Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Qupperneq 24
Þessu skipsflaki hafa Síafnessjóarnir hent langt upp á land. Það
er miklu oftar, sem þeir mylja skipin ofan í hyldýpisgjárnar
innan við skerin.
Þeir skipstjórarnir höfðu lagt frá Reykjavík kl. 2,30 um nótt-
ina í bifreið og gátu skrönglast á henni til Fuglavíkur, miðja
vegu milli Sandgerðis og Hvalsness. Þar urðu þeir að fá hesta
það sem eftir var leiðarinnar. Ekki var vegurinn skáná en það,
að þeir komust rétt fet fyrir fet, og voru þeir liálfan annan tíma
á leiðinni þaðan og suður á Stafnes, sem nú er hægt að skjótast
á nokkrum míni'ú'.im. Að Stafnesi komu þeir klukkan rúmlega
sjö um morgun'nn.
Það var ömurleg sjón, sem þarna blasti við komumönnum.
Tekið var að biría og vel sást hvar skipið lá í brimgarðinum. Með
aðfallinu liafði brimið aukizt um allan helming. Þótt enn væri
ekki komið háflóð stóð lítið upp úr af skipinu nema frammastrið
og dálítið af stjórnpallinum og hvalbaknum og hálfur skorsteinn-
inn, en eftir því sem nálgaðist háflóð hvarf þetta í verstu brot-
unum.
Strandaða skipið lá þannig, að stafn vissi að landi móti vitanum,
skipið liallaðist frá landi á bakborðsbóg og skuturinn snéri beint
í brotm, sem riðu með jöfnu millibili fram eftir skipinu. Var öll
aðstaðan þannig, að fæstir sem á horfðu gátu vænzt þess að
neinum yrði bjargað. Um klukkan 10 reið mikill sjór yfir, sem
tók skorsteininn í heilu Iagi og braut það af tréverki, sem eftir
var ofan á stýrishúsinu. Það mun og hafa skolað burtu síðustu
möimunum, sem eftir voru á stjórnpallinum. Margir af þeim, sem
þar drukknuðu fundust á reki í björgunarbeltum af bátunum
fyrir utan og var líkunum safnað yfir í togarann Tryggva gamla,
þar sem þau voru lögð hlið við lilið á þilfarið.
Enn voru margir menn sjáanlegir í reiðanum í formastrinu. Ef
ætti að takast að bjarga þeim, myndi það helzt vera á útfallinu
eða um liggjandann, ef nokkur maður yrði þá eftir.
I þeirri von var farið að safna saman köðlum og lóðabelgjum
og útbúa áttæringinn, sem staðið hafði uppi í Skiphólma og koma
Hvalsneskirkja, þar sem Hallgrímur Pétursson hóf prestskap
sárri fátækt, er skammt norðan Stafness. Þar var fyrrum mikil
verstöð.
Greinarhöfundur lítur norður yfir Skiphólinn — til vitans og
Stafnesbæja.
honum fyrir á lóninu, sem gekk norður úr Álsundinu milli lands
og Stafnesrifs.
Jón forseti, sem hafði strandað þegar lágt var í sjó og enn út-
fall, færðist á flóðinu lengra inn á flúðirnar þar sem brotin voru
einna mest, og þar hafði skipið að lokum skorðast milli klappa,
sem komu upp úr sjó við bakborðsbóginn á fjörunni í útsoginu.
Fyrú innan var Iónið hyldjúpt. Þar var talsverð ylgja, en brot-
sjóar náðu ekki nema skammt inn á lónið.
Eins og áður er sagt lá enginn sími að Stafnesi. Við Sandgerði
hafði ekki náðst símasamband fyrr en um morguninn. Slysavarna-
félag íslands var þá alveg nýstofnað, eða fyrir réttum mánuði.
Það átti þá ekki nein björgunartæki. Erindreka félagsins, Jóni E.
Bergsveinssyni, hafði heldur ekki verið gert aðvart. Strax og hann
frétti þetta um morguninn, fékk hann því framgengt við Lands-
símastjóra, Gísla Ólafsson, að símastöðin í Sandgerði yrði höfð
opin allan tímann meðan björgunarstarfið stæði yfir. Gerðist
hann síðan milligöngumaður um að útvega fréttir handa hinum
óttaslegnu aðsíandendum og öðrum, er biðu milli vonar og ótta
og leituðu til Slysavarnafélags íslands í örvæntingu sinni.
Þannig hófst hin nána samvinna Slysavamafélagsins við fólkið
í landinu, þegar menn voru í hættu eða þegar voði steðjaði að,
hið nána samband við almenning, sem síðan hefur ekki rofnað.
Eftir þennan hörmulega atburð, gekkst Slysavarnafélagið fyrir
því, að lagður var akfær vegur frá Sandgerði út á Stafnes og
einnig sími, sein Slysavarnafélagið hefur kostað fram á þennan
dag. En í Sandgerði reisti svo félagið fyrstu björgunarstöð sína,
með mjög góðum útbúnaði.
I Sandgerði var svo stofnuð fyrsta deildin í Slysavarnafélagi
Islands. Þarna í nágrenninu hefur Slysavarnafélag Islands síðan
átt margar sínar styrkustu stoðir. Einn af þeim mönnum, sem
lengst hefur verið björgunarfulltnii Slysavarnafélagsins á þess-
um slóðum og er það reyndar enn, er Jóhannes Jónsson, hinn
kunni útvegsbóndi á Gauksstöðum í Garði.
Þegar „Forsetinn" strandaði var Jóhannes formaður á bát í
Sandgerði. Hann frétti ekki um slysið fyrr en komið var undir
hádegi. Segist hann þá hafa lagt af stað gangandi suður á Staf-
nes ásamt Jóni Jóhannssyni, sem réri með honum og Stefáni
bróður hans, er voru mannskapsmenn á bezta aldri. Segjast þeir
hafa lagt af stað ótilkvaddir og án þess að vita hvemig málum
var háttað á strandstaðnum.
Þegar þeir komu út á Stafnes var komið talsvert fram yfir há-
degi og mikið fallið út. Náðu brotin því ekki eins til mannanna,
sem enn héngu í reiðanum og mátti telja þar 13 menn, sem eftir
vom af 25 manna áhöfn. Engin tök virtust vera að þeim yrði
bjargað af skipunum fyrir utan, því svo langt braut út frá flak-
inu, og ekki virtust heldur miklir möguleikar að bjarga þeim frá
landi.
10 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ