Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 82

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 82
Hið nýja og glæsilega franska hafrannsóknaskip „Thalassa“. væntanlegt hingað í sumar. „THÁLASSA" Hin stöðuga fólksfjölgun í hemin- um hefur leitt til þess, að mönnum hefur í æ ríkari mæli verið hugsað til sjávarins sem hins mikla mat- vælaforðabúrs framtíðarinnar. Rík- isstjórnir fiskveiðiþjóða hafa því aukið stuðning sinn við haf- og fiski- rannsóknir, sem stöðugt hafa fært okkur nýja þekkingu. En til að svo megi verða þarf fljótandi rannsókn- arstöðvar — sérstaklega útbúin haf- rannsóknaskip — sem halda má úti í langan tíma. Með störfum sínum á þessum rannsóknaskipum hafa vísindamenn leyst marga ráðgátuna um hafið, sem mun gera mönnum fært að nýta betur hin miklu verðmæti í hafinu, sem þekur rösklega % af yfirborði jarðar. Nýlega hefur hinum alþjóðlega flota rannsóknaskipa bætizt nýtt og glæsilegt skip, er franska hafrann- sóknaráðið rekur. Það má vissulega tala um alþjóðlegan flota rannsókna- skipa, því að hafrannsóknirnar eru alþjóðlegar í eðli sínu, þótt hver ein- stök þjóð leysi sín sérstöku vanda- mál sjálf. Markmiðið er hið sama. Þetta nýja skip er „THALASSA“, sem sérstaklega er smíðað til haf- rannsókna hjá elztu skipasmíðastöð Frakklands, Chantiers & Ateliers Normand í Le Havre. Skipinu er ætlað að stunda fræðilegar og hag- nýtar rannsóknir í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Þar um borð er hægt að vinna að rannsóknum í sjófræði, rannsóknum á fiskum og öðrum líf- verum sjávar og á sjávarbotninum og jarðlögum hans. Skipið er skut- togari, búinn ýmsum gerðum af botnvörpu, og þar um borð er safnað sýnishornum af sjó af ýmsu dýpi, átusýnishornum o. s. frv. I rann- sóknastofum skipsins er unnið að rannsóknum sýnishornanna, og einn- ig eru athugaðar ýmsar aðferðir við geymslu fisks. Skipið er búið sérstöku köfunar- tæki, sem senda má niður á mikið dýpi með manni innanborðs. Þannig má sjá með eigin augum það líf, sem hrærist í djúpunum. Aflvélar skipsins eru tvær Du- vant dieselvélar, samtals 1100 hö. Vélasamstæða þessi er fremur óvenjuleg, þar eð önnur aflvélin er 800 hö með 375 snúninga á mín., en hin er 300 hö og snýst 600 snúninga á mín. Með þessu fyrirkomulagi er hægt að ná öllum þeim mismunandi hraða, sem talinn er nauðsynlegur: 12 hnúta hámarkshraði, 8—10 hnúta siglingahraði, 2—5 hnúta toghraði. Skipið er búið skiptiskrúfu og má nota aðra vélina í einu, eða báðar. Þegar togað er, er stærri aflvél- in knúin fullri ferð með 200 snún- ingum á mín. á skrúfu. Þá er tog- hraðinn um 4 hnútar miðað við 10 tonna togþunga. Togútbúnaður skipsins er gerður eftir einkaleyfi Kieler Howaldsverke. Togvindur og allar aðrar vindur ofannþilja not- aðar við söfnun sýnishorna úr sjó, eru norskar og vökvaknúðar. Skip- ið hefur einnig skrúfu á stýri af Pleuger gerð. Rannsóknastofurnar á THAL- ASSA eru vel útbúnar og með ný- tízkubrag. Þar er sérstök fiskirann- sóknastofa, myrkraherbergi til ljós- myndavinnu og sérstök rannsókna- stofa til athuganan á meðferð fisks og geymslu. Yfirmenn skipsins eru 6 með skip- stjóra og undirmenn 23. Herbergi eru auk þess fyrir leiðangursstjóra og 17 vísinda- og aðstoðarmenn. All- ar íverur, ásamt vélarrúmi, eru ein- angraðar með „fiberglas“ bæði til varnar of miklum hita og kulda og til hljóðeinangrunar. THALASSA er eitt af glæsileg- ustu rannsóknaskipum, sem til er. Nú hafa bæði Vestur- og Austur- Efri myndin úr setustofu skipsins, neðri myndin úr vélarúmi. 88 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.