Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 17
32. Sjómannadagurinn í Reykjavík
var haldinn sunnudaginn 1. júní í fyrra
í hinu fegursta veðri.
Um morguninn hófst merkja- og
blaðasala, og fánar blökktu viS hún víðs
vegar um borgina, og skip í höfninni
voru fánum skreytt.
Sjómannamessa var í Dómkirkjunni
kl. 11,00. Biskup íslands, herra Sigur-
björn Einarsson, predikaði og minntist
jafnframt drukknaðra sjómanna. Séra
Óskar J. Þorláksson þjónaði fyrir altari.
Organisti var Ragnar Björnsson. Séra
Hawker, prestur við St. James-kirkjuna
í Grimsby, flutti ávarp og kveÖjur frá
Grimsby og brezkum sjómönnum, með
sérstöku þakklæti fyrir fjölþætta fyrir-
greiðslu við þá af hálfu íslendinga, og
þá sérstaklega :fyrir aSstoS og bjarganir
úr sjávarháska. 40 manna drengjakór
frá sömu kirkju í Grimsby söng nokkur
lög undir stjórn R. E. Walker Esq. —-
Kirkjan var fullsetin.
1 byrjun guSsþjónustu var Stjörnu-
fáninn og tveir íslenzkir fánar bornir
inn um aSaldyr Dómkirkjunnar að kór.
A eftir gengu biskup ásamt presti og
brezka drengjakómum og fylgdarliði
hans.
Sú nýbreytni aS tengja Minningar-
athöfnina Sjómannamessunni mæltist
yfirleitt vel fyrir.
Kl. 13,30 hófust bátíðahöld við nýju
sundlaugina í Laugardal. LúSrasveit
Reykjavíkur lék og sjómenn mynduðu
fánaborg með fánum sjómannafélaga og
íslenzkum 'fánum á sundlaugarbrúnni.
Þá fluttu ávörp: Sjávarútvegsmálaráð-
herra, Eggert G. Þorsteinsson, af hálfu
ríkisstjórnarinnar. Kristján Ragnarsson
fulltrúi, af hálfu útgerðarmanna; Krist-
ján Jónsson stýrimaður, formaður Sjó-
mannafélags HafnarfjarSar, af hálfu
sjómanna.
Þá afhenti Pétur SigurSsson alþingis-
maður, 'form. SjómannadagsráSs, beið-
ursmerki Sjómannadagsins. Þau hlutu
aS þessu sinni: GuSmundur Jensson,
framkvæmdarstjóri F. F. S. I. og ritstjóri
SjómannablaSsins Víkings; Steindór
Árnason fyrrv. skipstjóri; GuSmann
Hróbjartsson vélstjóri, og Haraldur Ól-
afsson bátsmaður.
Þá afhenti Pétur afreksbjörgunar-
Örnólfur Grétar Hálfdanarson skipstjóri tekur við verðlaunum fyrir björgunarafrek.
Sj ómannadagurinn
1969
Kristinn Ingólfsson með verðlaunin í björgunarsundi.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 3