Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 47

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 47
Þrátt fyrir stóraukinn stálbyrðing varð ekki hjá því komist að „Manhattan“ fengi all- verulegar skrámur í árekstrum við stóra ísjaka. Fyrstu landkönnuSir á þessum slóð- um voru einnig að leita viðskiptaleiða. Fyrstur sem kunnugt er um, John Cabot, sem á árunum 1497 og 1498 reyndi tví- vegis að finna siglingaleið um Norður- Ishafið, en týndist þar. í leit að siglinga- leið til Indía — yfir þak heimsins — fylgdu aðrir í kjölfar hans næstu 350 ár, en mistókst. Margur dugandi sæfari týndi þar lífi sínu, eins og Fíenry Hudson í ferð sinni á „Discovery" árið 1610. 1 flóanum, sem nú ber nafn hans, gerði skipshöfnin uppreisn, skyldi Hudson og ungan son hans eftir í bát ásamt sjö skipverjum, ■og sigldu burt, en aldrei spurðist framar til þeirra, sem eftir voru skyldir. Leiðin varð loks endanlega fundin, sem afleiðing af hinni hörmulegu för Sir John Franklins árið 1845. Með 129 mönnum, á tveim skipum, týndist allur leiðangurinn í ísauðnum norðursins (sjá landakort). Um langt árabil voru gerðir út margir leiðangrar að leita þeirra, en árangurslaust. Arið 1850 fór leitarleiðangur á skip- inu „Investigator" undir stjórn McLure, inn í eyjahafið að vestanverðu. — Þeir frusu fastir í Merca Bay, en fundust árið 1853 af leitarleiðangri frá FI.M.S. Reso- lute, sem var innifrosið 200 mílum aust- an við Dealy Island. — McLure og skip- verjar hans gengu síðan þessar 200 míl- ur yfir ísinn til „Resolute". 1854 komst leiðangurinn loks af stað aftur austur á bóginn. Við Beechy Island biðu björg- unarskip, sem fluttu McLure og leið- angursmenn hans heim, er þannig voru fyrstir manna til þess að ferðast alla norð- vesturleiðina. Heiðurinn af því að komast einskipa þessa siglingaleið féll hins vegar í skaut norska landkönnuðarins Roald Amund- sen (síðar einnig fyrstur til þess að kom- ast á Suður-pólinn), sem árið 1903 kom að siglingaleiðinni að austanverðu, og þremur árum síðar sigldi sigri hrósandi 'gegnum Beringssund. Þessi erfiÖa siglingaleið var svo ekki farin aftur fyrr en 1940—1942, er Henry Larsen úr Kanadísku fjallalögreglunni fór á seglskútunni „St. Roch“ gegnum ísbreiðurnar frá vestri til austurs, og tveim árum síðar, á sama skipi, 104 feta bát, aftur til baka, og varð þannig fyrsti maður til þess að fara báðar leiðir. Árið 1954 fór kanadíski ísbrjóturinn „Labrador" þá leið, sem djúprist skip gætu farið, og fleiri stórir ísbrjótar sigldu síðar sömu leið. „Labrador" aðstoðaði einnig U.S. Coast Guard-skipin „Stor- is“, „Spar“ og „Bramble" til þess að verða fyrstu bandarísku skipin, sem fóru þessa siglingaleiÖ. Þær siglingar bandarískra skipa, sem mesta athvgli vöktu þó, var sigling kaf- bátanna „Nautilius", „Skate" og „Sea- dragon“ árin 1958, 1959 og 1960. Bók- staflega talaÖ, stungu þeir sér undir verkefnið, þessir kjarnorkuknúðu kaf- bátar ferðuðust neðansjávar yfir Norður- Pólinn. ☆ Með „Manhattan" voru tveir ísbrjót- ar, ef á þyrfti að halda til aðstoðar, þyrlur voru einnig notaðar til þess að skyggnast um eftir íslausum svæðum, en vegna stærðar sinnar og djúpristu, varð skipið að sigla þar sem dýpi var nægilegt. Segulkompásar þess hring- snérust er þeir nálguðust segulpólinn, og jafnvel gyrokompásar þurftu ítrek- aðra leiðréttinga við. Skömmu eftir að þeir voru komnir inn í Viscount Melvilli Sound lentu þeir í margra ára gömlu ísbelti, sem hafði þiðnað í sumarhitum og frosið að nýju og orðið stálhart. Skipið missti ferð og stanzaði loks alveg við blýgráan vegg. Umhverfið glóði af ójarÖneskum bjarma. Á 74. gr. N-breiddar kom mið- september sólin svo lágt yfir sjóndeildar- hringinn, að varla var hægt að tala um dagsskil, dagurinn var aðeins glampandi sólargeisli og glóandi sólsetur. Hitastig- ið var tiltölulega hátt fyrir þessa breidd- argráðu, um 17 gr. F., en allhvass vind- ur blés frá NorÖur-Pólnum. Eftir nokkurt hlé var gerð önnur til- raun til þess að renna skipinu á ístang- ann, en það misheppnaÖist að brjótast í gegn. Á meðan hafði vökin, sem við SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.