Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 43
Hastarlegar
aðfarir
r
Sjóferð, sem hófst ó mjög venjulegan
hótt, en lauk í skelfilegri martröð
fyrir skipverja og farþega.
V.
Hinn 13. marz árið 1841 sigldi ameríska
skipið William Brown frá Liverpool til
Philadelphiá undir stjórn skipstjóra að
nafni Georges L. Harris. Skipið var segl-
skip (fullrigger), byggt í New York og
hafði siglt ótal margar ferðir um Atlants-
hafið.
William Brown þræddi hina fjölfömu
leið niður Merseyfljót hlaðið kolum, salti,
leir og jámi. Hinir 65 farþegar urðu kvíða-
fullir við að sjá hina dimmu skýjabólstra,
sem svifu yfir órólegum sjónum, en gerðu
sér enga grein fyrir þeim hræðilegu hörm-
ungum, sem þeir áttu í vændum.
Fyrstu tuttugu og þrjá dagana í sjó
barðist skipið áfram með rifuðum seglum
í stormi og látlausum rigningarskúrum.
Loks þegar veðrið skánaði, gafst hinum
þrem yfirmönnum þess og sautján háset-
um örlítill tími til þess að hvílast. En
svarta þoka umlukti skipið svo ekki varð
séð út fyrir borðstokkinn.
Skömmu fyrir miðnætti 19. apríl, þar
sem hið 660 tonna skip sigldi með 8 til 10
hnúta hraða gegnum þokuna, leyndist
fjallhár ísjaki fyrir framan það. Varðmað-
ur hrópaði: „ísjaki beint framundan!11 Og
næstum áður en til hans heyrðist gegnum
þokuna, hafði skipið rekist með stefnið á
jakann með feikna þunga.
Við áreksturinn höfðu skipverjar; sem
á verði voru, oltið um koll. En Harris
skipstjóri gaf fyrirskipun um að fella segl-
in og manna dælumar. Einn háseta kom
æðandi og stundi upp með andköfum, að
sjór flæddi inn í skipið gegnum gat á
kinnungnum. Harris skipstjóri þaut í of-
boði niður á framþiljur og skildi 1. og 2.
stýrimann eftir á verði í brúnni. Hann
varð að hrinda frá sér hálfklæddum far-
þegum, sem urðu fyrir honum á þilfarinu.
Undir bakkanum virti hann fyrir sér við
flöktandi ljós olíuluktar skemmdirnar á
bógnum og sá strax að skipinu yrði ekki
bjargað, þar sem geysimikill sjór flæddi
inn, og að það myndi fljótlega sökkva.
Skipstjórinn flýtti sér aftur á stjóm-
pall, en var stöðvaður á leiðinni af konu,
sem var á leið undir þiljur í leit að fatn-
aði handa fáklæddum konum og börnum,
og hrópaði í skelfingu sinni: „Skipstjóri,
hvað eigum við að gera?“
Hálf utan við sig ýtti hann konunni frá
sér, en í flýtinum kallaði hann um öxl
sér og sagði: „Þú verður að gera það bezta
sem þú getur.“ Þegar hann kom upp á
stjórnpall sá hann að stýrimenn hans voru
að hamast við að koma út björgunarbát-
unum, sem voru tveir, eins og þeir hefðu
getið sér til um, hvers hann hefði orðið
vísari um ásigkomulag skipsins!
Parker 2. stýrimaður fór í minni bátinn
ásamt fjómm hásetum og einum farþega,
sem kastaði sér í bátinn í örvæntingu, og
lagði frá skipinu.
Þar sem Rhodes 1. stýrimaður glímdi við
að fá stjómborðsbátinn lausan úr báts-
uglunum, flykktust hinir 64 farþegar að
lunningunni og ruddust hver um annan
þveran ofan í hann. Þegar báturinn loks
komst í sjóinn voru í honum 31 farþegi og
átta hásetar ásamt fyrsta stýrimanni, í
einni þvögu eins og fé í rétt. Finnskur
háseti, Holmes að nafni, brauzt aftur um
borð til þess að bjarga ungri dóttur Isabel
Edgar, en þau urðu hin síðustu ásamt ein-
um farþega, sem kastaði sér í ofboði á
eftir þeim, sem tókst að komast frá skip-
inu.
Þeir farþegar, sem enn voru um borð,
þyrptust utan um skipstj órann, rífandi í
hann og hrópandi: „Skipstjóri, skipstjóri,
það eru ekki fleiri bátar! Hvað eigum við
að gera?“
Allt í einu heyrðist kallað: „Skipstjóri,
skipstjóri!" Var það rödd Parkers 2. stýri-
manns, sem hrópaði úr minni björgunar-
bátnum og grátbændi skipstjórann að
kasta sér fyrir borð, áður en það væri of
seint, hann gæti ekki gert meira hvort eð
væri. Það brakaði og brast í þilfarinu
undir fótum Harris skipstjóra. Allt í einu
hallaðist skipið og sjór flæddi inn á þil-
far. Harrist skipstjóri kastaði sér íyrir
borð.
Uppi yfir sér heyrðu þeir, sem farið
höfðu í flýti og tvísýnu í litla björgunar-
bátinn, köll þeirra sem enn voru um borð
í William Brown. Allt blandaðist saman,
hróp um hjálp, ásökunarhróp til skipstjór-
ans, aðrir hrópuðu til guðs, og enn aðrir
hrópuðu að nokkrum skipverjanna yrði
skipað að fara úr bátunum, til þess að
minnsta kosti að rýma fyrir bömum.
Enginn svaraði, en Rhodes 1. stýrimaður,
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29