Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Qupperneq 53
'um að teikna all-nákvæmt kort af botni Norður-Atl-
antshafsins. Upplýsingar um hásléttuna milli Nýfundna-
lands og írlands var einmitt það, sem Cyrus W. Field
þurfti á að halda til lagningar á símastrengnum yfir
Atlantshafið.
Það liðu að vísu níu ár, áður en þær framkvæmdir
hófust, en það var ekki af neinum misreikningi hjá
Maury.
Sú frægð, sem Maury hlaut bæði heima og erlendis,
hlaut náttúrlega að skapa honum árekstra við ýmsa
félaga sína í flotanum. Nefnd, sem valin var til að
ákveða, hvaða foringjar væru hæfir til starfa og hverjir
ekki, veik honum úr starfi, og sagði honum að hvíla
sig. Þetta var vissulega nokkurskonar högg undir beltis-
stað, jafnvel þó að svo ætti að heita að hann væri áfram
formaður flotaathugunarstöðvarinnar. Maury hóf bar-
áttu bæði til að finna orsökina til brottvikningarinnar
og eins fyrir því að fá fyrra starf sitt aftur. Hann vakti
ofsareiði og gremju og öldurnar risu hátt, en loftið
hreinsaðist, við þessar deilur og margt kom í ljós, sem
áður hafði farið dult. Barátta hans bar árangur. For-
setinn, John Buchmann, veitti honum kommandör-
tign og setti hann aftur til fyrri starfa. Það var 1855.
Meðan á öllum þessum óeirðum stóð, hélt Maury
áfram að starfa að áhugamálum sínum, og hann ein-
beitti sér nú að veðurfarinu, þar sem hann vissi af eigin
reynslu, hversu mikilsverður þáttur þess er í öryggi
sjófarenda. Að lokinni smáundirbúningsráðstefnu, sem
haldin var í Brussel 1853, þakti hann bókstaflega höfin
af fljótandi veðurathugunarstöðvum. Allir sjóliðsfor-
ingjar og reyndar öll skip voru veðurathugunarstöðvar,
enda þótt það venjulega tæki all-langan tíma frá því
að veðurathugunin var gerð og þar til skýrslan var
send. Þessar upplýsingar reyndust samt svo mikils-
verðar, að Maury bað um fjármagn til að koma á fót
veðurathugunarstöðvum víðsvegar um Bandaríkin, sem
gætu sent veðurathuganir í símskeytum. Það mætti
því með nokkrum sanni segja, að hann væri einnig
faðir Veðurstofu Bandaríkjanna, og brautryðjandi þess
heimskerfis veðurathugana, sem radíótæknin hefur nú
gert mögulega.
Þegar hér var komið var tíminn orðinn hlaupinn.
Það hafði soðið uppúr í Suðurríkjunum og nokkur ríki
voru þegar búin að segja sig úr lögum við alríkið. Enda
þótt Maury væri ekki fylgjandi aðskilnaði Suður- og
Norðurríkjanna, fannst honum það skylda sín að styðja
heimaríki sitt, Virginíu og sambandsheri Suðurríkj-
anna. Hann var gerður kommandör í flota Suðurríkj-
anna og sendur til Englands að kaupa skip. Atti með
þeim að trufla og ráðast á þann flota Norðurríkjanna,
sem hélt uppi hafnbanni á hafnir Suðurríkjanna. Maury
vann einnig að tundurduflagerð, sem átti að vera hægt
að stjórna úr fjarlægð með rafmagni. Áður en honum
tækist að vinna þetta verk, lauk stríðinu.
Hinar bitru tilfinningar og þungu byrðar, sem stríðið
lét eftir sig í Suðurríkjunum hafði mikil áhrif á Maury.
Enda þótt hann nyti heiðurs í öllum Evrópulöndum,
þá var hann persona non grata í Bandaríkjunum.
Hann flúði til Mexico og þjónaði undir Maximilian
og vonaði að hann gæti komið á fót flóttamannanýlendu
í Mexico. Þetta tókst þó ekki, og lágu til þess margar
ástæður, meðal annars sú, að mexicanska keisaradæmið
leið undir lok snögglega. Hann hafði yfirgefið Mexico
áður en það varð, en hann lét því landi eftir lifandi arf.
Honum tókst að rækta þarna í fjalllendinu binchona-
tréð — sem kínin var aðallega unnið úr á þessum dög-
um.
Hann fór aftur til Englands farinn að heilsu og blá-
snauður orðinn, gerði hann allt sem honum var unnt
til að framfleyta fjölskyldu sinni. Hann hefði áreiðan-
lega verið mjög illa á vegi staddur ef honum hefði ekki
áskotnast 15 þús. dollarar að gjöf frá evrópsku siglingar-
og verzlunarfyrirtæki, sem kunni að meta framlag hans
til siglinga.
Smám saman dró úr hatrinu í heimalandi Maurys
og honum var leyft að snúa heim aftur með fjölskyldu
sína 1868. Þegar hann var kominn heim þáði hann boð
um að verða forstöðumaður veðurstofu hersins í Vir-
giníu með því aukastarfi að mæla landsvæði Virginíu-
ríkis. I þessu starfi og fyrirlestrahaldi víðsvegar um
landið endaði hann lífs- og starfsferil sinn. Hann dó á
heimili sínu 1. febrúar 1873.
Matthew Fontaine Maury var í rauninni maður, sem
hafði þvílík áhrif á verzlunarsiglingar, að þau eru
ómælanleg. Rannsóknir hans leiddu til grundvallar-
breytingar á þeim vísindum að sigla skipi um ókunn
hafsvæði. Hinn sístarfandi skarpi heili hans var sífellt
að finna nýjar aðferðir til að gera þetta mikilvæga verk
betur og jafnframt finna nýjar grundvallarreglur. Öllu
sínu lífi varði hann til að hjálpa sjómönnum í barátt-
unni við hafið.
Við jarðarför hans sagði Raphael Semmers, flota-
foringi: „Þú hefur birt okkur leyndardóma hafdjúp-
anna og rakið strauma hafsins, rætt við okkur um
storma þess og stillur, og bent okkur á þær leiðir, sem
bezt væri að velja á siglingu yfir höfin, og hverjar bæri
að forðast.
Um ófyrirsjáanlega framtíð munu allir siglingamenn,
þegar þeir velja sér leið eftir korti sínu yfir hafið,
blessa nafn þitt.“
Þetta er fallega sagt og réttmæli. Það vitum við sjó-
menn bezt í dag, sem erum sífellt minntir á starf
Matthew Fontaine Maury, þegar við notum sjókortin
okkar sem fjölmörg eru með þessari klausu:
„Byggt á rannsóknum og staðreyndum sem safnað
var af M. F. Maury, sjóliðsforingja í bandaríska flot-
anum.“
Betri minnisvarða þarf ekki þessi afburða maður.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39