Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 39
tak, en sleppti því svo snöggt aftur og
þá fékk hún réttan snúning. — Skip-
stjórinn, Stefán Ulugason, hló mikið að
þessum æfingum mínum og þá kannski
meira að skelfingarsvipnum á montörn-
um meðan á þeim stóð — hann var al-
veg á móti svona gangsetningu — karl-
inn, enda sá ég hann ekki meira, hann
lá einhvers staðar um borð alla leiðina
til Kaupmannahafnar, hann var bæði
sjóveikur og sjóhræddur.
Ferðin heim varð söguleg og minnis-
stæð. Við vorum 29 daga á leiðinni.
Sigldum fyrst innan skerja norður með
Noregsströnd. Við höfðum ekki meiri
ohu en svo, að hún átti vel að nægja
okkur til að við fengjum athafnað okk-
ur í höfnum, og ef eitthvað sérstætt
bæri að Við sigldum eftir því sem byrr
gaf, en vindur var eiginlega alltaf á
móti — það miðaði því hægt heim. Við
vorum orðnir matarlausir við Færcyjar,
enda þá búnir að vera hálfan mánuð
úti. Þá var 'farið í lestina, þar var herra-
garðssmjör og kartöflur, flutningur til
kaupmannsins — og þar voru einnig
mublur, sem sami kaupmaður átti. Við
átum allt herragarðssmjörið og kartöfl-
urnar og brenndum öllum mublunum.
Það var einnig nóg öl í lestinni og við
lifðum nú í hálfan mánuð á smjöri,
kartöflum og öli, og höfðum það skín-
andi gott.
Við tókum land í Vík í Mýrdal og
létum reka þar tunnu í land og með
henni skilaboð um olíuleysi og einhæf-
an kost. Þeir sendu okkur margar teg-
undir af kexi. -— Við dóluðum svo af
stað aftur og sigldum vestur með landi
og náðum til Sandgerðis eftir rétta 29
daga frá því við 'fórum frá Kaupmanna-
höfn.
Próf úr vélstjóraskólanum tók ég 1921,
og var þá löngu orðinn fullfær vélstjóri
á þær vélar, sem þá voru til hérlendis.
Sveinsstykki mitt í smiðjunni var krúm-
tappi í Danmótor, annars var ég mest
við rennismíði.
Árið sem ég tók próf úr skólanum
var von á kónginum, ég held Kristjáni
IX. hér upp, og þá skeður það í miðj-
um undirbúningnum, að mótorinn í
loftskeytastöðinni á Melunum bilar og
þeir verða sambandslausir við kónginn
og allt í pati, enginn veit hvenær kóng-
urinn kemur og hvenær á að fara í fínu
fötin. Það gengur maður undir manns-
hönd að glíma við mótorskrattann, en
kóngur eða ekki kóngur, það kom ekki
púst úr honum. Loks er ég sóttur upp
í skóla, jú, jú, ég fæ leyfi til að 'fara, en
ég segist ekki fara nema Jessen skóla-
stjóri, sem var þá helzta forsjón okkar
hér í vélum, komi með og úrskurði að
mótorinn sé bilaður. — Jú, hann gerir
það, kemur og lítur á mótorinn og hann
fer náttúrlega ekki frekar í gang, þótt
Jessen sé kominn, og Jessen úrskurðar
hann bilaðan.
Mig grunaði strax hvað að væri, seg-
ist þó skuli gera við mótorinn, en ég
verði að fá mikið fyrir það. Já, já, mér
var lofað því að ég skyldi fá þrefalt kaup
á tímann, ef ég 'fái hann til að ganga,
og svo lokaði ég að mér og fór að fást
við mótorinn. Það fór eins og mig varði,
að bilunin var ekki stórfelld — loka-
skratti sem stóð á sér — hins vegar var
búið að reyna svo mikið við vélina, að
hún var orðin full af olíu — og þó að
ég tappaði af henni áður en ég gang-
setti hana, var nærri allt sprungið í loft
upp, — það hafði safnazt múgur manns
fyrir utan, því að menn voru orðnir
áfjáðir í að það næðist samband við
kónginn, svo að hann kæmi ekki höfð-
ingjunum að óvörum — kannski á nær-
buxunum — og enginn til að taka á
móti honum á bryggjunni. — Ég fékk
vel greitt fyrir þetta handtak og var boð-
in framtíðarstaða — en sjórinn kallaði,
og ég sinnti engum tilboðum.
Ég fór fyrst á síld á norskum línu-
veiðara, sem veiddi frá Siglufirði og
Jacobsen átti, en skömmu síðar fór ég
á Sigríði með Birni í Ánanaustum.
Það kom margt skemmtilegt fyrir á
Sigríði. Einu sinni var Guðmundur Júní
með hana á síld, það var gaman að hon-
um, alltaf komst hann leiðar sinnar, þó
að stundum væri hann slompaður —
„flýtur yfir öll sker, sem ekki brýtur á,“
sagði hann. Það var keyrt á okkur þetta
sumar, og kom stór rifa miðskips, lestin
fylltist en Sigríður flaut, þilin að fram-
an og aftan héldu. -— Ég man nú ekki
hvernig á því stóð, nema karlamir fóru
í nótabátana og skildu okkur Guðmund
eftir, við sigldum þá bara inn Flúnaflóa
og upp í Vatnsnesið. Þar var ægisandur
og við steyptum í rifuna og náðum
henni svo á flot aftur. Ég held þessi við-
gerð hafi dugaÖ okkur það sem eftir var
sumars, það var nú víst ekki langt.
Eitt sinn var það i Pentlinum, við
höfðum þá siglt með fisk; Jón Björnsson
sonur Björns var þá með hana, fengum
vlð á okkur mikinn brotsjó og keisinn
rifnaði frá dekkinu, mig minnir á meters
kafla eða meira, og sjórinn fossaði nið-
ur, en stálið var svo gott í keisnum, að
það skrapp aftur til baka, líkt og fjöður
og lokaði rifunni það vel, að við fengum
tíma til að skorða keisþilið 'fast að dekk-
inu með planka •— og það dugði okkur
heim. —-
Ég var í 10 ár á Sigríði oftast með
Birni ■— hann var ágætur sjómaður og
aflaði vel og Sigríður var listasjóskip.
Svo var ég á ýmsum togurum. Einu
sinni var ég um tima á Ráninni gömlu,
leysti vélstjórann af. Vélin hafði verið
í aðgerð og ég vissi ekki annað en allt
væri í lagi. Svo er það niður við Fær-
eyjar, í kolvitlausu veðri, Guðmundur
Jóh. var skipstjóri, að ég vakna við þenn-
an hroÖalega hristing, eins og allt sé að
farast — balansinn er þá farinn af vél-
inni, annar armurinn brotinn. Þaðhöfðu
verið settir nýir ventlar í sílundurinn,
en þeir voru of stórir og því oflítið pláss
utan við silundurinn. Nú voru góð ráð
dýr. Annar meistari t'ar ekki réttinda-
maður en mjög góður eldsmiður og það
bjargaði okkur. Við tókum plötu úr
vélarrúmsgólfinu, hituðum hana og
be)'gðum hana til utan um brotna arm-
inn, og boruðum síðan í gegn, en það
var erfitt verk, það var svo hart stáliS í
arminum. Þetta hafðist samt og við kom-
umst til Englands. — Þeim þótti þetta
furðuleg aðgerð með ekki betra tæki en
við höfðum um borð. Ég hafði sagað
utan af ventlunum, þeir sáu það, og gátu
sér til hvað skeð hafði, en ég eyddi því,
slíkt hefði getað komiS einhverjum í
slæma klípu, ef það hefði vitnazt hver
orsökin var. ...
... Það kom eitt sinn fyrir mig, sem
fátítt var, að öryggisventill skrúfaði sig
upp lausan og blés allt út af katlinum.
... Það var ljóta vinnan að raka út alla
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25