Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Síða 22
Jóhannes Jónsson.
Jón Jóhannsson.
Stefán Jóhannsson.
sem komu á standstaðinn, litlu síðar kom togarinn Ver og ýms
önnur skip.
Þegar fyrstu togararnir komu á strandstaðinn var klukkan 5
um morguninn, enn mjög dimmt af nóttu og rigningarsuddi. Um
þetta leyti slitnaði báturinn frá Jóni forseta, þar sem hann hafði
verið bundinn á bakborðsbóg. Hafði hann verið byrjaður að
brotna og orðinn fullur af sjó. Sýnilega var orðið illfært ef ekki
ófært um þilfarið á strandaða skipinu, sem nú kastaðist til við
hvert brot, sem á því reið. Ekki var hægt að hafa samband við
landmenn þama strax um nóttina, til að vita hvað þeir gætu gert.
Astandið var sýnilcga orðið mun verra en þegar síðast var haft
samband við strandaða skipið. Astandið fór hríðversnandi með
flóðinu. Með birtingu sást þetta allt betur. Það sem ógi-einilegt
var berum augum afhjúpaði sjónaukinn. Það leyndi sér ekki,
var að meiri hreyfing væri komin á skipið og sjór streymdi inn
sem á hvalbaknum voru, röðuðu sér í reiðann á frammastrinu
stjórnborðs megin, maður við mann upp eftir öllu.
Engum, sem á horfði, duldist hildarleikurinn, sem þarna var
háður, og að við ofurefli var að etja. Það var mikil ókyiTð í skip-
stjórunum fyrir utan slysstaðinn, þeir sigldu þar fram og aftur
og eins nærri og þeir þorðu, án þess að geta neitt afhafzt. Um
borð hjá sér höfðu þeir hátt á annað hundrað þaulreynda sjó-
Bv. Jón forseti.
8 SJOMAN nadagsblað ið
menn, þekkta að framúrskaradi dugnaði og herta í margs konar
raunum, en enginn gat séð neitt ráð til hjálpar, þó þeim rynni til
rifja getuleysi sitt.
Björgunarskipið Þór, það fyrsta með því nafni, kom á staðinn
um b'rtingu og setti þegar út bát undir forustu Friðriks Ólafs-
sonar, seinna forseta Slysavarnafélagsins og skólastjóra Stýri-
mannaskólans. Gerðu þeir ítrekaðar tilraunir til að komast í ná-
munda við strandaða skipið, með línubyssu, sem þeir höfðu, og
var eina línubyssan sem þá var til á Islandi, en dró ekki liálfa
leið. Þarna kom og heimakunnur róðrabátur sunnan fyrir nesið,
en gat ekkert aðhafzt. Það var skoðun þeirra á bátunum, að
björgun frá sjó væri útilokuð eins og briminu væri háttað.
Trillubátur kom úr landi út að togaranum Hafsteini og fengu
þar tógrúllu og trollnetastykki, sem þeir ætluðu að nota utan um
lóðabelgi. Þá fengu þeir og olíu í brúsa. Þeir sögðu, að í ráði væri
að reyna björgun frá landi, en mjög tvísýnt hvort það tækist. Þá
sögðu þeir, að í landi væri nú kominn nægur mannskapur, en
heppilegur útbúnaður ónógur eða enginn og aðstaðan öll hin
versta.
Stafnes cr ein elzta og frægasta verstöð á Islandi. Þar hafa
ótaldar kynslóðir sjómanna háð harða baráttu til lífsbjargar þjóð-
inni. Þrautum þeirra og harðræði verður ekki með orðum lýst.
Þó þarna sé styttra að róa út á fengsæl mið en víðast livar annars
staðar á íslandi, hefur þó sjósóknin livergi orðið dýrkeyptari í
mannslífum og skipatjóni.
Skelfilegasta slysaárið er talið vera 1685. Þá drukknuðu 99
menn frá Stafnesi á einum degi, Góuþrælnum 9. marz. En á þeirri
vertíð fórust 156 menn frá Suðurnesjum. Þá ráku einu sinni 47
lík í einu. Fimmtán árum seinna fórust á þessum slóðum 20 skip
með um 150 mönnum. Það skeði líka á Góunni. Þær eru ekki
margar vertíðirnar, sem þarna hafa ekki einhver hörmuleg sjó-
slys hent, bæði smærri skip og stærri.
Engar tölur eru til um erlend skip og menn, sem þarna hafa
farizt, en 1913 fórzt brezki togarinn Admiral Toco á nákvæmlega
sama stað og Jón forseti var nú strandaður, og fórust allir sem
á skipinu voru. Ekki var liðinn nema mánuður síðan brezki tog-
arinn Gladwin hafði strandað norðar á Miðnesinu, sunnan Sand-
gerðis. Þá tókst betur til, því Sandgerðingar gátu bundið sig á
streng út í brimið og þannig komið á öruggu sambandi til að
bjarga þeim, sem eftir voru í skipinu, en tveimur hafði áður tek-
izt að synda í land.