Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Page 48
vorum í, frosið föst aftan við skipið. Is-
brjóturinn Johnny Mac ruddi rennu al-
veg að skut „Manhattan“ svo hægt var
að keyra aftur á bak út rennuna í auðan
sjó, og þaðan var tekin ný stefna til
M’Clure Strait, hins sögulega flöskuháls,
sem hafði hindrað framgang allra skipa
sem áður höfðu komið austan að.
Aðstoðarskip okkar, Ll.S. Northwind,
hafði orðið fyrir vélarbilun og varð að
yfirgefa leiðangurinn. Það stefndi til
Resolute, og síðan til Alaska, með strönd
meginlands Kanada — íslaus leið en of
grunn fyrir 52 feta djúpristu „Man-
>hattan“.
M’Clure Strait varð nokkurs konar
martröð fyrir skipshöfnina á „Man-
hattan". Hvass vestan vindur frá Póln-
um barst yfir sundin við Beufort Sea,
og íshrannir hlóðust upp 10—20 fet yfir
sjávarborðið — og stóð sums staðar nið-
ur í 100 feta dýpi. Sundið hlýtur að
vera á köflum þakið margra ára kyrr-
stæðum ís.
Fyrstu stunclir okkar í sundinu vor-
um við bjartsýnir um árangur. En ekki
leið á löngu þar til dró úr ferðinni og
sólarhrings árangur varð aðeins 29 míl-
ur. Á einni vaktinni hafði stýrimaður-
inn hringt 62 sinnum á vélsímann til
'ferðbreytinga. Einn vélstjóranna hafði
sett met með því að skipta frá fullri ferð
áfram í fulla ferð aftur á bak á aðeins
27 sekúndum. Við urðum að sætta okk-
ur við þá staðreynd, að lengra varð ekki
komizt.
Um miðnætti 11. sept. kallaði leið-
angursstjórinn, Stanley B. Haas, vísinda-
menn og aðstoðarmenn til fundar og
sagði: „Það hefur verið takmark okkar
að verða fyrstir til þess að komast djúp-
leið NV-leiðarinnar, en við erum í til-
raunaferð, við höfum gert okkar ýtrasta,
en það er skylda okkar að fást við til-
raunir. Við verðum því að breyta um
stefnu til Prince og Wales Strait og
Amundsen Gulf, þar sem þið munuð
sjá moskusuxa, seli og pólarbirni, alla
tign og fegurð íshafsins — að undan-
skildu, að því er ég vona, ekki meira
af þessum íshrönnum!”
Á 117,30 gr. vestur lgd. var kallað á
Johnny Mac til aðstoðar að snúa við.
Leitarflugvélar okkar höfðu séð auðar
lænur austan við okkur og umhverfis
Banks Island.
Þann 14. sept. sýndu radartæki „Man-
hattan“ að aðeins voru eftir tiu mílur
um ísfláka í auðan sjó. Skömmu fyrir
miðnætti braut bógurinn síðustu ísrönd-
ina, og skipið sigldi hindrunarlaust í
auðum sjó, þúsund mílur frá Prudhoe
Bay í Alaska. „Manhattan“ hafði brotizt
í gegnum „norðvesturleiðina” sem nrarg-
ir höfðu þó efast um að yrði mögulegt.
„Það verður varla búið að vinna úr
öllum vísindagögnum fyrr en á miðju
ári 1970,“ sögðu vísindamennirnir. „En
nú vitum \ ið að þessi siglingaleið er fær
sérstaklega útbúnum skipurn. Það er nú
verkefni hagfræðinga að segja til um
bvort „norðvesturleiðin” svarar kostnaði
við að flytja olíuna vestur á bóginn.
Bygging hafnar ásamt pípuleiðslum í
auðan sjó við Prudhoe Bav er áætluð
að muni kosta um 500 millj. dollara.
Við erum einnig að gera athuganir á
þeim möguleika, að nota neðansjávar-
tankskip til þess að sigla árið um kring
undir ísinn.“
Neðansjávar-sfrípþátfur
Myndin er samsett af miklum hagleik þannig, að
stúlkan situr utan við kerið. Skyldu menn af því
marka, að ekki er allt sem sýnist! (Sjó bls. 28).
Fulltrúaráð
Sjómannadagsins
1970:
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan:
Guðmundur H. Oddsson,
Ingólfur Stefánsson.
Vélstjórafélag íslands:
Daníel Guðmundsson,
Júlíus Kr. Olafsson, Sveinn Jónsson,
Tómas Guðjónsson.
Sjómannafélag Reykjavíkur:
Pétur Sigurðsson, Hilmar Jónsson,
Björn Pálsson, Olafur Sigurðsson,
Sigfús Bjamason, Oli Barðdal.
Stýrimannafélag Islands:
Aðalsteinn Kristjánsson,
Garðar Þorsteinsson.
Skipstjórafélagið Kári, Hafnarfirði:
Kristens Sigurðsson, Svanberg Magnúss.
Skipstjórafélagið Ægir:
Einar Thoroddsen, Karl Magnússon.
Skipstjórafélag Islands:
Lárus Þorsteinsson,
Theodór Gíslason.
Félag ísl. loftskeytamanna:
Henry Hálfdánsson, Tómas Sigvaldason.
Sjómannafélag Hafnarfjarðar:
Kristján Jónsson, Ólafur Ólafsson.
Félag framreiðslumanna, S. M. F.:
Guðmundur H. Jónsson,
Leifur Jónsson.
Matsveinafélag S. S. I.:
Magnús Guðmundsson,
Arsæll Pálsson.
Félag bryta:
Böðvar Steinþórsson,
Elísberg Pétursson.
Stjórn SJÓMANNADAGSINS 1969:
Formaður: Pétur Sigurðsson.
Gjaldkeri: Guðmundur H. Oddsson.
Ritari: Kristens Sigurðsson.
Meðstjórnendur:
Hilmar Jónsson,
Tómas Guðjónsson.
34 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ