Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 44

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 44
sem sat skjálfandi aftur í stærri björgun- arbátnum, heyrðist tauta: „vesalings fólk- ið, þið deyið aðeins á undan okkur.“ Æðisgengin örvilnun greip um sig meðal farþeganna um borð, þegar skipið allt i einu seig niður af ísjakanum, hristist og nötraði stafna á milli og bógur þess seig dýpra og dýpra i ískaldan sjóinn. Með snöggu handtaki hjó Holmes háseti í sund- ur fangalínu stærri bátsins og bátamir hurfu hægt út í þokuna, sem umlukti skipið, sá minni steypandi stömpum, hinn rambandi á bæði borð af þunganum. Að lokum heyrðist eins og örvæntingarfull stuna út úr þokunni, síðan þögn! Bátamir vögguðu í öldubroti, William Brown var sokkinn! Alla nóttina rak bátana í sjónmáli hvors annars og Harris skipstjóri var enn ekki ákveðinn, hvort reyna ætti að ná til Cape Race á Nýfundnalandi, sem var í um 200 mílna fjarlægð til vesturs, eða að láta berast suður á bóginn, þar sem von var meiri skipaferða. — Kl. 5 um morguninn nálguðust bátamir hvor annan. Harris skipstjóri talaði mjög lágt við Rhodes, rétti honum kort og sextant, sem hann tók treglega við, en ítrekaði við skipstjórann að taka nokkra farþega úr stærri bátnum. En Harris skipstjóri neitaði því. „Við höfum engin segl,“ hvíslaði Rhodes ákafur, „báturinn er flóðlekur og svo hlað- inn og þungur í sjónum, að illmögulegt er að stjórna honum. Við verðum að gera einhverjar ráðstafanir, — varpa hlutkesti. Er þér ljóst, hvað ég á við?“ „Já, hvað?“ Harris skipstjóri starði fjarrænum aug- um á stýrimann sinn og sagði: „Aðeins — sem neyðarúrræði, Rhodes." Harris sagði Rhodes að þeir skyldu fylgjast að upp að strönd Nýfundnalands, gaf hásetunum fyr- irmæli um að hlýða Rhodes afdráttarlaust, og skipaði síðan hásetum sínum að róa og hvarf út í þokuna. Finnski hásetinn Holmes fór úr jakka sínum og rétti konu í bátnum, aðrir há- setar fylgdu fordæmi hans og gerðu slíkt hið sama. Síðan tóku þeir að róa. Farþeg- arnir jusu. Köld hafgolan að leik við und- irölduna var ekki nógu sterk, til að dreifa þokunni, sem umlukti þá. Rhodes stýri- maður sat þögull í skutnum. Enginn sagði neitt. Holmes háseti útbjó „segl“ með ári og vattteppi, en það gerði lítið gagn. Fyrsti dagurinn fór að mestu í að róa, ausa og biðjast fyrir. Nóttin var hræðileg. Það fór að rigna með vaxandi vindi. Há- setar hættu að róa, en tóku til við austur- inn. Rhodes rauf þögnina einu sinni, er hann spurði Holmes, hvort hann gæti stýrt. Þegar hann kvað svo vera, lét Rhod- es hann taka við stýrinu. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu, og vatnið náði upp undir borðstokk, allir kepptust við að ausa nema Rhodes aðfram komnir af kulda og vosbúð. Þegar hann sá, að ekki hafðist undan, þreif hann blikk- krús og fór að ausa. Hann hamaðist við eins og óður maður í tvær klukkustundir, en þegar hann sá að austurinn var ár- angurslaus, kastaði hann krúsinni úrvinda frá sér og hrópaði í örvæntingu: „Þetta gengur ekki. Guð hjálpi mér! Hásetar, léttið bátinn!" Oll andlitin náföl og blaut störðu skelf- ingu lostin á hann augnablik, þegar annað hróp dró að sér athygli þeirra, og hin ör- væntingarfulla skipun Rhodes gleymdist. Neglan í bátnum hafði losnað úr neglu- gatinu og sjór flæddi inn.. Holmes háseti greip exi í flýti, hjó til aðra neglu, kom henni í gatið og skipaði að halda áfram austrinum. En það rigndi látlaust, og stöðugt hækkaði sjórinn í bátnum, hvernig sem hamast var. Aftur rauf Rhodes þögnina, og austur- inn stöðvaðist ósjálfrátt Rödd hans var nú ekki eins ofboðskennd og áður, en undar- lega hljómlaus og ósveigjanleg: „Piltar! Þið verðið að byrja! Gerið skyldu ykkar!“ Holmes klöngraðist með erfiðismunum aftur í og þeir Rhodes töluðust við í hálf- um hljóðum. Holmes kinkaði kolli lítil- lega, tróð sér síðan fram eftir bátnum, þar sem matsveinninn, svertingi að nafni Murray, jós enn af ákafa, hvíslaði að hon- um, en Murray yppti öxlum og hrissti höfuðið. „Komdu!" sagði Holmes svo allir heyrðu, „það verður að gerast.“ Murray hlýddi, og þeir mjökuðu sér fram í bát- inn, að farþeganum Owen Riley, sem star- andi augum sá þá stefna á sig. „Stattu upp, Riley.“ Riley greip bólgn- um höndum um borðstokkinn og starði á Holmes orðlaus. „Vinsamlegast standið upp, hr. Riley." „Stattu upp maður,“ sagði Murray lágri röddu. Riley hrissti höfuðið, en hreyfði sig ekki. Holmes þreif til hans og reyndi að draga hann á fætur. „Isabel, hjálpaðu mér!“ hrópaði Riley, en það var dóttir hennar sem Holmes hafði bjargað á síðustu stundu frá sökkvandi skipinu. „f guðs nafni, biddu þá að hlífa mér.“ Kvenfólkið greip höndum um andlit og grét. Karlmennirnir störðu þegjandi á Murray, er hann reif Riley lausan, þar sem hann hélt dauðahaldi í borðstokkinn, en honum tókst að grípa dauðahaldi utan um Holmes og hrópaði: „Frú Edgar, frú Edgar! Segið þeim að hætta þessu!“ — Murray tókst að skilja mennina að, og hélt höndum Rileys, en Holmes þreif í belti hans að framan og aftan, lyfti honum upp fyrir borðstokkinn og fleygði honum æpandi í sjóinn. Hásetarnir réru í ofboði í burtu, ára- glamrið, grátur og kvein farþeganna yfir- gnæfði neyðaróp mannsins. „Guð minn góður! Ég á konu og þrjú börn, hlífið mér þess vegna!" — George Duffy, sem lá í hnipri frammi í bátnum og hafði þaðan horft á Riley drukkna, fann að gripið var í sig og honum lyft upp. „Látið mig vera.“ „Það er tilgangslaust, Duffy, þú verður að fara líka.“ Með útrétta handleggi, til að taka af sér höggið, steyptist hann í sjóinn. Charles Conlin hafði setið við hhð Duffys. Þegar hann fann hönd Holmes grípa í axlir sér brosti hann blíðlega, til að koma sér í mjúkinn hjá honum, og sagði vandræðalega: „Ég er viss um að þú hlífir mér, vinur.“ „Jú, Charles, þú verður að fara líka.“ Næstum afsakandi, og án frekari mót- spymu, fleygðu þeir honum fyrir borð. Þegar Holmes ætlaði að grípa í James Black, sem hélt utan um konu sína, kall- aði Rhodes hásri röddu, þar sem hann sat við stýrið: „Nei, láttu hann vera, ekki að- skilja hjón!“ Holmes starði á stýrimann- inn um stund, yfir axhr örvæntingarfulha farþeganna, gegnum rigningarúðann, og snéri sér síðan að James McAvoy. „Bíðið!" æpti McAvoy. „Veitið mér fimm mínútur til að biðjast fyrir!" Óþolinmóður fór Holmes að toga í manninn, en Murray lagði svarta hönd sína á brjós^ honum og beið. Þegar tíminn var útrunninn stóð Mc Avoy skjálfandi á fætur og kastaði sér út- byrðis. Hann synti einbeittur frá bátnum og hvarf fljótlega. „Holmes! Piltar! Ef þið hlífið mér til morguns, fáið þið fimm pund!“ kallaði Francis Asken milli systra sinna, sem héldu í hann dauðahaldi. „Við erum ekki að biðja um peninga!“ „Hlustið á mig!“ sagði Francis, „ef okk- ur hefur ekki borizt hjálp við dagsbirtu í fyrramálið, vörpum við hlutkesti, og ef það fellur í minn hlut, varpa ég mér útbyrðis með glöðu geði.“ An þess að svara togaði Holmes Asken á fætur, en Murray losaði tök ofsahræddra systranna eins gætilega og unnt var. A meðan Hobnes var að koma Asken út fyr- ir, rifu systumar sig lausar úr greipum Murrays og köstuðu sér eftir bróður sín- um, sem þær höfðu ákveðið að fylgja í dauðann. Holmes og Murray fikruðu sig aftur eftir bátnum, John Welsh, Robert Hunter, Tomas Nugent, James Todd, John Wilson, James Smith og Martin McAvoy urðu að fara fyrir borð og drukkna áður en Holm- es væri ánægður með hleðslu bátsins. Þótt báturinn færi betur í sjó í öldunni, sem fór minnkandi í birtingu, henti Holm- es enn einum fyrir borð, Hugh Keegar, asamt tveim öðrum, sem höfðu falið sig, 30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.