Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Síða 41

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Síða 41
Norsk Sjódómsniðurstaða I norska stýrimannafélagsblaðinu í febrúar sl. er rætt um sjódóm í árekst- ursmáli, þar sem norska skipið m.s. „Tarn“ sigldi niður belgískan fiskibát og 4 menn drukknuðu. I sjódómi Oslóborgar var fyrsti stýri- rnaður (sem var á vakt) dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og 5.000 nkr. sekt og skipstjóri í 4,000 nkr. sekt, fyrir óaðgæzlu á vakt í brúnni. 1 þessu sambandi minnir blaðið á annað sjóslys sömu tegundar, sem átti sér stað tveimur árum áður, þar sem norska skipið m.s. „Norse Transporter" keyrði á danskan fiskibát og áhöfnin, 4 menn, drukknuðu. BlaÖið minnir á í þessu sambandi umsögn um það slys, þar sem segir: „Það er einn þáttur þessa máls, sem dómurinn fjallar ekki um, en það eru hinar sívaxandi kröfur um sparn- að og takmörkun á mannahaldi um borð í skipunum." í „Tarn“-dómnum segir m. a.: „Hinn ákærði (yfirstýrimaðurinn) hefur óskað að vekja athygli réttarins á því, hve mannahaldiÖ um borð skapi af sér and- stæðu milli möguleikans á því, að halda óskipta varðstöðu og framkvæmd nauð- svnlegrar vinnu um borð ... “ Þetta er lausleg athugasemd í dómsniðurstöð- unni, en þeir, sem voru viðstaddir rétt- arhöldin, heyrðu ýtarlegri frásögn yfir- stýrimannsins, þar sem hann skýrði frá því, að einmitt áður en þeir lögðu af stað frá Osló í þessa óheillaferð, hafi einn af fulltrúum útgerðarinnar sagt við hann, að ef viÖhald skipsins kæmist ekki í betra lag, ætti hann það fullvíst við heimkomu, að missa starf sitt sem vfirstýrimaÖur. Stýrimaðurinn bætti því við, að hann gæti ekki fært vitni að þessu viÖtali, þar sem þaÖ hefði aðeins verið „undir fjögur augu“. Hins vegar er engin ástæða til þess að rengja frá- sögn stýrimannsins. Dómsá'fellingin á skipstjóra og yfir- stýrimann er samhljóÖa í aðalatriðum; um skipstjóra: „að hafa ekki mánudag- inn 12. maí 1969, sem skipstjóri m.s. ,,Tarn“ frá Tönsberg, á siglingu Osló til Astralíu via Leixoes í sunnanverðum Norðursjó ca. kl. 0615—0635, er hann var í brúnni, gefið fyrirskipun um, er skipiö gekk með 1844 mílna ferð og 1 — IVi mílu meðstraum á svæði, þar sem vænta mátti mikilla skipaferða, að láta skipta frá sjálfstýringu í handstýringu og setja háseta við stýrið, eða hafa ein- hvern nærstaddan á vakt, er stýrimaÖur þurfti að ganga inn i kortaklefa til þess að gera siglingaathuganir, sem orsakaði urn kl. 07,02 að keyrt var á belgíska fiskibátinn „Deo Gratias" í óaðfinnan- legu skyggnni." Kvaða hæfileika hafið þér aðra — um- fram það — eins og þér segið, að þér elskið hjór? f-----------------------------------------—--------------- ' Til lesenda Sjómenn og aðrir velunnarar hinum öldruðu sjómönnum, sem nú hafa rennt fleygi í naust, og dveljast á Hrafnistu, eftir langan og erf- iðan starfsdag, sumir hverjir með léttan arð, eftir nrikið brautryði- anda- og baráttustarf, sem er undirstaðan að því er við nú stöndum. Munið að sjóður, sem stofnaður var fyrir nokkrum árum til styrktar þeirn (Styrktarsjóður Vistmanna Hrafnistu, D. A. S.), tekur á móti áheitum og öðrum peningagjöfum, og er þeim veitt móttaka á skrif- stofu Hrafnistu, D. A. S., skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur og Tómasi Sigvaldasyni, Brekkustíg 8, Reykjavík. Allar slíkar gjafir til sjóðsins eru undanþegnar skatti. Ennfremur eru seld minningarkort til styrktar þessum sjóði á eftir- töldum stöðum: Happdrætti DAS, aðalumboð, Vesturveri.............. Sími 17757 Sjómannafélagi Reykjavíkur, Lindargötu 9, Rvík .... — 11915 Skrifstofa Hrafnistu, DAS, Laugarási................ — 38440 Guðna Þórðarsyni gullsmið, Laugaveg 50, Rvík......... — 13769 Sjóbúðin, Grandagarði, Rvík......................... — 16814 Verzlunin Straumnes, Nesveg 33, Rvík................ — 19832 Tómasi Sigvaldasyni, Brekkustíg 8, Rvík............. — 13189 Verzlunin Löt og Sport, Vesturgötu 4, Hafnarfirði . . — 50240 Einnig eru þau seld í flestum kaupstöðum landsins. Munið að spyrja um þessi minningarkort, ef þið þurfið að senda slík. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.