Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 82
Hið nýja og glæsilega franska hafrannsóknaskip „Thalassa“. væntanlegt hingað
í sumar.
„THÁLASSA"
Hin stöðuga fólksfjölgun í hemin-
um hefur leitt til þess, að mönnum
hefur í æ ríkari mæli verið hugsað
til sjávarins sem hins mikla mat-
vælaforðabúrs framtíðarinnar. Rík-
isstjórnir fiskveiðiþjóða hafa því
aukið stuðning sinn við haf- og fiski-
rannsóknir, sem stöðugt hafa fært
okkur nýja þekkingu. En til að svo
megi verða þarf fljótandi rannsókn-
arstöðvar — sérstaklega útbúin haf-
rannsóknaskip — sem halda má úti
í langan tíma.
Með störfum sínum á þessum
rannsóknaskipum hafa vísindamenn
leyst marga ráðgátuna um hafið,
sem mun gera mönnum fært að nýta
betur hin miklu verðmæti í hafinu,
sem þekur rösklega % af yfirborði
jarðar.
Nýlega hefur hinum alþjóðlega
flota rannsóknaskipa bætizt nýtt og
glæsilegt skip, er franska hafrann-
sóknaráðið rekur. Það má vissulega
tala um alþjóðlegan flota rannsókna-
skipa, því að hafrannsóknirnar eru
alþjóðlegar í eðli sínu, þótt hver ein-
stök þjóð leysi sín sérstöku vanda-
mál sjálf. Markmiðið er hið sama.
Þetta nýja skip er „THALASSA“,
sem sérstaklega er smíðað til haf-
rannsókna hjá elztu skipasmíðastöð
Frakklands, Chantiers & Ateliers
Normand í Le Havre. Skipinu er
ætlað að stunda fræðilegar og hag-
nýtar rannsóknir í Atlantshafi og
Miðjarðarhafi. Þar um borð er hægt
að vinna að rannsóknum í sjófræði,
rannsóknum á fiskum og öðrum líf-
verum sjávar og á sjávarbotninum
og jarðlögum hans. Skipið er skut-
togari, búinn ýmsum gerðum af
botnvörpu, og þar um borð er safnað
sýnishornum af sjó af ýmsu dýpi,
átusýnishornum o. s. frv. I rann-
sóknastofum skipsins er unnið að
rannsóknum sýnishornanna, og einn-
ig eru athugaðar ýmsar aðferðir við
geymslu fisks.
Skipið er búið sérstöku köfunar-
tæki, sem senda má niður á mikið
dýpi með manni innanborðs. Þannig
má sjá með eigin augum það líf, sem
hrærist í djúpunum.
Aflvélar skipsins eru tvær Du-
vant dieselvélar, samtals 1100 hö.
Vélasamstæða þessi er fremur
óvenjuleg, þar eð önnur aflvélin er
800 hö með 375 snúninga á mín., en
hin er 300 hö og snýst 600 snúninga
á mín. Með þessu fyrirkomulagi er
hægt að ná öllum þeim mismunandi
hraða, sem talinn er nauðsynlegur:
12 hnúta hámarkshraði, 8—10 hnúta
siglingahraði, 2—5 hnúta toghraði.
Skipið er búið skiptiskrúfu og má
nota aðra vélina í einu, eða báðar.
Þegar togað er, er stærri aflvél-
in knúin fullri ferð með 200 snún-
ingum á mín. á skrúfu. Þá er tog-
hraðinn um 4 hnútar miðað við 10
tonna togþunga. Togútbúnaður
skipsins er gerður eftir einkaleyfi
Kieler Howaldsverke. Togvindur
og allar aðrar vindur ofannþilja not-
aðar við söfnun sýnishorna úr sjó,
eru norskar og vökvaknúðar. Skip-
ið hefur einnig skrúfu á stýri af
Pleuger gerð.
Rannsóknastofurnar á THAL-
ASSA eru vel útbúnar og með ný-
tízkubrag. Þar er sérstök fiskirann-
sóknastofa, myrkraherbergi til ljós-
myndavinnu og sérstök rannsókna-
stofa til athuganan á meðferð fisks
og geymslu.
Yfirmenn skipsins eru 6 með skip-
stjóra og undirmenn 23. Herbergi
eru auk þess fyrir leiðangursstjóra
og 17 vísinda- og aðstoðarmenn. All-
ar íverur, ásamt vélarrúmi, eru ein-
angraðar með „fiberglas“ bæði til
varnar of miklum hita og kulda og
til hljóðeinangrunar.
THALASSA er eitt af glæsileg-
ustu rannsóknaskipum, sem til er.
Nú hafa bæði Vestur- og Austur-
Efri myndin úr setustofu skipsins, neðri
myndin úr vélarúmi.
88 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ