvitað finnst yð-
iir það vera munur eða í hitabeltinu,“ hélt
hún áfram Samarez til mikillar furðu. —
Hvernig í dauðanum gat hún vitað, að hann
hefði verið í hitabeltinu?
„0-já,“ svaraði hann, „viðbjóðslega heitt
þar — stundum.“
„Á Kína-stöðvunum?“ spurði hún. Þekk-
ing Agöthu á athöfnum sjóliðsins var ekki
meiri en búast mátti við af miðstéttarkonu
um 1893, en hún hafði einhvers staðar
heyrt Kína-stöðvarnar nefndar og datt í hug
að nefna þær, og tilsvar hans var feginsam-
legt.
„Já,“ mælti hann, „þangað var ég send-
ur síðast.“
Kína-stöðvarnar urðu þeim ánægjulegt
umtalsefni. Af því að Agatha var orðia
nokkuð ör í skapi, gat hún talað — eða öllu
lieldur hvatt Samarez til að tala — án þess
að gera sig bera að vanþekkingu á efninu,
og þau spjölluðu vinsamlega í nokkrar mín-
útur. Samarez hitnaði um bjartaræturnar í
nærveru þessarar glæsilegu konu, sem var
svo snyrtileg og vinsamleg, raddfögur og
hláturmild — og það var ekkert lítilmótlegt
við hana. Numið var staðar á ýmsum stöðv-
um án þess þau tækju eftir því, og Samarez
varð alveg hissa, er þau litu út um gluggann
og sáu að þau voru kornin á Lundúnabrú
— Lundúnabrú á dimmu, röku febrúar-
kvöldi. Honum voru það ónotaleg vonbrigði
að þurfa að skilja við þessa vinkonu innan
fárra mínútna, og honum fannst það heppni,
að hún skyldi þó verða honum samferða til
Charing Cross. Þá sem stóð átti hann fáa
kunningja. Hann hafði leyfi í viku, og satt
að segja vissi hann varla, hvernig hann ætti
að eyða því. Hann hafði ætlað sér að borða
kvöldverð í Junior Rag; ef til vildi rækist
hann þar á einhvern kunnugan, og svo gerði
hann ráð fyrir að fara í söngleikhús á eftir.
Hann hafði gert þetta í nokkur kvöld, áður