Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Qupperneq 36
I maí 1968 hóf fyrirtækiS rekstur
nýrrar og fullkominnar fiskiðnaðarverk-
smiSju i Cambridge, Maryland. Cam-
bridge er smábær á Marylandskaganum,
400 km suðvestur af New York. Rit-
stjóri blaðsins hitti Þorstein úti í Cam-
bridge í vetur og spurði hann almennra
tíSinda um reksturinn, en Þorsteinn
hefur verið forstjóri Coldwater síSan
1962, og sagði m. a.:
— Hlutverk Coldwater er að selja
frystar sjávarafurðir í Bandaríkjunum
fyrir hraðfrystihús innan SH. Upphaf
þessarar starfsemi var, aS SH opnaði
söluskrifstofu í New York árið 1944,
sem Jón Gunnarsson verk'fræðingur
veitti forstöðu. Arið 1947 var fyrirtækið
Coldwater Seafood Corp. stofnaS í þeim
tilgangi aS gæta alhliða hagsmuna sam-
takanna á bandaríska markaðnum.
Fyrstu árin voru fyrst og fremst seld
'hraðfryst fiskflök, en árið 1954 var haf-
inn rekstur á fiskiðnaSarverksmiðju í
Nanticoke, Maryland, sem framleiddi
fiskrétti, svonefnda fiskstauta og fisk-
skammta, sem eru þekktar vörur hér
fyrir vestan. Þessar vörur, sem oft eru
nefndar þægindavörur, voru þá að byrja
að ryðja sér til rúms.
Eftirspurnin eftir fiskréttum hefur
síðan aukizt jafnt og þétt, eins og sjá
má af því, aS á sl. 10 árum hefur heild-
arframleiðslan á fiskstautum og fisk-
skömmtum aukizt úr 21,8 millj. pund-
um (lbs) áriS 1948 í 158,4 millj. pund
árið 1967 eSa sjöfaldast.
Coldwater hefur jafnan verið framar-
lega á sínu sviði, og er þáttur fiskiðnaS-
arverksmiSjunnar stöðugt mikilvægari í
að tryggja stöSu fyrirtækisins og frarn-
þróun þess. Er okkur því mikilsvert að
vera komnir með verksmiðju, sem mætir
betur kröfum tímans.
— Hefur fjölbreytni í vörufram-
boði ekki aukizt mikið?
—■ Mjög mikið. Fjöldi vörutegunda,
sem sýndur er á verSlista Coldwater er
nú 127 talsins. Auk þess framleiðum við
mikinn fjölda vörutegunda, sem ekki
koma fram á verSlistanum. Eru það
framleiðsluvörur, sem fullnægja sérkröf-
um viðskiptavina. Fjölbreytnin er þann-
22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
ig raunverulega mun meiri en verðlist-
inn segir til um, eða um 250 mismun-
andi vörutegundir og umbúðir.
Vöruframboðið og fjölbreytni ein-
stakra framleiðslutegunda byggist á
helztu fisktegundum, sem veiddar eru
við ísland og hugkvæmni að framleiða
sem eftirsóknarverðastar vörur.
Sem dæmi um fjölbreytileik í fram-
boði vörutegunda, mætti m. a. nefna, að
frystur humar er flokkaður í 8 mismun-
andi flokka eftir stærS, og ennfremur,
hvort humarinn er í skel eða skelflettur.
Fiskstautar eru framleiddir úr 5 fisk-
tegundum, þorsk-, ýsu-, ufsa-, löngu- og
lýsublokkum.
— Hvernig fer framleiðsla fisk-
réttanna fram?
— Fyrsta stig framleiðslunnar er eig-
inlega á Islandi, þar sem framleiðsla
meginhráefnisins, fiskblokkanna fer
fram í hraðfrystihúsunum.
í fiskiSnaðarverksmiðjunni eru fisk-
blokkirnar, sem eru 1044—I8V2 pund að
þyngd, sagaðar í frosnu ástandi niður í
fiskstauta og fiskskammta. Eftir að
blokkin hefur verið söguð í réttar stærð-
ir, fara hin niSursöguðu stykki á færi-
bandi í gegnum sérstaka vél, sem úðar
þau meS bökunardeiginu. Stykkin fara
áfram á færibandi í gegnum vél, sem
sáldrar á þau brauSmylsnu. Á næsta stigi
framleiðslunnar fara stykkin í gegnum
steikingarvél og úr henni í færibands-
frysti, sem frystir þau á ný á nokkrum
mínútum. Eru þau þá tilbúin til pökk-
unar. Frá því að fiskblokkin er söguð
niSur og þar til varan er komin tilbúin
og innpökkuð í frystigeymsluna, líða 5
—25 mínútur, eftir því á hvaSa línu
framleiðslan fer fram og hvaða vöru
verið er að framleiSa. MeS línu er hér
átt við samstæSu véla, færibanda, frysta
o. þ. h., sem framleiðslan á sér stað í.
— Hvað segir þú um nýju
verksmiðjuna?
— Framkvæmdir hófust í apríl 1967
og var verksmiSjuhúsið tilbúið fyrir ára-
mót sama ár. FramleiSsla byrjaði 20. maí
1968, eftir flutninga og niðursetningu á
helztu vélum og tækjum, sem voru úr
eldri verksmiSjunni, samhliða uppsetn-
ingu nýrra véla.
Flatarmál verksmiðjunnar er 10.000'
ferm. ASalhlutar eru: Vinnusalur, frysti-
geymslur, birgðageymslur fyrir brauð-
mylsnu o. þ. h., vélasalur, viðgerðar-
verkstæði, hleðsIustöS fyrir rafmagns-
lyftara, efnarannsóknarstofa, skrifstofa,
borðsalur 0.1ÍI.
Áherzla er lögS á, að framleiSsla og
útflutningur gangi hratt og skipulega
fyrir sig, og að hvert framleiðslu- eða
flutningsstig eigi sér stað í beinu fram-
haldi hvaS af öðru. Sérhver töf eða mis-
tök geta veriS dýr í verksmiðju, sem
framleiðir fyrir hundruðir millj. króna
á ári.
— Hvernig er skipulagi og sölu-
starfi Coldwater háttað?
— Fyrirtækið hefur aðalskrifstofu í
Scarsdale, New York. Þar starfa 20
manns. Þar er sölu-, auglýsinga- og
framleiSslustarfsemin skipulögð, auk
annarra verkefna, sem þar eru innt af
hendi, svo sem innkaup, bókhald, verð-
lagning o. s. frv.
Eftir atvikum er selt beint til stórra
kaupenda, eða gegnum umboðsmanna-
kerfi, sem er myndað af tæplega 50 um-
boðsfyrirtækjum, sem ná til allra fylkja
Bandaríkjanna.
Forstjóri fyrirtækisins hefur yfirum-
sjón með allri starfseminni. Sér til að-
stoðar í sölumálum hefur hann 3 sölu-
stjóra, sem hafa meS ákveðin sölusvæSi
að gera. Skri'fstofustjóri er Geir Magn-
úrsson viSskiptafræðingur, en verk-
smiðjustjóri er GuSni K. Gunnarsson
verkfræðingur. Hafa þeir unnið mikið
og gott starf í þágu fyrirtækisins í fjölda
ára.
— Hvað vildir þú segja frekar
um þessi mál?
— Samkeppnin í sölu freðfisks til
Bandaríkjanna hefur harðnaS mjög
mikið. Afar mikil fjárfesting hefur átt
sér stað hjá mörgum þjóðum í fram-
leiðslutækni fyrir þennan markað. ÞjóS-
ir, sem áður seldu nær ekkert til Banda-