Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Qupperneq 32
Annar hinna fyrirliuguðu skuttogara.
vildi ekki missa mig með þessum hætti
og reyndar engum, blessunin, frá öllum
börnunum.
... Það er eins og gengur á langri
ævi við róðra á smábátum, að maður
lendir náttúrlega oft í tvísýnu. Ég var
á sjó á árabáti í Sumarmálaveðrinu 1913,
þegar fjölda báta hlekktist á í Bolunga-
vík, en þaðan reri ég á sexmanna fari
með Helga í Dal. Við höfðum róið um
nóttina út á Kví eða Allautir og vorum
norður á Hesti. Það var undiralda, en
blankalogn. Hann skellti á skömmu
eftir að við vorum búnir að leggja. Við
ætluðum að reyna að sigla inn Djúpið,
en mastrið hrökk strax í sundur um
þóftuna, og líkast til hefur það orðið
okkur til lí'fs. Ef við hefðum siglt inn,
þá hefðum við lent í harðasta Fjarða-
veðrinu. Þegar mastrið var brotið, tálg-
uðum við til stubbana og tjösluðum upp
horni af seglinu og hleyptum síðan und-
an og til Skálavíkur. Okkur tókst þar
vel landtakan og héldum inn yfir Heiði
fótgangandi. Svo mikið var rokið, að
við stóðum ekki á fótunum, heldur urð-
um að skríða um stund undir fjallinu,
þegar kom niður af heiðinni.. Þetta var
sannarlega ofsalegt norð-austanveður og
bylurinn eftir því, enda hlekktist mörg-
um á. Mávurinn sökk á landleið, kútt-
erinn Hekla hleypti upp á Sandinn, og
Þorsteinn Eyfirðingur var hætt kominn
á Elliða, en flestir náðu Bolvíkingarnir
til ísafjarðar, hleyptu þangað.
Mér er það minnisstætt, þegar við
vorum að beita um nóttina, að mér varð
gengið út, það sást ekki skýhnoðri á
lofti, en sem ég stend þarna úti, þá
skýtur upp tveimur hnoðrum í norðri,
en þeir hurfu nær samstundis. Mér þótti
þetta einkennilegt fyrirbæri og ekki góðs
viti.
Það hefur margt breytzt á langri ævi,
eins og gengur, frá því að vinnukon-
urnar höfðu 12 krónur í árskaup, sem
Jakob í Ogri hækkaði af sjálfsdáðum
upp í 20 krónur, og varð þá einum höfð-
ingjanna í Djúpinu að orði, að nú yrði
hann að hætta að búa, hans bú stæði
ekki undir svoddan kaupgreiðslum. Og
getur það svo sem hafa verið rétt, þó
að Ögurbúið gerði það.
18 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ