Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Qupperneq 26
skipbrotsmanna væri erfið, tókst þetta eins og til var ætlast, þrátt
fyrir vaxandi sjógang. Enda voru hér menn að verki, er áttu um
lífið að tefla, og sem kunnu hin réttu handtök, þótt fingur þeirra
væru orðnir aumir og króknir eftir hina þrotlausu vosbúð.
í fyrsta bátinn komust eftirtaldir menn: Bjarni Brandsson,
Olafur Ámason, Magnús Jónsson og Gunnlaugur Jónsson frá
Króki. I næstu ferð komust aðeins tveir í bátinn, þeir Steindór
Bjarnason og Ki-istinn Guðjónsson, því þá brotnuðu festingarnar
í bátnum að framan svo honum sló til. Þorðu þeir, sem eftir voru,
ekki öðru en gefa lausa línuna. Voru þessir tveir þá dregnir inn
á lónið og tókst það vel.
Aftur var búið um bátinn ennþá rambyggilegar og skipbrots-
mönnum gefið merki um að draga hann fram. En nú voru aðeins
fjórir menn eftir til þess vcrks og öll aðstaða orðin miklu verri
og lengra að komast í bátinn, samt tókst Pétri Péturssyni með
einhverjum hætti að komast niður í hann, en um leið reið yfir
mikill sjór, sem sleit fangalínuna í togarann og bar þá bátinn
óðfluga undan í áttina til lands.
Eftir voru þá þrír menn í togaranum. Magnús Sigurðsson, elzti
hásetinn, 42. ára, og tveir yngstu hásetarnir, Frímann Helgason
og Guðjón Angantýr Jónsson, 18 og 19 ára einhleypir menn. Þeir
sáu nú ekki fram á neina möguleika til að koma aftur á sam-
bandi, nema ef það kynni að vera hægt á næstu fjöru, en þá
væri komin hánótt. Fullorðni hásetinn var með öllu ósyndur,
hann átti því ekki annars úrkost en að bíða. Það töldu ungu
mennirnir óhugsandi, þeir ákváðu því að reyna að bjarga sér á
sundi. Frímann sá sér út gott lag og lagði til sunds á undan. Hon-
um farnaðist vel, enda hraustmenni og alinn upp við brim og
ströng vötn í Vík austur. Guðjón beið heldur ekki boðanna og
henti sér strax til sunds á eftir honum. En fullorðni maðurinn
lcitaði aftur upp í reiðann.
Steingrímur, sem fyrstur bjargaðist á sundi, sagðist allan tím-
ann hafa verið neðstur í reiðanum, og það hafi þurft yfirmann-
legan mátt til að halda sér þar, þegar mestu ólögin riðu yfir á
flóðinu, og hefði það bjargað sér að hann gat líka notað fæturnar.
Meðal þeirra, sem neðstir voru í reiðanum, segist hann muna
eftir Sigurði Sigurðssyni, Pétri Péturssyni, Sigurði Bjarnasyni og
Bjarna Brandssyni.
Þegar útfallið kom fóru þeir að geta hreyft sig og jafnvel kom-
ist niður á hvalbak, segist Steingrímur hafa haft það eitt í hug-
anum að komast frá borði. Hann hefði ekki getað hugsað til þess
að vera annað flóð í reiðanum. Hann kvaðst hafa verið viss um,
að hvorki hann eða neinn þeirra, sem neðstir voru, myndu þola
það. Þegar hann sá hvað stutt var í róðrabátinn innan við brotin,
segist hann ekki hafa hugsað sig um heldur heldur stungið sér
út í aðsteðjandi báru og verið svo heppinn að hún bar hann óð-
fluga í land, inn milli grynninganna í áttina til litla bátsins.
Meðan hann reið á toppi hinnar miklu bylgju, sá hann hvar
félagi hans, Sigurður Sigurðsson, stakk sér út á eftir honum, en
Sigurður var talinn vanasti og bezti sundmaður þeirra allra, þó
átti það fyrir honurn að liggja að drukkna á sundi. Kristinn Guð-
jónsson segir að Sigurður hafi hæði farið úr stakknum og stíg-
vélunum, til að vera sem léttastur á sundinu, og hann hafði aldrei
látið á sig neitt sundvesti. Hafi Bjarni Brandsson bátsmaður þá
tckið af sér björgunarbeltið og viljað afhenda það Sigurði, en
hann hafi ekki viljað taka við því. Sigurður lenti á öfugu róli,
útsogið greip hann á miðri leið og bar hann til baka og undir
skipið.
Steingrímur staðhæfir, að þegar hann og Sigurður lögðu til
sunds, sem var um liggjandann á fjórða tímanum um daginn, þá
hefði þeim ekki verið farið að detta í hug að baujan gæti komið
þeim að notum. Þeir hefðu leyst baujuna úr reiðanum strax í
byrjun, því að annars hefðu þeir ekki getað komizt þar fyrir.
Við að losa baujuna hefði Sigurður Bjarnason klemmzt með hand-
legginn í vírhönkinni, er hún féll niður úr reiðanum og bæri hann
þess menjar enn í dag. Baújan með vímum hefði síðan flotið við
síðuna allan morguninn, en við straumskiptin hefði hún tekið að
rekja út vírinn og færast nær landi, og þá hafi þeirri hugsun
skotið niður í þeim, sem eftir voru, að reyna að liðka til á vírn-
um, en endi hans var festur við nálar neðst í reiðanum.
Um strandið segir Steingrímur, að það hafi verið óskiljanlcgt,
og sennilega orsakast af röngum affarastað. Hann segir að skip-
stjóri hafi fyrst hugsað til lendingar eftir að þeir komu björgunar-
bátnum á flot, en vegna þess að menn voru að ganga fram og
aftur með luktir í landi um nóttina, hafi hann tekið það sem vís-
bendingu um að þar væri ólendandi, eins og segir í alþjóðaregl-
um. Aftur hefði skipstjóri talið mikla áhættu að halda til hafs
vegna brota fyrir aftan skipið, og vegna þess að báturinn rúmaði
tæpast alla skipshöfnina.
Báturinn var hafður tiltækur og ausinn fram til klukkan fjög-
ur um nóttina, og telur Sigurður Bjarnason sig liafa verið síð-
astan við austurinn, og hann hafi hætt vegna þess að farið var
að gefa á bátinn og hann hafi ekki haft við að ausa.
Steingrímur segist hafa verið á vakt á stjórnpalli til miðnættis.
Þegar þeir fóru af vaktinni hvað hann skipstjórann hafa sagt, að
þeir væru 12 sjómílur frá Garðskaga, og segist hann hafa séð
vitann greinilega, hafi fyrst verið stýrt í suður eftir áttavita, cn
stcfnunni breytt í Suður hálf vestur á vaktaskiptunum.
Ollum ber saman um, að sá sem fyrstur drukknaði hafi verið
16 ára piltur, Arni, sonur Stefáns matsveins, sem þarna varð að
horfa á son sinn drukkna, áður en hans biðu sömu örlög. Dreng-
urinn var í björgunarbelti og bar vel við á ölduhryggnum, sem
bar liann burtu. Hann veifaði mcð hendinni og þeir heyrðu hann
kalla: „Vertu sæll pabbi og þið allir.“ Svo hvarf hann sjónum
þeirra út á milli brotanna.
Eftir þetta sleit þá burtu hvern eftir annan, þangað til enginn
var eftir af þeim, er leitað höfðu hælis á stjórnpallinum. Þar á
meðal voru allir skipstjórnar- og vélstjórnarmennimir, loft-
skeytamaðurinn, báðir kyndararnir og tveir hásetar.
Barátta þeirra var hörð og erfið. Það var kominn bjartur dag-
ur. Þeir sáu mannsöfnuðinn í landi og hin skipin fyrir utan. Þeir
vissu að allir þessir aðilar höfðu fullan hug á að bjarga þeim.
En kraftar þeirra þrutu, þar sem þeir voru meira og minna í kafi
milli ólaganna.
Fyrst eftir að skipið strandaði og fram undir klukkan fimm um
morguninn var vel fært um skipið ofan þilja. Menn gátu bæði
klætt sig og útbúið á ýmsan hátt.
En eftir að Ijósin slokknuðu fóru menn að leita sér athvarfs.
Sumir á stjórnpalli en aðrir á hvalbak. Fyrst voru 12 menn á
stjórnpallinum en 13 á hvalbaknum.
Þá var það að einn hásetinn á stjómpallinum, Gunnlaugur Jóns-
son, tók þá ákvörðun að komast fram á hvalbakinn, eftir að talið
var ófært að fara á milli, en skipstjórinn hélt aftur af honum og
taldi það bráðan bana að gera þá tilraun.
Gunnlaugur gerði sér þá erindi fram á brúarvænginn. Þar hélt
hann sig um stund og horfði á ólögin, sem komu með nokkuð
jöfnu millibili. Allt í einu sveiflaði hann sér yfir á ljósastaginn,
niður á spilið og fram með stagnum og komst þannig í einni at-
rennu fram á hvalbak til hinna hásetanna.
Hvernig honum tókst að brjótast þetta í ágjöfum og svarta
myrkri, sem talið var ófært, það segist hann aldrei geta skilið,
en þetta varð til að bjarga lífi hans. Hann var 14. og síðasti mað-
urinn, sem komst á hvalbakinn.
Gunnlaugur bjó annars ekki í lúkarnum með hinum hásetun-
um, heldur svaf hann á bekk í káetunni vegna þrengslanna á
saltfiskveiðum, þar sem öll flet í hásetaklefa voru fullsetin. —
Gunnlaugur er eina vitnið, um hvað fór á milli vélstjórans og
kyndaranna, sem gengu af skipinu áður en það lagði upp í þessa
síðustu ferð sína.
Framhald á bls. 35.
12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ