Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Page 61
N. Kv.
PITCAIRN-EYJAN
47
«ins og ég sagði áðan. Allir geta gengið á
frosnu vatni. Ég hef sjálfur gert það.
Einn drengjanna sneri sér að honum.
— Það þætti mér gaman að sjá! Alex.
ef þeir koma aftur, má ég þá fara með
þeim?
— Vildir þú það?
— Já.
Tólf ára gömul stúlka greip í handlegg
<írengsins.
— Það mundir þú ekki gera, Dan. Við
mundum ekki leyfa þér að fara.
— Ég mundi koma aftur.
— Ég efast ekki um, að þú vildir koma
aftur, sagði Smith. En það gætu liðið mörg
ár, án þess þú gætir það. Ef til vill mundir
þú aldrei koma aftur. Hugsaðu þér, hversu
einmana þú yrðir þá, og við hérna, án þín.
Nei, drengur minn, vertu hérna, hvað sem
fyrir kemur. Þið eigið aldrei að fara héð-
an. Þið vitið ekki, livað við tekur úti í
heiminum.
— En það er samt það, sem við viljum
vita, Alex! Hvers vegna hefur þú aldrei
sagt okkur neitt um önnur lönd?
— Það er langt síðan ég hef séð þau, og
ég hef næstum gleymt þeim.
— En viltu nú ekki segja okkur eitthvað
um þau?
— Jú, Alex, gerðu það.
— Viltu segja okkur frá þeim í kvöld?
Eitt augnablik dróst athygli barnanna frá
skipinu, og þau sneru sér með ákafa að
gamla manninum.
— Já . . . . Nú skulum við sjá. Ef til vill
geri ég það.
— Nei, Alex ,lofaðu því.
-— Ekki í kvöld. En ég skal gera það
einhvern næstu daga, úr því að þið viljið
endilega heyra frásagnir um ókunnug lönd.
En þarna koma Fimmtudagur Oktober og
Matt! Farið þið til þeirra og hjálpið þeim
að setja bátinn. Þið telpurnar eigið að fara
strax heim og segja mæðrum ykkar, að ég
komi bráðum.
Sólin var gengin til viðar. í austri sáust
fyrstu stjörnurnar. Skipið var nú aðeins ó-
greinilegur depill yzt út við sjóndeildar-
hringinn. Gamli sjómaðurinn sat hreyfing-
arlaus, studdi olnboganum á hnén og horfði
á eftir skipinu, þar til það hvarf út í myrkr-
ið, sem færðist yfir. Að lokum reis hann á
fætur og gekk hægum skrefum niður bratt-
an stíginn lieim á leið.
Endir.
SITT AF HVORU TÆI.
Ameríshi úlvarpsfyrirlesarinn Walter Winc-
liell, sem er kunnur m.a. fyrir það, hve geysihratt
hann talar, skýrði það einu sinni, hvers vegna
hann væri alltaf svo mikið að flýta sér: „Ef ég
talaði liægt, þá gæti fólk heyrt, hvað ég segi, og
komizt að raun um, hversu það er geysilega ó-
merkilegt í raun og veru.“
* 4 *
Einn af mörgum aðdáendum Winstons Churc-
iiills spurði hann einu sinni, hvort honum þætti,
ekki mikið til þess koma, að hjá honum væri æv-
inlega húsfyllir, þegar hann héldi ræðu. „Jú,
auðvitað,“ svaraði Churchill, „en mér dettur nú
stundum í hug, að ef ég ætti ekki að halda ræðu,
heldur ætti að hengja mig, þá yrðu þrisvar sinn-
um fleiri.“
# 3}c
Þrir skóburstarar höfðu stöðvar sínar við að-
aljárnbrautarstöðina í Róm, en svo kom Antonio
Vitto, og nú voru þeir orðnir fjórir. En eftir
mánuð var aðeins einn eftir, og það var Antonio
Vilto. Hann hafði nefnilega sett upp spjald með
þessari áletrun: Annar skórinn yðar burstaður
ókeypis. Eftir það var úti um hina í samkeppn-
inni.