Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 40
Brezka konungsfjölskyldan var í nokkurra vikna vináttuheimsókn á suðurhafseyjum
Kyrrahafs í vor. 500 manna kór kvaddi fjölskylduna með söng er hún sigldi frá landi í
Suva. En í Tonga, sem tilheyrir Nýja Sjálandi, tók konungurinn Taufa’ ahau á móti
fjölskyldunni af mikilli vinsemd, en hann sézt hér á myndinni til hægri ásamt Onnu
prinsessu. — Við birtum þessar myndir vegna þess, hve allir eru glaðir á svip, og þó
einkum vegna tízkuklæðnaðar og vaxtarlags þeirra konunglegu á myndinni til hægri!
eldana — og gera við þetta. ...
Maður er svo sem búinn að lenda í
ýmsu. ... Einu sinni var það, að ég var
á togara, meistarinn var danskur, ég var
kyndari, við lágum í höfn, ég man ekk-
ert hvaða höfn það var og ekki heldur
nafn togarans, en skipshöfnin hafði far-
ið í land að skemmta sér, nema ég og
danski meistarinn, gamall karl og ágæt-
ur. Svo er það um nóttina, að hringt er
á ferð, meistarinn svarar, og það er
hringt á meiri ferð, og meistarinn gefur
hana, en biður mig að skreppa upp og
vita hverju þetta sæti, hann hafi ekki
orðið var við skipshöfnina um borð, og
ekki að létt væri akkerum, en við lágum
fyrir akkerum út á, það var svarta myrk-
ur, en þegar ég kem upp á dekkið, heyri
ég vatnsnið, líkt og í foss, ég fór að rýna
út fyrir síðuna, þetta var þá kælivatnið
frá vélinni — við vorum á 'fullri ferð
áfram upp í fjöru. Ég hljóp upp í brú,
þar lá kapteinninn sofandi á brúargólf-
inu, en telegraffið í botni — ég var fljót-
ur að hringja niður.
Það var Ijóta standið, maður, dallur-
inn náðist þó út, en það er bezt að segja
ekkert meira frá þessu, það var ósköp
slysalegt allt.
Ég var á Reykjaborginni um tíma í
síðara stríðinu og það var líkt og í fyrra
26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
stríðinu, að ég var nýfarinn af, þegar
hún var skotin niður, og það kom aldrei
neitt fyrir mig; ég sigldi lengi stríðsins
á togaranum Ha'fsteini, — einu sinni
komum við að 6000 tonna dalli, sem
skotinn hafði verið niður, — ég var uppi
í brú, við vorum á siglingu í írska kan-
alnum, þá sé ég allt í einu eyju, þar sem
engin eyja átti að vera, og við förum að
athuga þetta, þetta var þá skip að sökkva.
Það stóð beint upp á endann, það var
furðulegt að sjá það, það var lengi svona,
hélzt uppi á lofti í framstafninum —
við björguðum þarna sex mönnum af
fleka, þar á meðal einum Dana, sem ég
tók eiginlega að mér. Hann var slasaður
greyið og allslaus, ég kom honum í
vinnu og hann kvæntist hér, en ég kom
ekkert nálægt því. Svo fór hann út að
stríðinu loknu, og bauð hann mér heim
til sín, þegar ég var úti í Höfn fyrir
nokkrum árum, og hefur skrifað mér til
skamms tíma, en er nú hættur þvi,
kannski er hann nú dauður.
Nei, ég fann aldrei til óróleika í hvor-
ugu stríðinu, svaf alltaf eins og steinn,
en ég svaf vitaskuld í fötum, það gerðu
flestir, einu sinni sá ég kafbát í kjöl-
farinu, sá stöngina, ég sagði engum frá
þessu, það var ekkert hægt að gera, hvort
eð var. Ég barðist mikið fyrir því að
Droftningarheimsókn.
togararnir fengju vélbyssur um borð,
kafbátarnir hefðu ekki getað legið svona
rólegir ofansjávar og sallað niður mann-
skapinn, ef togararnir hefðu verið vopn-
aðir vélbyssum, þær komu svo, en ekki
'fyrr en of seint.
Já, ég var einu sinni með Steina i
Lindinni, það var skemmtilegur karl,
mikið hafði ég gaman af honum, hann
var alltaf að stríða karlinum eitthvað,
og karlinn bölvaði honum ein reiðinnar
firn. Einu sinni fór hann úr klossunum,
henti þeim niður á dekk og ætlaði að
hitta Steina, en Steini greip klossana,
fór úr stígvélunum og í klossana. Þá
batnaði nú ekki hugarþel skipstjórans
til hans. Mikið bölvaði hann Steina oft,
og þeir hvor öðrum. Einu sinni þegar
við ætluðum að fara að háfa í lestina,
var hún hálffull af tómum tunnum, við
höfðum legið inni á ónefndum stað um
nóttina, og það var náttúrlega ekki að
spyrja að því, hverjum kennt var um
þetta, það gekk mikið á ...
Ég hef verið með mörgum skemmti-
legum körlum.
... Það má nú segja það, að ég hafi
verið heilsugóður, ég hef brætt í allt
innan frá með sjenever og lýsi, ég hef
tröllatrú á sjenever og lýsi, helzt sjálf-
runnu, það er bezt. ...