Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 25

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 25
Búið var að koma fyrir stóra bátnum á lóninu, þar sem ekki braut, en menn voru ráðalausir með hvernig þeir ættu að ná línusambandi við skipið, sem væri það eina er gæti orðið mönn- unum til bjargar. Sumir skipbrotsmannanna voru famir að týn- ast úr reiðanum og niður á hvalbakinn, þar sem þeir höfðu meira svigrúm meðan lágt var í sjóinn. Sjá mátti að skipbrotsmennirnir væru með einhvers konar við- búnað. Jafnvel mátti búast við því að þeir gripu til þess neyðar- úrræðis að kasta sér út og reyna að synda í land gegnum brimið, enda mun þeim hafa verið það ljóst, að þeir myndu ekki geta lifað af annað flóð. Jóhannesi frá Gauksstöðum svall móður í 0110511. Hann hafði verið háseti á „Forsetanum" þegar Gísli Þorsteinsson mágur hans hafði verið þar skipstjóri. Honum var skipið kært og mennirnir, sem þarna börðust fyrir lífi sínu, áttu hug hans allan. Það urðu fyrstu viðbrögð þeirra Jóhannesar að fá Metusalem bónda á Stafnesi til að koma með þeim á litlum léttabát, svo- kölluðum „Færeying“, sem hann átti, og var afbragðs góð fleyta. Þeir Jóhannes og Jón Jóhannsson fóru í bátinn ásamt Metusalem, en Stetan bróðir Jóns varð eftir í landi þessa fyrstu ferð. Þeir á bátnum fengu einhvern útbúnað í áttæringnum, þar á meðal lóðabelgi og línubyssuna frá Þór, og með það lögðu þeir í að reyna hvað þeir gætu komizt nálægt togaranum. Reyndist þetta hin mesta svaðilför, því sjórótið og útsogið gerði það að verkum, að báturinn annað hvort hjá niðri á flúðunum svo brast í hverju bandi eða hálffyllti þegar ólögin riðu yfir. Þegar þeh- voru komnir fram að verstu brotunum, eða eins nærri og nokkur möguleiki var að komast, gerðu þeir tilraun með línubyssuna, en skotið dró ekki hálfa leið. Þeir sjá þá hvar einn skipbrotsmannanna tekur sig upp og stekkur út í aðvífandi öldu. Hann situr um stund á öldutoppinum, sem berst óðfluga í áttina til þcirra, svo brotnar aldan og hann hverfur í frauðið ekki langt frá bátnum. Þá kemur hann aftur í Ijós og grípur sund- tökin í áttina að bátnum. Áður en útsogið getur gripið hann nær Jóhannes, sem er frammi í bátnum, í hárið á honum. Fyrsta mann- inum af Jóni forseta er bjargað. Maðurinn reynist vera Steingiímur Einarsson háseti. Hinn mesti dugnaðargarpur, sem enn í dag, 42 árum síðar, er starfandi togarasjómaður á b.v. Þormóði goða, hjá Bæjanítgerð Reykja- víkur. Haraldur bróðir hans, 27 ára að aldri, var einnig skipverji á Jóni forseta og fyrsti maðurinn sem drukknaði af hvalbaknum. Þeir bræðumir voru síðastir að fara í reiðann og ýtti þá Har- aldur bróður sínum, Stekigrími, á undan sér og sagði: „Farðu á undan því þú ert giftur.“ Steingrímur náði rétt að fóta sig neðst í reiðanum þegar brotsjór mikill reið yfir og tók Harald með sér. Þeir á bátnum sjá nú hvar annar maður af Jóni forseta hendh sér í sjóinn og syndir mjög knálega. En útsogið grípur hann á miðri leið. Engin mannleg orka né sundleikni hefur við því voða afli. Maðurinn berzt til baka aftur að skipinu, þar sem hann sog- ast niður og hverfur. Þetta er skelfilegt augnablik. Litlu síðar sézt þriðji maðurinn kasta sér út af hvalbaknum. Sá hefur sýnilega sætt réttu lagi, því stór alda ber hann óðfluga að lóninu þar sem hans er beðið í ofvæni. Þegar aldan brotnar hverfur maðurinn, en honum skýtur fljótlega upp aftur og grípur sundtökin. Það er seilst til hans með ári frá bátnum og honum tekst að ná taki á árablaðinu, honum er borgið. Þetta er Sigurður Bjarnason háseti, annar maðurinn, sem bjargast af Jóni forseta. Þeir á litla bátnum, sem höfðu teflt í tvísýnu við að ná mönn- unum tveimur, höfðu við þær aðfarir misst stýrið af bátnum og ýmislegt annað hafði farið forgörðum. Eftir að hafa komið skip- brotsmönnunum í land vildi eigandi bátsins ekki aftur leggja út í það sama á bátnum stýrislausum. Hann féllst þó á að láta þeim Jóhannesi efth bátinn. Jóhannes segir, að þá hafi Stefán bróðir Jóns komið með þcim í staðinn og verið með þeim í bátnum efth það. Eru þeir allir þrír lifandi enn í dag. Jóhannes segh, að tveir SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1 1 Loftskeytamaðurinn á Hafsteini ásamt Guðmundi Guðjóns- syni skipstjóra, sem tók þar við skips- stjórn skömmu eftir strandið, og þar sem til hans réðust flestir þeir er björguðust af Jóni forseta. aðrir sjálfboðaliðar hafi verið með, sem hann ekki man nöfn á, en minnh að annar hafi verið úr Vestmannaeyjum en hinn að norðan. Þessir menn létu það ekkert á sig fá, þótt báturinn væri orðinn stýrislaus. Við árarnar voru traustar og vanar hendur. Þcir lögðu aftur út í brotin. Þar höfðu þeir komið auga á baujuna, sem skip- brotsmennirnir voru að reyna að liðka fyrh, með því að toga öðru hvoru í vírinn, sem lá í botni. Hægt og hægt mjakaðist baujan nær lóninu, þótt útsogið færði hana öðru hvoru aftur til baka. Mennirnir á litlu fleytunni gerðu hverja tilraunina eftir aðra til að reyna að ná baujunni, en bátinn fyllti hjá þeim hvað eftir annað, svo þeir urðu að víkja undan til að ausa. Að lyktum var þó orðið tiltölulega skammt í baujuna, þar sem hún barst fram og aftur í brotunum. Þá gera þeir seinustu tilraunina. Kristinn Guðjónsson, einn af skipbrotsmönnunum, nú alifugla- bóndi í Hafnarfirði, bróðh Guðmundar skipstjóra, segir þannig frá þessum atburði, þegar liðin eru 42 ár: „Eg man þetta ennþá eins og það hefði skeð í gær. Klukkan var langt gengin á fjórða tímann um daginn og það var byrjað að falla að. Liðnar voru rúmar 15 klukkustundir frá því að „Forsetinn“ strandaði og að- eins tveh okkar höfðu bjargast í land. Aðrir tveir höfðu drukkn- að af þeim, sem komust á hvalbakinn, til viðbótar öllum hinum, sem fórust af stjómpalli. Baujan, sem var okkar síðasta von, var aðeins nokkra faðma frá litla bátnum. Ég sá þá leggja sig í stór- kostlega hættu við að ná baujunni. Þeir virtust ekkert sinna þvi þótt við lægi að bátnum hvolfdi yfir þá. Ég sá að í framstefni bátsins stóð maður, sem barði ákaft báðum höndum ofan í stefn- ið, eins og til að hvetja mennina við árarnar að leggja nú fram sína síðustu krafta til að ná í baujuna, þar til þeim tókst þetta að lokum. Maðurinn í stafni bátsins greip baujuna með traustnm tökum og innbyrti hana í bátinn, eins og hann hafði gert við fyrsta manninn, sem var bjargað. Það þarf ekki að lýsa þeirri fagnaðar- kennd, sem greip okkur skipsfélagana þegar við sáum að þessu mikilvæga sambandi var komið á, og mennirnh í bátnum lögðust á hömlur til að draga baujuvírinn í gegnum brimskaflinn á þóttu- fullum bátnum, inn á lónið, þar sem ótal hendur þeirra á átt- æringnum biðu til að treysta festingu þessarar Iíftaugar. Fyrst var tógi fest í baujuna og skipbrotsmönnum gefið merki að draga hana aftur út til sín. Síðan var minni bátur festur í tógið og sérstaklega útbúinn til að draga hann á milli. Þó aðstaða

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.