Sumargjöf - 01.01.1905, Page 48

Sumargjöf - 01.01.1905, Page 48
46 Mærin brosti hlílega. »Eg þekki ikkur báðar«, sagði liún. Svo settist liún í grasið, tók báðum höndum um höfuð mér og lagði það í skaut sér. Eg grúfði andlitið við brjóst henn- ar, er vaggaðist hægt og injúklega firir andardrættin- um. Hún tók um aðra liönd mína með sinni, en hina rétti hún út og sleit upp reirtopp, er hneigði sig i .blænum, rétt við hliðina á okkur, lagði hann á hné sér og rétti höndina út eftir fleiri blómum. Ég filgdi með augunum liverju blómi, er hún lagði hjá mér og hlustaði á lindarniðinn og vindþitinn í víðirunnunum. Ró og kirð færðist ifli* huga minn. Ég var ekki lengur ein með sorg mina og tár. Ég fann að þessi góða vera skildi hvernig mér leið, án þess að ég segði henni það, fann að liún vissi að liuggun og hvild var það, sem hjarta mitt þarfnaðist. Hún vai' nú búin að safna að sér blómunum og' farin að raða þeim. A meðan söng liún þíðum rómi: Hjartans firsta sorg er sár, samvistum er slitið. Barnsins hlíu, tæru tár tíndi í bikar laukur smár. Hlíð og straumur heiðar blár harminn vitið, með mér harminn hennar vitið. Enn er heimsins hljómur fjær hér er hvíld og friður. Sorgarundin aðeins grær Alvafds föðurbarmi nær. Hér er vor og himinblær, hægur niðui’, laufahvísl og lóukliður.

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.