Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Qupperneq 51
ist hann Ann Herndon, frændkonu sinni og settist að
í Fredericksburg í Virginíu. Þar reit hann síðan hinar
frægu greinar um siglingafræði, sem fjölluðu um
hvernig ætti að kenna ungum foringjaefnum að finna
stytztu leiðina á siglingu milli ákvörðunarstaða. Þessi
skrif ásamt ritgerðum og blaðagreinum um aðra þætti
siglingafræði urðu til að knýja þennan starfsama heila
til að halda áfram að kynna sér þessi vísindi. Til að
auðvelda sér það starf lagði hann stund á landafræði
og bergfræði. Með þessum hætti ætlaði hann sér að
auka við hina litlu þekkingu manna á siglingum og
hegðan hafsins. Eftir að hafa sinnt skyldustarfi, sem
yfirumsjónarmaður með gullnámu í eigu ríkisins í nánd
við Fredericksburg, varð hann liðsforingi að tign og
sú staða leiddi til þess, að honum var skipað að mæla
upp nokkrar hafnir í Suðurríkjunum.
Árið 1838 var hann að koma úr heimsókn frá for-
eldrum sínum, þegar hann varð fyrir slysi, sem átti
eftir að valda honum baga allt hans líf. Hestvagninn,
sem hann ferðaðist í, átti leið um bakka, rigning var
mikil og bakkinn lét undan vagninum, sem hvolfdi.
Maury brotnaði í mjaðmarlið. Beinsagarinn, sem setti
saman brotið, vann verk sitt illa, sem olli því, að
Maury stakk við, það sem eftir var ævinnar og gaf það
öfundarmönnum hans innan flotans tilefni til að hefta
frama hans. Hann hlaut vitaskuld að eignast marga
óvildarmenn vegna gagnrýni sinnar á fákunnáttuna.
Þessi gagnrýni hans á samtíðina, kom víða fram í blaða-
greinum hans og ritgerðum. Megingagnrýnin beindist
að tímasóun og óþarfa erfiði í siglingum og lélegri
kennslu foringjaefna. Hann benti á liðsforingjaskóla
landhersins, West Point, sem fordæmi fyrir flotann til
að fylgja, og lagði til að flotinn kæmi sér á fót stofnun
af svipuðu tagi, það er flotaakademíu. Af þessum ástæð-
um er Matthew Fontaine Maury nefndur réttilega
„faðir bandaríska flotaháskólans“, meðal annarra fjöl-
margra verðskuldaðra titla og heiðurs, sem nafn hans
nú nýtur.
Vinsældir greina hans og athuganir leiddu athygli
nokkurra áhrifamikilla manna að honum og þeir lögðu
til, að hann hlyti embættið „Secretary of the Navy“.
Enda þótti forsetinn sjálfur, sem þá var John Tyler,
væri Maury velviljaður, fengu öfundarmenn hans og
þeir sem hann hafði stigið á tærnar á með skrifum
sínum, því ráðið, að hann hlaut ekki þetta embætti.
I stað þess varð hann yfirumsjónarmaður með stofnun,
sem síðar hlaut nafnið „bandaríska haffræðistofnunin“,
en var á þessum dögum korta og siglingatækjastofnun.
Það fór svo, að þetta varð upphafið að þeim ferli Maurys,
sem leiddi til viðurkenningar allra siglingaþjóða á hon-
um og starfi hans og olli því, að nafn hans er letrað
gullnum stöfum í sjóferðasögunni.
Hin frjóa og skapandi hugsun hans hafði nú hæfi-
legt verk að vinna, hann tók að róta í ýmsu dóti, sem
starfsfélagar hans höfðu haldið einskisvirði. Hann rót-
aði til í öllum skúmaskotum deildarinnar og gróf upp
fjársjóði af upplýsingum úr rykföllnum leiðarbókum,
sem hann fann í stöflum á hinum ólíklegustu stöðum.
Þarna var að finna upplýsingar, sem gátu orðið mönn-
um, sem voru að leggja upp í sína fyrstu langferð,
Hafrannsóknarstofnunin í Washington ca. 1850.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37