Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 37

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 37
xíkjanna, flytja nú þangaS þúsundir tonna af fiski, en neyzlan i Bandaríkj- unum hefur ekki aukizt að sama skipi. Þetta hefur valdiS neySarástandi hjá sumum, sem hingaS selja, sérstaklega hjá þeim, sem framleiSa aSallega fisk- blokkir. ViS höfum sterkari aSstöSu en nokk- ur önnur þjóS á fiskflökum til Banda- ríkjanna, og okkar flök eru seld fyrir miklu hærra verS en nokkur önnur. Þó aS söluaukning okkar hafi orSiS veru- leg, þá má auka hana enn meira. Engin harka í samkeppni getur dregiS úr vin- sældum mjög góSrar vöru, og fáar vörur eru eins háSar vöruvöndun eins og fiskur. Ný löndunartækni íslenzkir togaramenn hafa o'ft undr- azt yfir því hve löndunartækni hefur tærið ábótavant í Grimsby. Engin breyt- ing hefur átt sér staS, sem heitið getur í áratugi, og gamansamir Grimsbybúar hafa haft viS orS, að enn sé notazt viS sömu aðferSir og tíðkuðust fyrir 2000 árum á veldistíma Rómverja, þegar þeir tóku land á Bretlandi. Á næstunni verður bylting í þessum efnum. Vélar, flutningsbönd og sjálf- virkar vogir verða teknar í notkun og fisklöndunin færð í nútímahorf. □ □ Innflutningur frystra fiskflaka í Bretlandi. Á sama tíma og freðfisklandanir brezkra frystitogara aukast árlega um þúsundir tonna, hefur innflutningur á frystum fiskflökum til Bretlands einnig aukizt mikiÖ. — Stafar þessi aukning m. a. a'f aukinni sölu frystra fiskflaka til stofnana og smásöluverzlana. Brezk- um neytendum líkar greinilega betur og betur við fryst matvæli, en til þessa hafa þeir verið mjög íhaldssamnir í fiskkaup- um. Hafa þeir frekar viljað ferskan fisk, þótt gamall sé úr togurum, eða upp- þíddan í heilfrystu ástandi og síÖan flak- aður og seldur sem ferskur. Sjóslys og drukknanir fró 25. marz. 1969 til 1. maí 1970. 5/5 fannst lík Ragnars Guðmundssonar, 56 ára, Löngumýri 6, Akureyri, í Friðarhöfn- inni í Vestmannaeyjum. Hans hafði verið saknað frá 1. apríl. Átti uppkomin börn. 8/5 drukknaði Karl Jóhannsson, 51 árs, Vesturveg 8, Vestmannaeyjum. Var hann mat- sveinn á ísleifi IV VE og féll á milli skips og bryggju. Átti uppkomin börn. 20/5 drukknaði Ægir Jónsson, er saknað var á siglingu út af Garðskaga á miðin af tog- aranum Maí GK 246. Lík hans fannst ekki. Var hann til heimilis að Hellisgötu 12B. 21/5 drukknaði Gísli P. Gíslason, 39 ára, Súgandafirði, er hann féll á milli skips og bryggjii. Ókvæntur, en lætur eftir sig foreldra á Súgandafirði. 20/7 drukknaði Þórarinn Þórarinsson, 20 ára, Bræðraborgarstíg 29, Reykjavík, háseti á togaranum Neptúnusi, í Cuxhaven í Þýzkalandi, er skipið var þar í söluferð. 23/8 lézt Hörður Baldur Ingason, sjómaður, af völdum reykeitrunar, þegar eldur kom upp í m.b. Guðrúnu Láru RE 200, þar sem báturinn lá við Grandagarð í Reykjavík. 27/10 lézt Jóhann Ægir Egilsson, 36 ára, úr Reykjavík, stýrimaður á Lárusi Sveinssyni SH 126, er eldur kom upp í bátnum í Ólafsvíkurhöfn. Var hann einn um borð í bátnum, þegar eldurinn brauzt út og varð hann að brjótast í gegnum eldinn, komst upp á bryggju og gekk um 6—700 metra unz hann örmagnaðist og féll í götuna. Hlaut hann mikil og djúp brunasár. Var hann fluttur með flugvél til Reykjavíkur, þar sem hann lézt í Landsspítalanum. 9/12 drukknaði Alfreð Finnbogason, 48 ára, skipstjóri á m.s. Jóni Kjartanssyni, i Eski- fjarðarhöfn. Talið er að Alfreð hafi fallið af svellaðri bryggjunni, er hann var á leið frá borði. Kvæntur og átti 5 böm. 14/12 drukknaði Jón Kjartansson, 17 ára, Viðarholti, Akureyri, er liann tók út af m.s. Helga, er það var statt á Norðursjó, á leið frá Svendborg til Akureyrar. 10/1 drukknuðu 6 menn af Sæfara BA 143, frá Tálknafirði, 101 tonn, er hann var í róðri 28 sjm. NV af Kópanesi. Þeir, sem fórust voru þessir: Hreiðar Árnason, skipstjóri, frá Bíldudal, 24 ára, ókvæntur. Bjöm Maron Jónsson, stýrimaður, Reykjavík, 20 ára, ókvæntur. Gunnar Einarsson, vélstjóri, frá Bíldudal, 24 ára, kvæntur, barnlaus. Erlendur Magnússon, 2. vélstjóri, frá Bíldudal, 20 ára, ókvæntur. Guðmundur H. Hjálmtýsson, liáscti, frá Bíldudal, 18 ára, ókvæntur. Gunnar Gunnarsson, matsveinn, frá Mýrdal, 35 ára, ókvæntur. 18/1 drukknuðu 3 skipstjórar, er bát hvolfdi með þá í hafnarinnsiglingunni, rétt fyrir innan brimgarðinn á Stokkseyri. Þeir höfðu ásamt fjórða skipstjóranum verið á litlum árabát að ganga frá leiðarmerkjum á leiðinni milli skerja inn í höfnina, þegar ólag reið yfir báti þeirra og fyllti af sjó og færði í kaf. Þeir, sem fórust, voru: Ári- líus Óskarsson, 27 ára, kvæntur og þriggja barna faðir. Geir Jónasson, 29 ára, kvænt- ur og átti 2 stjúpböm. Jósep Geir Zophoníasson, 32 ára, kvæntur, 4 barna faðir. 19/1 drukknaði Ingimundur Magnússon, 42 ára, Melgerði 22, Kópavogi, er hann féll á milli báta í Vestmannaeyjahöfn. Hann var skipverji á Víkingi RE 240. Ókvæntur barnlaus. 3/3 drukknaði Úlfar Magnús Jakobsson, 15 ára, liáseti af b.v. Svalbak, er hann féll fyrir borð, er skipið var komið skammt út fyrir Akureyrarhöfn. Hann var til heimilis að Byggðavegi 142, Akureyri. 4/3 drukknaði Ævar Karlsson, 32 ára, frá Húsavík, er hann féll milli báts og bryggju í höfninni í Ytri-Njarðvík. Var hann háseti á m.b. Keili GK 24. SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 23

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.