Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Qupperneq 59
N. Kv.
BROWN ÞRAUTSEIGI
45
en hann fór til Greenwich,og hann bar kvíð-
boga fyrir þeirri áætlun, svo leiðindagjarn
sem hann var. Á Kínastöðvunum, í liita-
svækjunni undir sóltjöldunum, hafði hann
hugsað sér, að borðsalurinn í sjóforingja-
klúbbnum í London væri dýrðlegasti staður
jarðar, en nú fannst honum hann ekki líkt
því eins aðlaðandi.
Og um fram allt — Agatha Brown var
stæðileg kona og girnileg eftir því sem
smekkurinn var 1893. Samarez hafði lítið
haft af konum að segja. Manni, sem var eins
skyldurækinn í stöðu sinni og hann, gat ekki.
dottið hjúskapur í hug; hann hafði lítið
kynnzt konum og gleymt þeim jafnóðum.
Tilhneiginguna hafði hann — ekki með
glöðu geði að vísu, en þó ekki íyllilega við-
ráðanlega. Eins og á stóð hugsaði Samarez
sér ekkert annað en kunningsskap. Hann
langaði til að tala við konu, þessa konu, úr
því að hann hafði brotið ísinn. Hann lang-
aði ekkert til að tala við karla eða vera í
einrúmi. Hann hefði orðið lafhræddur við
ákafa tilfinninga sinna, ef honum hefði gef-
izt tóm til að gera sér grein fyrir honum -—
en því var ekki að heilsa. Þau höfðu skrölt
yfir Waterloo Junction og voru nú að fara
inn á brautarbrúna við Charing Cross.Gegn-
um gluggann gat hann séð breitt og skollit-
að fljótið, og Ijósin á Charing Cross-stöð-
inni voru skammt undan. Agatha leit á
handtöskuna sína uppi í hengigrindinni og
var auðsjáanlega að búast til brottfarar. Sa-
marez stóð upp í slingrandi klefanum, með
lafandi hendur af óframfærni.
„Bí — bíðið þér nú við,“ mælti hann,
^við þurfum ekki endilega að kveðjast hér
þurfum þess ekki. Eig — eigum við ekki
að borða kvöldverð einhvers staðar?“
Hann stóð og hélt sér í hengigrindina,
skelfdur yfir því að hafa komið upp um
sig og gert sig sekan um ókurteislega hegð-
un; sakleysi og afsökun skein út úr augna-
ráðinu. Agatha leit mildum augum í móti,
því að hann var eins og hreinskilinn dreng-
lmokki, sem biður um meiri köku. Hún ját-
aði því hiklaust, rétt eins og hún væri móðir
hans.
Þólt talsvert fát væri á Samarez, þá kom
Iiann fram með allri röggsemi duglegs at-
hafnamanns, jafnskjótt sem hann var stig-
inn út úr lestinni. Handtaska Agöthu og her-
raannataska hans sjálfs voru merkt og sett í
íarangursgeymsluna, kallað í vagn, og með
nokkrum glæsibrag nefndi hann nafn á veit-
ingastað, sem á þessum hráslagalegu dögum
var hjóðandi inn í og ekki gerðar of miklar
kröfur til klæðaburðar. Hófar vagnhestsins
glumdu við steinleggingu götunnar, og þau
sátu þarna hlið við hlið, meðan götuljósin
liðu fram hjá.
Þeim leið vel og þau fimdu þægilegan yl
leggja hvort frá öðru, vinsemd og eftirvænt-
ingu, sem þau gátu þó ekki skýrgreint nán-
ar. Þeim miðaði alltof fljótt — Agöthu
fannst það ekki skipta neinum togum þang-
að til henni var hjálpað út úr vagninum af
einkennisbúnum veitingaþjóni.
Þau litu hvort á annað yfir borðið, auð-
sjáanlega í nokkrum efa um, hvernig þetta
mundi fara. Otrúlegt var, en satt samt, að
liann sat á tali við skynsama og heiðvirða
konu — og var það óvanalegt um sjómenn
— og að liún skyldi sitja á veitingahúsi;
hún var því sízt vön, og þarna sat vel sið-
aður, laglegur, ungur maður á móti henni.
Samarez pantaði góðan kvöldverð og kall-
aði í vínveitingaþjóninn. Þegar Agatha
heyrði vín nefnt, kipptist hún ofurlítið til
í sætinu, því að faðir hennar var eindreginu
og jafnvel stækur bindindismaður, sem ekki
vildi vita af áfengi í húsum sínum. En
þarna, innan um prúðbúið og glatt fólk og
( Framhald.)