Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Qupperneq 50
Fyrsti
haffrœðingurinn
Það kann að þykja furðulegt, en það er staðreynd
samt, að allar þær aldir, sem maðurinn hefur notað
hafið til að ferðast um, eða allt fram á seinni hluta
nítjándu aldar, hefur guð og lukkan ráðið mestu um
ferðina. Og það er nú kannski svo enn. Þegar ferð
hófst hafði enginn hugmynd um hversu langan tíma
siglingin tæki né hver væri stytzta leiðin milli tveggja
staða. Það var ekki fyrr en Matthew Fontaine Maury
kom á vettvang, að menn fóru að tileinka sér aðferðir
til að sigla stytztu leið frá einum stað til annars.
Skoðanir hans og aðferðir vöktu furðu manna á
fimmta tug síðustu aldar. Áratug síðar, tóku skoðanir
hans að valda breytingum, eða á sjötta tug nítjándu
aldarinnar. Það er endalaust þörf á að segja þessa sögu,
því að hún er saga af svo mikilsverðu undirstöðuatriði
í siglingafræði og haffræði og samgönguhraða.
Maury var Virginíumaður og fæddist í mestu óbyggð-
um þess fylkis. Þegar hann var fimm ára fluttust for-
eldrar hans með böm sín, níu talsins, að landamærum
Tennessee fylkis og ruddu sér land í villtum skógin-
um, reistu sér bjálkahús og þarna ólst Maury upp.
Hann dafnaði vel og lífið brosti við honum, þar til hann
var tólf ára gamall að hann datt niður úr tré og meidd-
ist í baki. Það má þó segja, að þetta slys hafi verið dul-
búin gæfa, því að það varð til þess, að faðir Maury
taldi hann of veikbyggðan til búskapar og sendi hann
til náms í Harpeth Academy í nánd við Franklin í
Tennessee. Þarna komu fljótt í ljós námsgáfur hans og
rannsóknarhæf ileikinn.
Þessi ungi og mikli námsmaður vildi vinna sér frama
í hernum og byrja þann framaferil í West Point (Skóli
foringjaefna). Faðir Maurys var mjög trúaður maður
og haldinn friðarhugsjónum og hann vildi ekki með
nokkru móti styðja son sinn í þessari ætlan — og var
reyndar alveg óður yfir þessu uppátæki. Maury yngri
lét sig ekki, heldur réðist sem miðskipsmaður á banda-
rískt herskip, nítján ára gamall. Faðir hans varð nú
svo reiður honum, að hann neitaði að kveðja son sinn
og lagði honum engan farareyri, og studdi hann sem
sagt ekki með nokkrum hætti. Maury hélt því að heim-
an á lánuðum klár og með 30 dollara að láni í reiðufé
og var ferðinni heitið til Washington.
I níu ár sigldi hann um höfin og kom til flestra helztu
hafna heims. Hinar skapandi gáfur hans og mikla at-
36 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
hyglisgáfa nutu í ríkum mæli þessarar reynslu, jafnt
á sjónum, sem í hinum erlendu höfnum. Starfsleikni
hans var annáluð, bæði meðal undirmanna og yfir-
manna.
Að hann helgaði sig svo mjög starfi sínu leiddi það
af sér, að hann „hlýddi öllum skipunum umsvifalaust
og gekk glaður að verki, án tillits til þess hversu
óskemmtilegt skyldustarfið var.“
Hann var vinsæll meðal skipsfélaga sinna og yfir-
menn hans höfðu mikið álit á hæfileikum hans.
Sluppskipið Falmouth var fyrsta stórskipið, sem hann
stjórnaði. Árið 1831 átti hann að sigla þessu skipi fyrir
Hornhöfða til Valpariosi í Chile. Honum var sá vandi
á höndum, eins og öðrum skipstjórnarmönnum, að ferð-
in gengi snurðulaust og eins hratt og unnt var. Til þess
að afla sér upplýsinga, sem honum mætti að haldi
koma, las hann sér til í siglingafræðibókum, spurði
í þaula vana siglingamenn um hagstæðustu vindana
og straumana. Hann varð furðulostinn yfir þeim mót-
sögnum, sem hann rak sig á og eins því, hversu lítið
menn vissu í rauninni um þessi mikilsverðu siglinga—
atriði. Þetta varð til þess, að nú hófst ferill, sem eigin-
lega mætti kalla krossferð, sem varð til að gera hann
heimsfrægan. Það var vegna hinna ófullkomnu og vill-
andi upplýsinga, sem hann fékk, að hann tók til að
bókfesta eigin athuganir og allt það um siglingafræði,
sem hann gat aflað sér.
Þegar hann kom aftur til Bandaríkjanna 1834, kvænt-
Matthew Fontaine Maury.