Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Qupperneq 20

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Qupperneq 20
Stafnesið og skerjagarðurinn úti fyrir. Það var í febrúannánuði 1928, á Suðurlandi geysaði hin versta ótíð. Alla vikuna frá sunnudeginum 19. febrúar til sunnudagsins 26. gátu togararnir á Selvogsbanka ckki kastað trolli. Það þótti gott að geta varist áföllum. Karlarnir voru að verða vitlausir. Vondu voru þeir vanir, en þetta tók þó út yfir. Þeir höfðu fyrir skömmu komizt að raun um það. á átakanlegan hátt, að togar- arnir væru ekki óvinnandi sjóborgir. Það var í Halaveðrinu 1925, þegar tveir togarar týndust í rúmsjó á einni óveðursnóttu, aðfara- nóttu sunnudagsins 8. febrúar. Með þeim fórust samtals 68 full- hugar á bezta aldri. Allt Islendingar að undanteknum 6 Bretum. Oveðrið á Selvogsbanka, í þetta skipti, var annars eðlis. Það var nógu slæmt til að gera mönnum lífið leitt og tefja frá veiðuin, en það var ekki lífshættulegt, ef viðhöfð var full aðgæzla og var- ast að rekast á önnur skip. Þá var það bót í máli, að þar sem stormurinn var mest á austan eða suðaustan að veðrinu fylgdi hvorki frost né liarðrétti. Mörgum þykir þó rokið og rigningin lítið belri, enda stundum þá svo dimmt að varla sér út úr auga. Þessir löngu óveðursdagar hefðu orðið skipverjunum ennþá óbærilegri liefði ekki verið komin til skjalanna ný og dásamleg tækni, radíó-hljóðvarpið. Ríkisútvarpið var samt ekki komið til sögunnar, heldur höfðu nokkrir framtakssamir menn fengið sér- stakt leyfi til útvarpsreksturs og útsendingin fór fram úr litlu herbergi yfir verzluninni Edinborg. Oft var þá útvarpað beint frá skemmtistöðum eða mannfundum. Einn þessara óveðursdaga hafði verið útvarpað frá fjörugum fundi íþróttamanna, þar sem þess var krafizt, að byggð yrði sem bráðast sundhöll í Reykjavík. Varð þá sumum sjómönnum að orði: „Þessir kokliraustu landkrabbar væru betur komnir út á togara. — Þar geta þeir fengið nægar líkamæfingar og eins mikið bað eins og þeir vilja!“ Sunnudagurinn 26. febrúar var að kvöldi liðinn. Veðrinu hafði slotað og sæmilegur afli fengist um daginn, 1 til 3 pokar í hali af ufsablöndnum þorski. Sama jafna fiskiríið var hjá hinum tog- urunum þarna út af Selvognum. I Jökuldjúpinu út af Faxaflóa var togarinn Jón forseti. Togarinn var nýkominn út frá Reykja- vík. Vegna stormsins á bankanum héll hann sig fyrst í Jökul- djúpinu. Þarna voru nokkrir togarar og höfðu getað togað þessa daga, en afli var fremur tregur. Togarinn Ilannes ráðherra, frá sama félagi, var norður við Kolluál eða út af Búlandshöfða og hafði fiskað vel alla dagana, en það var ekki nýtt að Guðmundur Markússon næði þarna fiski þegar aðrir fengu ekkert. A þessum árum mynduðu togaraskipstjórar sérhópa er skipt- ust á aflafréttum innhyrðis á kódamáli. Það fór eftir innbyrðis kunningsskap skipstjóranna hverjir voru saman í flokki. Togaramir í Jökuldjúpi voru í kóda-sambandi við marga tog- arana, sem voru útaf Selvognum. A sambandstímanum kl. 20,00 um kvöldið var cnnþá góður reytingur hjá þeim á vesturbank- anum, en b.v. Jón forseti sagði ]>á: Skaufi og ekkert í tveimur síðustu holunum. Um miðnætti var aftur skipzt á fréttum. Skeyt- ið frá Jóni forseta var þá stutt og laggott: „Erum að stíma.“ — Enginn vissi hvert. Þar sem togararnir í „Litla Norræna kódafélaginu" voni nokk- uð margir og allir að veiðum í þetta skipti, tók það nokkurn tíma að safna skeytunum og þýða í hendurnar á skipstjórunum. Á þcssum tíma sólarhringsins var það venja að loftskeytamennirnir kæmu sér í svefn þegar búið væri að ganga frá skeytunum, enda sá tími sem skipstjóramir reyndu líka að fá sér einhvern blund. Einn af togurunum á bankanum var togarinn Hafstein frá ísa- firði, skipstjóri Ingvar Loftsson, sá sem rúmu ári seinna, þá skip- /' -\ Skipsstrand er olli straumhvörfum í björgunarmálum GLEYMDIR BJÖRGUNARMENN ' V______________________________________y Ó SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.