Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 31
Þórður Hermannsson,
skipstj. á Ögra.
Gísli Jón Hermannsson.
skipstj. á Vigra.
Gunnar Hermannsson.
skipstj. á Eldborgu.
Halldór Hermannsson,
skipstj. á Þristi ÍS.
Birgir Hermannsson,
skipstj. á vegum SÞ á
Jamaica.
ar ég fékk gigtina og læknirinn sagði
mér að liggja, að ég sagðist skyldi gera
það um jólin, annan tíma mætti ég ekki
missa ...
... Já, ég þjáðist lengi af iskís —
þrýstingur á afltaugina — ég mátti þola
þetta í ein tuttugu og fimm ár — mis-
munandi mikið auðvitað, en ég var oft
kvalinn af þessum sjúkdómi. ... Þegar
ég var sem verstur, varð ég að vekja kon-
una, þegar ég fór til róðra og fá hana
til að hjálpa mér að klæðast — ég gat
ekki beygt mig á'fram, og þegar ég tók
eitthvað upp á þessum árum, sem ég
þurfti vitaskuld að gera meira eða minna
daglega, þegar allt var nú borið á sjálf-
um sér, þá varð ég að beygja mig í
hnjánum, aftur á móti var ég nokkuð
góður, þegar ég var kominn í róðrar-
stellingarnar — því að ekki dugði að
slá slöku við sjósóknina.
Ég man ennþá þann dag, þó að langt
sé nú umliðið, þegar ég fékk þessar
kvalir fyrst. Ég var þá að koma úr róðri,
og allt í einu var eins og rekinn væri í
mig hnífur — ég varð alveg ósjálfbjarga
í bátnum og lá þannig á leiðinni í land,
en bráði svo af mér að ég gat farið að
staulast þegar að landi var komið. Ég
losnaði ekki að fullu við þessar gigtar-
eða iskískvalir fyrr en síðustu tennurnar
voru dregnar úr mér. Ég lét þá taka úr
mér ellefu beyglur ódeyft, því að ég var
þá stundina kvalinn af gigtinni og sagði
við lækninn, að mér hlytu að hverfa
gigtarkvalirnar meðan verið væri að
draga úr mér. Það varð orð og að sönnu,
því að ég hef ekki fundið til þeirra síðan
— ég veit ekkert af hverju þetta stafaði,
en svona var það. —
Það er einkennilegt þú skulir hafa
heyrt söguna um trefilinn, ég hef engum
sagt hana, svo ég muni, en auðvitað
vissu þeir, sem voru með mér um borð,
af þessu, þeir hafa kannski sagt frá því.
... Ég var sæmilega hraustur —
skrokksterkur, held ég. Þetta var þannig,
að ég var með langan og mikinn ullar-
trefil, og þegar ég beygði mig yfir vél-
ina, náði öxullinn í trefilkögrið og vatt
vitaskuld treflinum strax upp á sig. Ég
skaut höndunum snöggt fyrir mig, þeg-
ar trefillinn kippti mér áfram og kom
bolmagninu við og trefillinn slitnaði —
jú, það er ekkert vafamál að ég átti kröft-
unum líf mitt að launa þarna, því að ég
hefði að líkindum rotazt, þegar ég hefði
skollið yfir í súðina, og síðan örugglega
hengzt, því að ég hefði engum vörnum
komið við, eftir að ég var kominn flatur
niður að öxlinum. En lengi var ég eftir
mig í hálsinum, og konunni varð svo
mikið um þetta, þegar hún sá trefilinn
og vissi um orsakirnar, að hún prjónaði
mér aldrei lengri trefil en svo, að ég rétt
gæti vafið honum um hálsinn. Hún
Eldborg GK 13.
Eldborg GK 13.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1 7