Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 21

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 21
stjóri á Hannesi ráðherra, fór í blindhríð út af Ónundarfirði, til að bjarga óhöfninni af gamla „Þór“, sem strandað hafði við Lax- árós á Skagaströnd og tókst að ná þeim, sem eftir voru í flakinu á Þorlóksmessu 1929. Höfðu þeir þá beðið björgunar í tvo sólar- hringa. Ingvar las nú skeytin frá togurunum, skipaði svo að sló úr blökkinni, því nú skyldi kíkja í ti-oilið. Loftskeytamaðurinn á Hafsteini hugðist bíða til að sjá hvað væri í trollinu. Hann skipti móttakaranum yfir ó neyðarbylgju- lengdina. Loftskeytastöðin var í skipstjóraherberginu á miðju þil- farinu. Um leið og hlerarnir skullu í gálgunum kom svalur vind- gustur og sjávardrífa inn um opið kýraugað. Loftskeytamaður- inn teygði þá hægi'i hönd til að loka glugganum en hina í skipti- rofann ó veggnum til að slökkva ó radíómóttakaranum og skipta yfir ó hleðslu rafgeymanna, meðan hann svæfi. Þá kom það, neyðarkallið, eins og þruma úr heiðskíru lofti: „SOS SOS SOS de TFX TFX, erum strandaðir á Stafnesrifi." Loftskeytamaðurinn leit á klukkuna. Hana vantaði 3 mínútur í eitt eftir miðnætti mánudaginn 27. febrúar. Skip suður í hafi, ó Ameríkuleiðinni, sem verið höfðu að kalla á strandstöðvar báðum megin hafsins, hættu útsendingum. Allir lögðu við hlustirnar. Þá kom Reykjavíkur-radíó inn í ljósvakann með fullum styrk og endurtók neyðannerkið frá togaranum Jóni forseta, því að þetta var hann, og bað um að öll nálæg skip gæfu sig fram og skund- uðu til hjálpar. Togarinn Hafsteinn og Tryggvi gamli gáfu sig strax fram og gáfu upp stað sinn. Skipstjórinn á Hafstein kallaði að taka inn hlerana og setti vélsímann á fulla ferð, þar sem ný- lokið var við að innbyrða vörpuna. Tryggvi gamli tilkynnti, að þeir myndu leggja af stað þegar búið væri að hífa, en þeir voru með vörpuna í botni. Fleiri skip gáfu sig nú fram, en engin voru eins nálægt og þeir fyrrgreindu. Nokkru eftir að Tryggvi gamli var lagður af stað, kom kall frá togaranum Ver, skipstjóri Snæbjöm Ólafsson, spurt var, hvað um væri að vera. Hin haukfránu augu hins unga skipstjóra, höfðu séð tvö af sambandsskipum sínum taka upp trollið og hverfa á fullri ferð í vesturótt, þar sem þau hurfu í rigningarmugguna. Lofsteytamaðurinn á Ver, Geir Ólafsson, nú deildarstjóri á Veð- urstofunni og Iengi framkvæmdastjóri Sjómannadagsins, hafði rétt verið lagztur fyrir, þegar neyðarkallið barzt, og því hafði hann misst af því. Nú fékk hann að vita hin hörmulegu tíðindi. Litlu síðar tilkynnti Ver, að þeir væru líka lagðir af stað á strand- staðinn. Togarinn Ilafsteinn varð fyrstur að Reykjanesinu, gekk þá á með dinunum rigningarskúrum svo ekki sá til vitans, staldraði skipsljprinn við og vildi ekki leggja í „hullið“ nema hann hefði landkenningu, því margir dagar voru liðnir frá því að sézt hafði til lands eða nokkurra miða, en engin radíó-miðunarstöð í togur- um ó þeim tíma. Jafnvel voru ennþá nokkrir togarar, sem ekki höfðu loftskeytatæki. Þannig var Jón forseti, elztur togaranna, aðeins nýbúinn að fá loftskeytatæki. Voru þau íslenzk smíði, úr gcmlum tækjum, sem voru í fórum bræðranna Ormson, aukin og endurbætt. Lofiskeytamaðurinn á Hafsteini og Ingvi Björnsson lofskeyta- maður á Jóni forseta voru skólabræður af loftskeytaskólanum. Var Ingvi mjög vinsæll meðal skólabræðra sinna vegna hæfni sinnar og sérstakrar prúðmennsku. Loftskeytamennirnir skiptust á ýmsum upplýsingum um ástand- ið. Handsendingin hjá Ingva var jafnróleg og venjulega. Sendi- tækin voru í herbergi skipstjóra, svo hann var alltaf í stöðugu sambandi við skipstjórann, eins lengi og hægt var að senda. Það var Magnús Jóhannsson stýrimaður, sem var skipstjóri í þessari ferð, en liinn raunverulegi skipstjóri, Guðmundur Guðjónsson, var veikur í landi. Ingvi sagði, að þeir væru strandaðir rétt fram af Stafnesvita, og bjarmann frá vitanum legði á skipið á milli skúralciðinganna. Annars stæði vindur af landi og mikið náttmyrkur. Ekki væri Séð frá Stafnesvita yfir Stafnesrif til Kolaflúða — þar sem Jón forseti strandaöi. Milli landsins og skerjanna er lónið, sem er 30 metra djúpt um fjöru. beint slæmt í sjóinn, enda hefði verið að falla út cftir að þeir strönduðu. Skipstjóri lét hann segja, að tilraunir til að ná skip- inu af flúðunum hefðu reynzt árangurslausar, og sennilega væri skrúfan brotin. Þá var sagt, að fært væri um skipið eins og stæði, og vcrið væri að reyna að setja björgunarbátinn á floí. Aðeins einn björg- unarbátur var á skipinu, tæplega nógu stór til að rúma alla áhöfn- ina, sem var saltfiski-mannskapur, 25 manns. Björgunarbáturinn var staðsettur aftast á þilfarinu, aftan við eldhúsreisnina og sett- ur út með rátalíu. Búið var að raka eldana undan katlinum til að verjast ketil- sprengingu. Eins hafði verið minnkaður gufuþrýstingurinn með því að opna fyrir útblástm- og með því að þeyta eimpípuna til að vekja eftirtekt fólks á næstu bæjum, en út ó Stafnesið lá enginn sími, þegar þessi atburður gerðist. Loftskeytamennirnir á togurunum, sem voru ó leið á strand- staðinn, heyrðu hvernig smám saman dró úr útsendingarorku loftskeytanna á Jóni forseía, og áður en skipin komu að Rcykja- nesi var stöðin þögnuð með öllu. Það síðasta, sem þeir heyrðu, var að nteiri hreyfing væri komin á skipið og sjór streymdi inn í vélarrúmið. Við þetta sló miklum óhug á alla sem heyrðu. Engin hjólp hafði þá enn borizt, hvorki af sjó eða úr landi. Togarinn Haf- steinn fékk sem snöggvast landkenningu af Reykjanesvita, og það var eins og birti í lofti. Togarinn Tryggvi gamli var þá einnig kominn að „Hullinu" og fylgdust skipin eftir það norður að Staf- nesinu og komu þangað jafnsnemma. Það voru fyrstu skipin, Álsundið (Stafnessund) og Urðarflákinn mikli fyrir sunnan það og Stafnesið. Yzt á Urðinni sézt Startjörnin, en sagt er að þetta hafi einu sinni verið allt gróðri vaxið. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.